Norðurland


Norðurland - 05.10.1912, Page 3

Norðurland - 05.10.1912, Page 3
163 Nl. á jörðunni er eins og boðað eða fyrir- myndað, svo sem blómstur, eikur, lönd og ljómi, og framar öllu tilfinning æsku- fjörs og liðleiks (elasticity), sem enginn þekkir til fulls úr jarðnesku haldi, né get- ur þekt, þótt fyrir líkama mannkynsins liggi mörg skilyrði andlegrar fullkomnunar, þegar tímar líða. Hér skilst hvað það þýð- ir að búa saman við stórmenni andans (peers), og hvað það þýðir að mseta á heimilum þeirra; slíkt skilur enginn dauð- legur maður. Og víst er það mikið um mig, að eg skuli nú þegar geta sagt þetta, nýkominn í hið fyrirheitna landið! Vér lifum og hrærumst fyrir elskunnar afl í alheiminum. Fæðu þurfum vér ekki; vér erum mettaðir af lífgjafarkrafti alver- unnar — þeim ljósvaka, sem elur og við- heldur öllum efniskendum hlutum. Að fyll- ast þeim krafti, það er eilíft líf, og því meir sem þú færð af honum í jarðlífinu, því betur lærir þú að skynja himneska hluti. Eg er lifandi! eg er líf! líf! líf til eilífðar! Þetta er véfrétt mín til yðar I dag.« W. T. Stead. Athugasemd: Ritstj. blaðsins Light segir neðanmáls: »Einungis eitt dagblað á öllu Englandi (o: þeirra sem móti hreyfingunni þykjast vera) áræddi að birta þennan boðskap frá Mr. Stead, en ófáir virðast vera á tveim áttum eða halda niðri í sér andanum !« M- J- \ fshús Sn. Jónssonar kaupm., sem hann auglýsir um á öðrum stað hér í blað- inu, var bygt í vetur sem leið, og er það bæði vandað og rúmgott. Var mik- il þörf á slíku húsi fyrir bæinn og til beitugeymslu, þar eð hin voru svo lít- il, sem fyrir voru. Bæjarmenn ættu að nota sér sem bezt þau hlunnindi sem slík íshús veita. Raflýsing: á Sigdufirði- Nú hyggja Siglfirðingar á að raf- lýsa bæinn. Þeir fengu nýlega Jón ísleifsson mannvirkjafræðing frá Hafn- arfirði til þess að koma og athuga þar vatnsmagn til rafmagnframleiðslu. Mannvirkjafræðingnum lízt ekki erfiðlega á að fá vatnsmagnið, en hefir enn enga fasta áætlun gert. Siglfirðingar verða á undan Akur- eyringum að raflýsa bæ sinn, og má ske Hjalteyringar og dalvíkingar l(ka! Vatnsleiðslan. Þá er herra Jón ísleifsson mann- virkjafræðingur kom hér frá Siglufirði á leið suður aftur, (27. f. m) fékk hsrra Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti hann, til þess að dvelja hér nokkra daga að athuga vatnsleiðsluna fyrir bæinn. (Um það var »N1.« eigi kunn- ugÞ er greinin í síðasta blaði, um vatnsleysið, var rituð). Hefir mann- virkjafræðingurinn athugað vatnsupp- sprettur hér ofan við bæinn, alt upp að Súlum en ekki fundið þar nægi- legt vatn. Nú er hann að rannsaka vatnslindir yfir í Vaðlaheiði, og lízt helzt tiltækilegt að fá þar vatn handa bænum og leiða það yfir um á Leir- unni í stálpfpum. Hann hefir enn eigi lokið athugunum sínum, en ,N1.