Norðurland


Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 1

Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 1
N ORÐURL AND. 48. blað. Akureyri, 9. nóvember 1912. XII. ár. Heilsuhœlið á Vífilsstöðum. „Norðurlandi" hefir nýlega verið sent ársrit heilsuhœlisfélagsins 1912, og er blaðinu ánægja að minnast á það. Fyrst er lýsing á hælinu eftir Rögnvald Ólafsson byggingameist- ara. Húsið er vafalaust hin mesta og vandaðasta bygging hér á landi, og að öllum útbúnaði fullnægir hæl- ið þeim kröfurn, sem gerðar eru alment til slíkra hæla erlendis. þá kemur skýrsla um sjúkling- ana eftir lieilsuhælislækninn, Sigurð Magnússon. Heilsuhælið byrjaði að veita sjúk- lingum viðtöku 1. sept. 1910. Til ársloka það ár komu í hælið 49 sjúklingar; af þeim fóru 3 fyrir árs- lok en 4 dóu. Voru því 42 sjúkling- ar í hælinu í ársbyrjun 1911. Það ár.komu inn í- viðbót 130 sjúkling- ar; af þeim 172 fóru 75 á árinu en 24 dóu. Af þessum 179 sjúklingum, sem komið hafa í hælið frá 1. sept. 1910 til 1. jan. 1912 hafa þá 78 far- ið en 28 dáið; en þess ber að gæta, að 23 af sjúklingunum voru dauð- vona, er þeir komu, svo að þá verð- ur að draga frá tölu dáinna, ef bera skal saman árangurinn af veru sjúk- linga i ísl. heilsuhælinu og erlend- um heilsuhælum. Ennfremur dregur læknir frá í skýrslu sinni 5 sjúkl- inga, sem ekki beri að telja við slík- an samanburð. Tveir af þeim höfðu ekki berklaveiki (af þeim dó annar á hælinu); þrír höfðu að vísu berkla- veiki, en fóru burtu innan mánaðar. Þá eru eftir 78 af þeim, sem farn- t ir voru af hælinu 1. jan. 1912, og sézt þá árangurinn af þessari töflu: Þetta má kalla mjög góðan ár- angur, og hann er alt eins góður og á erlendum heilsuhælum yfirleitt. Lækningaraðferðin erí aðalatriðun- um hin sama og á samskonar heilsu- hælum erlendis. Aðalmeðulin eru hreint loft, fitun, hvíld og stœling. Þá eru skrár um heilsuhælis- félagsdeildirnar og tillög frá þeim, um áheit og gjafir til hælisins, og um ártíðaskrárnar. Er það eigi all- lítið fé, sem hælinu hefir þannig áskotnast, eða alls frá 1. nóv. 1906, er heilsuhælisfél. var stofnað, 68,584 kr. 42 au. Það er ánægjulegt að sjá, hve almenningur hefir látið sér ant. um þessa. stofnun, en þá 'má líka minnast hins eindregna áhuga ein- stakra manna og óþreytandi elju þeirra að koma hælinu á fót og hlynna að því síðar, einkum Guðm. Björnssonar landlæknis, sem sýnt hefir dæmafáan áhuga, dugnað og hagsýni í þessu mikla velferðarmáli. Þá eru reikningar: yfirlit um reksturskostnað hælisins frá 1. sept. 1910 til ársloka 1910, samskonar yfirlit fyrir árið 1911 og reiknings- yfirlit heilsuhælisfél. frá stofnun þess í nóv. 1906 til ársloka 1911. Á reikningsyfirliti heilsuhælisfél. má sjá, aðbyggingar hælisins með út- hýsum (þar með talin vatnsleiðsla, hitatæki, ljósfæri, girðingar, vega- kostnaður o. fl.) hafa kostað 274,701 kr. 23 au., en húsbúnaður og á- höld allskonar og viðhald á þeim síðan 29,672 kr. 71 eyri. Styrkur úr landssjóði var við árslok 1911 ekki orðinn meiri samkv. yfirlitinu en 29,333 kr. 33 au. en á sama tíma námu hinar frjálsu gjafir og tillög 68,584 kr. 42 aurum, svo sem áður er sagt (-(- rentum af því, 2,460 kr. 47 au, samtals 71,044 kr. 89 au ). Skuldir, sem hvíla á fél, voru 3I/i2 ’ll um 260 þús. kr. Akureyri hefir lagt litla rækt við heilsuhælið síðari árin, og hér er engin föst deild heilsuhælisfélags- ins. \ Nýjar bœkur, Jón Trausti. Sögur frá Skapt- áreldi á seinni hluta átjándu aldar. I. Reykjavík. Bóka- verzlun Sigurðar Kristjáns- sonar. 1912. Sögar þessar gerast á þeim hörm- unga tímum, þegar gígirnir hjá Laka spúðu eldi og brennisteini yfir landið og eyðilögðu bygðir og býli. Voru eldgos þessi orsök til Móðurharðind- ana, sem kunnugt er. í formálanum farast höf. orð á þessa leið: »Sögur þær, sem hér birtast, eru auðvitað fyrst og fremst skáldsög- ur Sannir atburðir eru aðeins notað- ir fyrir umgjörð. Samt vildi eg feg- inn, að þær bæru þeim nokkurn sann- an fróðleik, sem ekki lesa sagnfræð- isrit að jafnaði.