Norðurland - 05.10.1912, Blaðsíða 1
N ORÐURL AND.
43. blað.
Akureyri, 5. október 1912.
} XII. ár.
Erlend tíðindi.
Höfn 20. septeniber 1912.
JVHllilandanefndin væntanlega.
Um hana ritar prófessorinn, Knútur
Berlín, í >Politiken« 16. september;
hann bendir á, að nefndin 1907 hafi
ekki verið heppilega skipuð, í henni
hafi setið Danir, er ekki báru nógu
gott skyn á íslenzk stjórnmál, en aðrir
setið hjá, er höfðu betur vit á (Knút-
ur sjálfur !). Berlín finst íslendingar
um of hafa leitað stuðnings hjá kon-
ungi (Friðriki 8.), og sé það að kenna
afskiftumkonungs af íslandsmálum,ein-
kum ræðu hans á Kolviðarhól (»baeði
ríkin«),aðkröfurísl. umfullveldi, er eng-
inn hafi þorað að halda fram fyrir
1907, hafi nú eindregið fylgi allra
fiokka á íslandi.
Berlfn minnist á grein, er J. C.
Chistensen reit í »Gads danske Maga-
sin« skömmu eftir andlát konungs;
segir Christensen þar, að konungur
hafi eggjað Dani þá, er í nefndinni
sátu, að veita íslendingum alt það
sjálfstæði, er hægt væri.
Berlín finst því, að íslendingar eigi
ekki enn á ný að leita styrktar hjá
konungi (sbr, ávarp þingdeildanna í
sumar), og segir að væntanleg nefnd
eigi að geta starfað án áhrifa frá kon-
ungi. Finst honum að nefndin eigi
því ekki að verða skipuð, er konungur
sækir ísland heim á sumri komandi
heldur annaðhvort á undan eða eftir,
og helzt á undan. Ennfremur stingur
hann upp á því, að í henni sitji frá
Dana hállu, ekki eingöngu þingmenn,
heldur einnig aðrir, er beri bezt skyn
á Islenzk mál; er enginn vafi á, að
Berlín bendir hér óbeinlínis á sjálfan
sig. Leitar hann stuðnings hjá J. C.
Christensen, er í blaði sínu »Tid*n«
(5. janúar), stingur upp á hinu sama.
Qull í Lapplandi. Sænskur Ameríku-
maður, George Shermann að natni,
hefir stofnað hlutalélag með 25,000,-
OOO marka höíuðstól (finsk mörk) til
þess að grafa gull í Lappmörkum
Finnlands. Mest af fé þessu er enskt.
Félagið heitir: »Fmnland bonanza gold-
mine companyi.
Finnland. Þar eru allalvarlegar snerr-
ur milli finskra og rússneskra valds-
manna vegna þess, að borgarráðið í
Viborg og fl. bæjum hefir mjög ein-
dregið kynokað sér við að framfylgja
lögunum um jafnrétti rússneskra og
finskra þegna í finnlandi; hefir ríkis-
þing og ríkisráð Rússa samþykt lög
þessi, en finska þingið felt þau. Rússa-
stjórn hefir boðið að setja hvern þann
í fangelsi, er eigi fylgi fram lögum
þessum.
Japan. Hinn látni keisari Japana var
jarðaður 13. f. m. með mikilli viðhöfn.
Sama dag fyrirfóru þau sér, Nogi hers-
höfðingi og kona hans. Þau voru barn-
laus, mistu báða syni sína í styrjöld-
inni við Rússa.
í erfðaskrá sinni tekur Nogi það
fram, að hann ætli að fylgja keisara
sínum í gröfina. Hann eftirlætur eigur
sínar vinum sínum og opinberum stofn-
unum, en líkama sinn gaf hann lækna-
háskólanum; jarða skal þó tennur, hár
og neglur.