‘ mun bráðlega flytja nánari fréttir af þessu. Kaupendur „Norðurlands,“ sem breyta um bústaði, eru beðnir að gera afgreiðslu blaðsins eða ritstj. aðvart um það samstundis, svo að blaðið komist til skila. Ef einhver vanskil verða á blaðinu,eru menn og beðnir að tilkynna það, svo að úr því verði bætt, Flskafli hér á útfirðinum h« fir orðið með rýrasta móti í sumar. íslendintrasundið var þreytt 25, ágúst við sundskála »Ungmennafélags Reykjavíkur*. Eigi keptu nema 3 : Erlingur Pálsson, sund- kappi íslands (sem vann sundbykarinn í vetur), Andrés Brynjólfsson og Er- lendur Sigurðsson. Erlingur Pálsson varð fljótastur; hann synti sundið (500 stikur) á 9 mín. og ö sek., hinir á 11 mín. og 6 sek. FiskmarkaOur. Fisksöluráðanautur Norðmanna í Hull hefir vakið eftirtekt ianda sinna á því, að þegar Panamaskurðurinn verði opn- aður, muni fiskmarkaður opnast í Suð- ur-Ameríku, og þá ríði þeim á að verða ekki á eftir öðrum að koma saltfiski sínum á þann markað. Þetta getur og verið bending til vor íslendinga. Biörsrunarbátur i Rvk Arið 1906 var byrjað á samskotum í Reykjavík til þess að kaupa björg- unarbát fyrir bæinn. Þá var nýafstað- ið hið sorglega slys, er um 20 manns druknuðu í einu at fiskiskipi, sem strandaði við Viðey; horfði á það fjöldi manna og heyrðust jafnvel neyð- arópin, en ekkert varð að gert. Sam- skotaféð varð þó ekki nægilegt til þess að kaupa bátinn. En nú hafa 7 menn í Reykjavík gengist fyrir því að hefja samskot á ný, til þess að fá það sem til vantar. Lestrarféiaz kvenna í Rvk. Það var stofnað í vetur sem leið. Það á um 300 bindi. f því eru um 100 félagar og árstillagið 3 kr. Nú er í ráði að stofna lestrarstofu handa börnum í sambandi við það, og hefir félagið von um ofurlítinn styrk til þess úr bæjarsjóði. Efbarnalestrarstofunni ervel stjórnað, getur hún orðið til mikils gagns. Noregrur ost fsland- í norska blaðinu »Sogns Tidende« var nýlega grein eftir Norðmann, sem skrifuð hefir verið héðan, og ræðir einkum um síldveiðarnar hér við fjörðinn og Norðmenn og íslendinga í sambandi við það. Höf. átelur mjög framferði norsku sjómannanna hér yfir- leitt og segir það spilla fyrir áliti norsku þjóðarinnar og vera henni og þessari atvinnu hennar til skaða. Stingur hann jafnvel upp á því, að Norðmenn sendi herskip til Siglufjarðar um síld- veiðatímann til þess að hafa stjórn á landsmönnum sínum þar —. Honum liggur vel orð til íslendinga. Hann kveður þá vera fremri Norðmönnum í því að verka fisk sinn og láta meta hann til útflutnings. Vill hann láta lögleiða þar fiskimat líkt og hér. Síldveiðarnar. Hér við Eyjafjörð (og á Raufarhöfn lítið eitt) hefir verið veidd síld, sem söltuð hefir verið, svo sem hér segir: Norðmenn hafa veitt 69,061 tn. íslendingar — — 35,738 — Svíar — — 13,666 — Þjóðverjar — — 11,342 — Danir — — 9>873 — Samtals . . . 139,680 tn. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra veiddu: Norðmenn .... 72,119 tn. íslendingar .... 21,183 — Danir................14,007 — Þjóðverjar .... 10,302 — Svíar ............... 6,888 — Samtals . . . 