Norðurland


Norðurland - 05.10.1912, Blaðsíða 2

Norðurland - 05.10.1912, Blaðsíða 2
Nl. 162 Nokkur œfintýri eftir W. Hauft. Alexander Jó- hannesson stud. mag þýddi, Akureyri. Kostn- aðarwaður: O. Jóhannes- son. 1912. Wilhelm Hauff er frægt þýzkt skáld. Hannvarð aðeins 25 ára gamall (f. 1802 d. 1827), en þó liggja eftir hann mörg ritverk og merkileg. Meðal annars samdi hann æfintýri (»Merchen«), sem eigi eru síður fræg en æfintýri And- ersens. A Þýzkalandi bafa þau verið gefin út í mörgum útgáfum, og þýdd eru þau á ýms tungumál. Sex þessara æfintýra eru í bókinni, en valið hefði vel mátt takast betur. Þýðingunni er nokkuð ábótavant. Málið er sumstaðar fremur stirt, og ó- eðlileg og röng orðtæki og rangar setningar eru innan um. Sem dæmi um stirt mál má nefna: »teymduvopn- aðir menn þá,« (úlfaldana) í stað: teymdu þá vopnaðir menn (3. bls.) o. fl. Dæmi má og nefna um óeðlilegar og rangar setningar, t. d : »þegar kaffið bragðaði vel« (5 bls.), >Renn ur þig nú ekki grun í« (12. bls ), »Chasid léði orðum þjóns síns heyrn« ^á að vera eyra (13. bls.) >Fleiri (á að vera nokkrar) mínútur voru trú liðnar« (28. bls.), >Einu gleymi eg þó að minnast á« (39. bls.), o. fl. o. fl. Skólar í Danmörku. Danir hafa fengið orð fyrir að vera ve! mentuð þjóð. Einkum hefir alj ýðu- mentun þótt þar í góðu lagi. Menn- ingu sína eiga Danir að sjálfsögðu mikið skólunum að þakka, enda eru þeir margir og miklu til þeirra kostað. Fyrst skal nefna háskólann sjálfan, sem stofnaður var af Kristjáni kon- ungi 1. árið 1499, Hann er elztur há- skóli á Norðurlöndum, að undanteknum Uppsalaháskóla í Svfþjóð, sem er tveim árum eldri. (Háskólinn í Reykjavík er yngstur). Fastir kennarar við Kaupmannahafnar háskóla fá 3500 kr. að launum, sem fara hækkandi upp í 6000 kr. Tala hinna föstu kennara (prófessora) var fyrir skömmu sem hér segir: 15 í heimspekisdeildinni, 12 í læknisfræði, 1 1 f stærðfræði og náttúruvísindum, 8 f lögfræði og stjórnvísindum og 5 f guðfræði. Auk hinna föstu kennara eru milli 20 og 30 aukakennarar (dó- centar) við háskólann. Tekjur af eign- um háskólans eru um 270 þúsund kr. á ári, en ríkið leggur honum til 650 þúsund kr. árlega. Allir kannast við landbúnaðatháskól- ann danska. Auk margra dócenta, er við hann kenna, hefir hann undir 20 fasta kennara. Þar er kend dýralækn- ingafræði, meðferð á skepnum, skóg- fræði,landmæling, grasafræði, garðyt kju- fræði, dýrafræði, skapnaðarfræði dýra, efnatræði og eðlisfræði. Til skólans leggur ríkið árlega hátt á 4. hundrað þúsund krónur og þar að auk margar þúsundir til styrktar nemendum. Skóli þessi er miðstöð allra búnaðarfræða landsins. Auk landbúnaðarháskóla-js eru afar- margir búnaðarskólar í landinu; eru þeir mismunandi ?ð stærð og skipu- lagi, en allir leggja þeir áherzlu á vísindalega þekkingu í öllu sem kent er. I Danmörku eru 12 latínuskólar, sem ríkið heldur. Til þeirra leggur rfkið undir 300 þúsund kr á ári. Þar að auki eru um 20 latfnuskólar, sem eru eign einstakra manna eða borga, og fá þeir skólar, sem eru einstakra manna eign, 30 þúsund kr. styrk frá ríkinu. Um 130 gagnfræðaskólar eru í Dan- mörku og hafa þeir um IOO þús. kr. af ríkisfé á ári. Undir 20 kennaraskólar eru í Dan- mörku Flestir þeirra eru eign einstakra manna. Kennaraskólarnir fá stórmikið fé úr ríkissjóði, eða um 370 þús. kr. ár- lega. Þá er kennarabáskólinn í Kaupmh. (Statens Lærerkursus), sem ætlaður er til eflingar öðrum mentastofnunum rík- isins. Þar kenna 30 sérfræðingar og vísindamenn. Sá skóli þær árlega um 50 þús. kr. af fé ríkisins. f Danmörku eru fjölmargir lýðhá- skólar, og eru þeir mörgum íslending- um að nokkru kunnir, því að um þá hefir talsvert verið ritað hér, og einna