Lögfrœðingamót fjölment var nýlega
haldið í Wienarborg; leiddu þar sam-
an hesta sína Þýzkir lögvitringar og
austurrískir. Þar voru tekin til í-
hugunar ýms lögfræðismál, en mest
kvað þó að umræðunum um dauða-
refsinguna. Vildu sumir nema hana
biott með öllu úr hegningarlögunum,
en aðrir, einkum Prússar, halda henni,
og varð sú skoðun ofan á við atkvæða-
greiðsluna. Annars eru hegningarlög
Austurríkis frá 1852 og hin þýzku
hegningarlög frá 1870, og hvortveggi
þannig orðið gömul og úrelt. Dauða-
refsing er nú feld úr refsilöggjöf ýmsra
þjóða, svo sem í Noregi, Hollandi og
víðar.
Ólœti á þingi Ungverja. Formaður
fulltrúaþingsins, Stefán Tisza greifi,
er hinn harðsnúnasti mótstöðumaður
almenns kosningarréttar. Hinn 4. júní
í vor barði hann iandvarnarlögin gegn-
um fulltrúadeildina, og spilti með því
stórum fyrir sigri kosningarréttarins.
Austurríkismenn og keisarinn vildu
sem sé bjarga varnarskyldulögunum
til lands, og því vildu stjórnarandstæð-
ingar fyrst afgreiða lögin um almenn-
an kosningarrétt, og bjuggust við, að
keisarinn mundi styðja þá til sigurs.
En þetta féll alt um sjálít sig, er
varnarlögin gengu í gegn 4. júní, og
út af þessu hafa svo risið rósturnar í
ungverska þinginu, enn að nýju.
Hinn 17. þ. m., þá er Tisza greifi
kom inn í þingsalinn, hófu andstæð-
ingarnir hinn mesta hávaða, jusu sum-
ir yfir hann örgustu fúkyrðum, en aðr-
ir blésu í lúðra eða önnur tæki, svo
að eigi heyrðist mannsins mál. Greif-
inn reyndi að tala, en ekkert heyrðist;
stundum lægði |>ó ólætin nokkuð, en
jafnan hófust þau af nýju erTiszatók
til máls. Þegar háreystin var sem mest,
ruddist Karolyi greifi inn í þingsalinn,
og hófust þá von bráðar áflog og stimp-
ingar, er hver gaf öðrum »á hann«
sem tíðast, en á meðan ritaði Tisza
upp nöfn þeirra, er mest bar á. Að
þvf búnu gaf hann fundarhlé, og
notuðu stjórnarandstæðingar það til
þess að afla sér nýrra verkfæra; höfðu
þá sumir beljubjöllur, aðrir lúðra eða
hljóðpípur, en nokkrir vekjaraklukkur
0. fl. Jafnskjótt sem fundur var settur
altur, tóku til ólætin miklu mciri en
áður, og er formaður hringdi til hljóðs,
kváðu og við kýrbjöllurnar, en sumir
sungu. Fundarhlé var gefið hvað eftir
annað, en jafnan er aftur hófst fund-
ur, byrjaði hávaðinn. Loks var sent
eftir lögreglunni, og eftir miklar stimp-
ingar tókst henni að ryðja salinn.
Daginn eftir héldu ólætin áfram;
tóku þá stjórnarandstæðingar að atyrða
ráðherrana. Þetta þoldi eigi verzlun-
arráðherrann, og þaut upp til handa
og fóta; lenti þá enn í áflogum, unz
nokkrir hinna gætnari manna fengu
gengið á milli. Enn ruddi lögreglan
þingsalinn, en síðan samþyktu stjórn-
arsinnar að útiloka 50 af andstæðing-
unum frá 30 fyrstu fundunum. Fleiri
þingmönnum var og refsað á líkan hátt,
en vægar nokkru. Ókyrð mikil er nú
í borginni, og búist við upphlaupi; en
lögreglan hefir tekið mjög hart í taum-
ana. Herlið er og altaf haft til taks,
og nýir herflokkar heimtir utan af
landi. — Búðurn og kaffihúsum er nú
lokað þar kl. 8, og börn mega ekki
á götu sjást eftir þann tíma.
\
Nýjar bœkur.