124,499 tn. Auk þessa hefir í sumar verið veitt mikið af síld til bræðslu, en um það hefir blaðið ekki getað fengið nákvæm- ar skýrslur enn. yf-i-r-l-ý-s-i-n-g. Eg undirritaður, viðurkenni að eg hinn 4. sept. þ. á., í óvarkárni, viðhafði meiðandi orð um Birnu Björnsdóttur á Sauðárkrók, er eg hér með lýsi dauð og ómerk, um leið og eg bið hlutaðeigandann velvirð- ingar á þeiro sem oftöluðum. Sauðárkrók 1. október 1912» JVlagnús Halldórsson. Veðursímskeyti til JMls. frá 21. til 28. sept. 1912. Ak. Gr. Sf. ís. Rv. Vm. Þh s. 9.8 10.0 11.2 I 1.0 10.3 10.2 9.8 M. 9.0 7.7 13.3 9-7 9.2 8.8 9-5 Þ. 8.6 5-5 9.2 5-5 7.8 8.2 10.7 M. 3-5 3.o 5-6 7.i 4.6 7-5 10.7 F. 9-5 S.o 5-8 7-5 9-5 9.0 9.0 F. 5-5 7.o I I.I 9.0 9.8 9.1 IO.I L. 4-5 5'5 6.9 4-5 9-5 9-i 9-5 K1 (f.h.) 6 — 8 - 6 — 6 — 6 — 6 — 6 Skóhlífar fást í verzlun SN. JÓNSSONAR. Saumar. Dýrleif Pálsdóttir frá Möðrufelli tekur að sér að sauma állskonar kvenfatnað, bæði heima og hjá öðrum. Júlíus Havsteen yfirréttarm álaflutningsmaður er til viðtals f Strandgötu 3? kl. 10—11 f. h. 2—3 og 5—6 e. h. 80 er svo einmana, svo óttalega einmana,« sagði hún veinandi. »Þú einmana? með huggarann við hliðina, elsk- hugann, sem bíður eftir hér, og sem þú ætlar að njóta með lífsins og gleðinnar, hann, sem lét þig gleyma heimili þínu, konuheiðri þítium og barninu þínu!« Axel lagði hendina aftur á öxl henni og hristi hana. »Huggaðu þig við hugsunina um elsk- huga þinn; hvað er barn til móts við elskhuga?« sagði hann og hló inn í eyra hennar lágt og óvið- kunnanlega. Hún kveinkaði sér sárt undan hinu ómjúka taki hans. »Vægðu mér«, stundi hún. Segðu hvað sem þú vilt, berðu mig, hrintu mér, en segðu ekkert hér, ekki hér; þessi staður er heilagur«, sagði hún og benti á líkið. »Pú hefir rétt fyrir þér«, sagði Axel og gekk hratt út úr stofunni. Litlu síðar kom hann aftur með ábreiður og sjöl. Ester! þér má ekki verða kalt, þér má ekki líða illa, elsku Ester! Hirtu ekkert um hvað eg segi, — það er óráð, sem kemur að mér, þegar eg sé þig, vitleysa sem eg ræð ekki við«. Hann lagði sjölin að Ester og hlúði sem bezt að henni. Hann strauk mjúklega uppraknað hár hennar, 77 allar bréfaskriftir til fjarlægra vina og ættmenna, sem jafnan eru mannsláti samfara. — Hún annaðist það eins og hver önaur skyldustörf. Pað sýndist svo, sem bæði Ester og tnaðurhenn- ar bæru missi einkabarnsins síns með stillingu eða tækju sér hann jafnvel ekki mjög nærri. Sorg þeirra var djúp, tárvana örvænting, sem lít- ið ber á, af því að hún getur ekki tekið hluttekn- ingu annara. Það var hin mikla, hægláta vonleysis- sorg. Þau voru bæði einmana á hinu þögla, barnlausa heimili; þau höfðu ekkert að segja hvort öðru, er þau mættust, og þessvegna reyndu' þau að forðast hvort annað svo sem þau gátu. Þau hittust aðeins við máltíðirnar, og þá sjaldan er þau þurftu nauð- synlega að tala um einhver sérstök verk. Krabbe hafði látið flytja líkið inn í lestrarstofu sína, og þar sat hann altaf, bæði dag og nótt, er hann var heima. Ester heyrði hann ganga þar um gólf eirðarlaust, tímunum saman á næturnar. Hún lá þá vakandi og hlustaði, því að hún gat ekki notið hvíldar meðan hún heyrði fótatak hans, en hún þorði ekki að fara á fætur og inn í herbergið til hans. Nóttina eftir að Sveinn dó hafði hún verið í svefn- herberginu lijá líkinu, því að þá var ekki búið að flytja það burtu. Snemma um morguninn kom Krabbe þar inn. Þá sat Ester þar föl af kulda og hreyfing- arlaus og starði á líkið.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.