ræki- legast í »NorðurIandi«. Um 350 þús. krónur munu þessir skólar fá árlega úr ríkissjóði. Auk þeirra skóla, sem hér hafa ver- ið taldir, eru einnig margir kvenna- skólar í Danmörku og að sjálfsögðu aragrúi af barnaskólum, þar sem börn- in eru skólaskyld frá 7 til 14 ára ald- urs, Þegar svona feykimiklu af fé og kröftum er varið til æðri og lægri mentunar þjóðarinnar, þá er ekki að kynja, þótt framfarirnar séu miklar í flestum greinum, enda er því líka svo farið hjá Dönum. Sérstaklega er fram- leiðslukunnáttu þeirra viðbrugðið. En þrátt fyrir allar þessar mörgu og góðu mentastofnanir Danmerkur, Þá hyggja margir Danir, að ísland sé sama og Færeyjar eða jdfnvel Græn- land, og blanda saman í huga sínum og tali Islendingum ogFæreyingum eða jafnvel íslendingum og Eskimóum. Sumir þeirra halda jafnvel að hægt sé að fara með járnbrautarlest frá Dan- mörku til íslands. Þessvegna hættir okkur við að brosa að Dönum fyrir þekkingarA?ysi í þessum efnum. % Vitnisburðir W. T. Steads um lífið hinum megin. Nýlega stóð í blaðinu »Light« eftirfylg- jandi grein, rituð með miðilsfiendi á »Skrif- stofu Júlíu«: >Það er erfitt að ímynda sér glæsilegra mannfélag á sama skipi en var á Titanic, hinu stærsta fari er á sjó hefir verið sett. Sízt af öllu gat nokkrum manni dotfið í hug, að slíkt bákn mætti farast; fann og hver maður innanborðs til þess öryggis, sem menn finna með fastri jörð undir fót- um, svo voldugur og veigamikill virtis þessi heljardreki, að slíkt var ekki hugs- anlegt. Og svo hrekk eg upp í rúmi mínu við það, að skipið rekst á ísinn. Eg klæddist og gekk upp á efri þilförin, ár. þess að mér kæmi ótti í hug. Eg sá að verið var að setja báta á flot fyrir konur og börn að bjargast á. En svo var traust- ið mikið á skipinu, að margir neituðu að fara niður í bátana og þóttust tryggari að láta fyrirberast á þiljunum. En brátt sá eg að dómurinn var fallinn; þá greip mig ótti, en svo hvarf hugur minn heim til minna; svo gagntók mig sú ógn og skelfing, sem á gekk: óp og óhljóð mannfjöldans, sem var að drukna og berjast við dauðann. I óviti sökk eg í sjóinn.< * Hann hefir sagt, að hann myndi óglögt hin síðustu augnablik sinnar fyrri með- vitundar. Þá fylgir ljós og minnileg lýsing Steads á viðtökunum hinum megin og því hvern- ig þar var högum háttað. »Að skýra frá þeim óumræðilega fögn- uði, sem greip mig og gagntók, þegar eg sá hvað við mér blasti, það má enginn dauðlegur útlista með orðum. Hugsið yð- ur hversu yður yrði, ef þér væruð staddir á sjávarströndu, og mættuð alt í einu ást- vinum, er þér lengi hefðuð talið af! Það var eins og heill herskari af vinum og verndarenglum stæði þar og biði eftir komu minni. Eg horfði bæði forviða og með fögnaði ádýrðinaog dásemdarfegurðina umhverfis mig, og óðar var mér vísað til bústaðar, er mér var sagt, að eg hefði sjálfur verið að smíða mér og byggja alla æfi . . .« »Ef mesta byggingaprýði jarðarinnar hefði staðið við hliðina á þeim musterum, sem eg þar sá, hefði hún að engu orðið Á hliðveggjum þess húss, sem mér var ætlað, stóð málað og myndað altþað, sem eg hafði afrekað til hjálpar bágstöddum eða til siðbóta. En Ijósast sýndist mér vera afmáluð viðleitni mín að efla nýja trúarvissu um ódauðleikann. Aftur sá eg hvergi bent á áhrif mín og stríð fyriralls- herjarmálum, er -mér áður þótti mestu skifta. Einungis var það sýnt, sem flýtt hefði framförum og vexti sálarinnar. Það, seha eg einkum undraðist, var alls- herjarfyrirkomulag í stjórnsemi og reglu, hvar sem litið var. Englaverum hafði ver- ið boðið að mæta mér, og hverri spurn- ingu minni var svafiað, afleigtoga, er mín skyldi gæta. Mig langaði til að fá að sjá vini mína og heimili, og óðara var eg til þeirra horfinn, en