Wladimir Korolenko: Blindi
tónsnillinarurinn. Þýtt
af Ouðm. Guðmundssyni
cand, phil. Útgef,: O. Jó-
híinnesson, Prentsm. Odds
Björnssonar. Akureyri 1912,
Höf. bókar þessarar er oss áður
kunnur af »Sögum frá Síberíu,* sem
Oddur Björnsson gaf út í »Bókasaíni
Alþýðu,« og þeir, sem þær sögur hafa
lesið, munu gjarnan vilja héyra meira
eftir hann. Þessi saga er rituð af sömu
lipurð og list og t. d. »Þýtur í skóg-
inum,« og efnið er hugnæmt og víða
áhrifamikið.
Það er auðséð, að erfitt hefir verið
að þýða söguna, en þýðandanum hefir
tekist það prýðisvel.
Reikningsbók
Jónasar Jónassonar, 2. útgáfa, veitir betri
tilsögn í reikningi en nokkur önnur ís-
lenzk reikningsbók. Verð — í bandi — 1
kr. 50 aur. Fæst hjá bóksöluni.
76
setti hann á borðið við höfðagaflinn á rúminu. Svo
fór hún að laga í rúminu og hagræða líkinu.
Ljósin vörpuðu hlýjum ljóma á líkið; það var
eins og barnið svæfi. En hve hann var fallegur, er
hann lá þarna þjáningalaus og rólegur, — en hvað
hann var líkur föður sínum! Hann hafði sömu blíð-
legu, hreinu andlitsdrættina.
»Farðu ekki burtu frá pabba,« hafði hann sagt.
»Jú, hún mátti til, það myndi verða honum kvöl
að sjá hana nærri sér eftir alt sem skeð var.
»Farðu ekki burtu frá pabba.« Hvernig stóð á því
að Sveinn hafði beðið hana að vera kyrra hjá pabba
sínum? Skyldi Axel hafa saknað hennar, og hafði
barnið fundið það af næmleik sínum? Henni fanst
að bæn drengsins hefði verið bundin við eitthvað
meira en augnablikshugsun, er hann sagði þetta.
»Farðu ekki burtu frá pabba.« Hún endurtók setn-
inguna hvað eftir annað hálf-upphátt; það var eins
og hún vildi halda dauðahaldi í hana. Hún greip
hana líkt og druknandi maður grípur í hálmstráið.
*
* *
Dagarnir á undan greftrun barnsins liðu undar-
lega hljótt og rólega. Krabbe gengdi læknisskyldum
sínum með sömu umhyggju og samvizkusemi og
áður, og Ester bjó alt undir jarðarförina; hún tók
á móti kunningjum þeirra og skyldmennum, sem
komu til að samhryggjast þeim, og hún annaðist
73
Það var eitthvað hjartnæmt við þessa þögulu um-
hyggju, sem hann sýndi henni, og það særði hana
og gladdi samtímis.
Hann snari sér við f dyrunum til þess að gá enn
að hvort hana vantaði nokkuð.
»Eg treysti því, að þú kallir á mig, ef nokkur
minsta breyting verður á líðan Sveins.«
»Axel! vertu hjá okkur, legðu þig hérna út af.«
»Nei, þá get eg ekki notið hvíldar,« sagði hann
og lokaði hurðinni á eftir sér.
* *
*
Nú var hún ein hjá barninu sínu. Nú átti hún
hvert augnablik.
Hún leit ekki af litla drengnum, sem lá fyrir fram-
an hana og bar ekki af sér fyrir þjáningum.
Hún hafði yfirgefið hann, nærri gleymt honum,
en nú var hún komin aftur og ætlaði að fórna lífi
sínu til þess að stunda hann og vaka yfir honum;
ó, að hann fengi að lifa, — ó, að hann fengi það'!
Jú, guð gat ekki tekið hann frá henni, hann gat
ekki refsað henni svo miskunnarlaust. Henni fanst að
hún gæti barist við dauðann, og við guð sjálfan,
til þess að missa ekki barnið sitt. Hún ætlaði að
biðja, sárbæna, ógna . . .
Og hún baðst fyrir með öllum þeim kjark og á-
huga, sem sálarangistin veitti henni. Henni fanst