« Sagan lýsir skýrt þeim hræðilegu náttúruumbrotum, er áttu sér stað ár- ið 1783. Hefir höf. haft fyrir sér rit síra Jóns SteingrímssOnar um Skaft- áreldana, og getur hann þess f for- málanum, enda ekki á nokkurs manns færi að skrifa aðrar eins lýsingar án glöggra heimildarrita. Að öðrum þræði segir svo sagan frá þeim mönnum, sem uppi voru um þetta leyti og heima áttu á eldgosa- svæðinu. í sálum þeirra voru líka um- brot eins og í náttúrunni. Mannlegar ástríður og hugarhræringar brjóta oft af sér skurnið eins og eldurinn í ið- rum jarðarinnar, og valda spillingu og eyðileggingu í blómlendi andans. Það er svo margt svipað um náttóruöflin og sálaröfl mannsins. Hvorttveggja get- ur orðið svo skelfilegt, þegar taum- haldinu sýnist vera slept. Jón Trausti er hamhleypa að rita, svo að hann á víst engan sinn lfka í því efni meðal skálda vorra. En ekki munu vera eins skiftar skoðanir um skáldrit nokkurs höfundar eins og um sögur hans. Sumir hefja þær upp til skýjanna og telja þær taka öllu öðru fram sama efnis. Aðrirtelja sögur hans eigi eiga annaðjskilið en fyrirlitningu eina. Hér eru að sjálfsögðu öfgar á báðar hlið- ar. Áreiðanlega væri tilfinnanleg eyða í nútímabókmentir vorar, ef skáldrit Jóns Trausta væru þaðan horfin. En á hinu mun lítill vafi, að skáldið í Jóni Trausta hefir verið skemt með oflofi. Hóflegar aðfinslur, bornar fram af hlýjum hug, eru langtum hollari en takmarkalaus gullhamrasláttur. Þessi nýútkomna saga Jóns Trausta er hvergi leiðinleg, en hún er heldur hvergi verulega hrifandi. Með enga persónu sögunnar fer höf. svo, að hún verði lesaranum verulega kær, eða geti orðið til fyrirmyndar, nema ef vera skyldi síra Jón Steingrimsson, enda er hann sannsöguleg persóna. Vigfús er gerður að manndrápara eða því sem næst, og þótt hann iðrist mjög, getur lesarinn elcki gleymt því tiltæki ,Y.. W — nauðsynlegur réttritunarleiðarvísir fyrir hvern niann — kostar að eins 35 aura og fæst hjá bóksölum. 112 hafði hugsað sér að færa fyrir þessari heimsókn, gleymdust á svipstundu er hún hringdi. Hún fyrirvarð sig fyrir hvað hún var fröm og nærgöngul, og blóðroðnaði. Hún vildi þá helzt hlaupa burt aftur sem fætur toguðu, svo að enginn yrði hennar þarna var, og Ólafur vissi aldrei að hún hefði komið. Hann hafði svo sem sýnt það berlega, að hann vildi ekkert hafa saman við hana eða fólk hennar að sælda framar. . Öldruð kona opnaði dyrnar. »Hvað viljið þér?« spurði hún án þess að opna- hurðina nema til hálfs. »Eg vildi gjarna tala við lækninn.* «Læknirinn er ekki heima, eða það er að segja, hann tekur ekki á móti neinum gestum. Hann er að búa út farangur sinn, því að hann fer burtu snemma í fyrramálið.« Á fyrramálið! þá má eg til að tala við hann áð- ur,« sagði Lilja og gekk hvatlega inn í anddyrið án þess að láta fáleik konunnar aftra sér. Konan virti forvitnislega fyrir sér þessa einbeittu, ungu stúlku, og hefir líklega verið að brjóta heilann um það, hvað hún mundi svo sem geta viljað lækn- inum. Ekki gat hún verið sjúklingur, því að læknir- inn hafði ekki tekið á móti neinutn sjúklingi í lang- an tíma. »Hver vill finna lækninn?« spurði hún önug. »Ungfrú Lilja Holm,« 109 Ólafur Hansen skrifað föður hennar og sagt honum, að hann ætlaði bráðlega að fara til Indlands og dvelja þar nokkur ár, og þessvegna væri hann neydd- ur til að segja af sér húslæknisstörfum hjá honum sem öðrum. Hann benti honum á annan lækni í sinn stað, og lofaði að skýra nákvæmlega fyrir hon- um, hvernig veikindum konu hans væri háttað, e hann vildi taka hann sem lækni sinn. Síðan hafði Ólafur ekki komið þar í húsið. Stórkaupmaðurinn og frúin voru mjög óánægð yfir því, að hann skyldí segja þeint upp læknishjálp sinni svo ónærgætnislega og óvingjarnlega. Frúnni félst líka ntikið til um það í fyrstu, að þurfa nú að trúa öðrum lækni fyrir hinum veiku taugum sín- um. En henni gazt svo vel að nýja lækninum, að hún sætti sig brátt við skiftin. Ólafur Hansen hafði æfinlega verið strangur og kröfuharður og aldrei haft meðaumkun með veik- leika hennar. — En nýi læknirinn hlustaði á kvein- stafi hennar með hluttekningu og lét hana æfinlega hafa eitthvað sem henni batnaði af. — Og svo ráð- lagði hann henni að létta sér upp og skemta sér, og hún fann einmitt að hún þurfti þess , . . en Ólafur Hansen kvaldi sjúklinga sína sífelt með þessu kyrláta og reglubundna lífi. Og þegar Hóltn kaupmaður hafði hugsað sig um nokkru nánar,- var hann líka ánægður yfir því að vera laus við Ólaf Hansen. í raun og veru hafði hann

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.