fann að mér var meinað að ávarpa þá einu orði, eða gefa nokkra vísbending um að mér liði vel. Eg sá éorg og ótta á svip þeirra, en gat ekk- ert að gert nema andað til þeirra nokkr- um andlegum áhrifum líknar og fróunar, sem þeim mætti hjálpa. Fræðsluskólar voru þar handa- þeim, sem þurftu að fá fyrstu tilsögn í andlegri mentun; voldug fyrirtæki voru í smíðuin til framkvæmda á ótal svæðum ýmsra stórra hluta, sem í jarðlífinu og þoku sjálfselskunnar enginn má hugannað leiðn. Heilir herskarar þroskaðra anda voru að búast til að fara í leiðangra til annar.i pláneta en vorrar, eða til v eralda hinum megin við vort litla sólkerfi—því að allur alheimurinn er fullur og alskipaður ver- um, er allar hlýða lögum og stjórn sam- kvæmt vilja ósýnilegs stjórnara, sem eg hefi ekki séð, en þykist skynja að eg eigi eftir að þekkja sem ósýnilegan kraft, Hér finn eg það í fullum veruleik, sém J.'f öðrum vitrunum hefir Mr. Stead sagt svo frá, að slá eða bjálki liafi lostið sig f höfuðið í því er hann stökk, eða vildi slökkva fyrir bo.ð, og liafi það högg orðið sinn bani. 74 barnið verða rólegra meðan hún baðst fyrir. Sótthit- inn hvarf úr kinnunum og kvaladrættirnir minkuðu. Hún ætlaði að sigra; guð hafði heyrt bæn hennar. »Mamma, hvar ertu? Eg sé þig ekki; mamma, mér er kalt!« Ester þrýsti heitri kinninni að köldu andliti barnsins. »Mamma, vertu hjá mér, það er svo dimt og eg er svo hræddur.* Hún tók hann í fang sér og lagði hann að beru brjósti sínu til þess að verma hann. »Mamma er hjá þér, Sveinn, mamma fer aldrei burtu frá þér framar,* sagði hún kvíðafull. »Já.« Hann opnaði augun alt í einu. Pau Ijómuðu snöggvast eins og stjörnur og horfðu á hana, en svo sloknaði ljóminn í þeim og þau urðu sviplaus og starandi. Hún fann að hann varð þyngri og kaldari í fangi hennar. — Svo rétti hann sig aftur á bak tvisvar sinnum og var örendur . . . Hún rak upp kveinandi óp og lagði líkið í rúmið. Drengurinn hennar var dáinn! Guð sýndi henni enga meðaumkun, hann vildi ekki taka til greina iðruu hennar. Hann var guð hefndarinnar, sem refsaði án miskunnar. — Hún hafði ekki verið trúuð áður, en á þessari reynslustund hafði hún lagt alla sál sína á guðs vald, — með trúnaðartrausti, eins og barn —og þó . .. Hún steytti hnefana upp í loftið, að hinum svarta, snjóþyngda himni. Hún ógnaði og æstist í vanmegna örvæntingu. 75 Nú var alt úti, alt . . . alt sólskin var horfið og allri lífsgleði hennar Iokið, ekkert var eftir í lífi hennar annað en stór, ömurleg, endalaus eyðimörk, eilífur vetur. Hvað hirti hún um það, að vorið kæmi aftur. Hvað hirti hún um söng fuglanna og hinn gró- andi Iffskraft biómanna, nú, er það líf var slökt, er hún hafði sjálf borið í skauti sínu. Og hún vissi að sumarið mundi koma aftur með roðnandi rósir og sólhlýja daga, sumarið, sem lagði glitrandi, seiðandi litskraut yfir heiðina og hafið, — hafið, sem blikaði skínandi blátt með perluljóma — lýsandi, laðandi, — fráfælandi með djöfullegu valdi. Nú sat hún eftir, fátæk og einmana. Og hún vissi af öðrum, sem var orðinn eins fá- tækur og einmana þessa sömu nótt . . . eða öllu fremur tveimur — Ólafi og Axel, því að hún var sem dáin frá þeim báðum. Barnið hennar tók sál hennar með sér í gröfina . . . En mundi líkami hennar samt halda áfram að lifa, og ganga um sem vofa? Nei, hún ætlaði að fylgja barni sínu, koma bráð- lega á eftir því, — eftir lítinn tíma. Hvað gat nú frekar bundið hana við lífið! Pessi hugsun gerði hana stilta og rólega aftur. Hún fór að taka til í herberginu; hún flutti mynd- irnar og setti öll barnagullin í körfu, setti kerti í ljósastikurnar ogkveikti á einum lampa í viðbót, og

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.