Norðurland


Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 3

Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 3
Ljót aðdróttun. Arthur Oook, trúboði hér í bæ, hefir skrifað í síðasta >>NI.« grein nokkra um Mr. Stead og andatrúna. 1 grein þessari minnist höfundur hennar á Indriða heit- inn Indriðason miðil, og gerir það á þann hátt, að naumast er sæmandi fyrir nokk- urn mann, sízt af öllu trúboða. Hann gef- ur. það í skyn, að á samifomum andatrú- armanna hafi Indriði læðst um gólfið og flutt sjálfur þá hluti til, er andarnir áttu að flytja. Hann dróttar því þannig að Ind- riða heitnum ódrengilegum svikum við miðilsstarf 'sitt. Þessi aðdróttun er bæði óviturleg og ógeðsleg. Á meðan Indriði var á lífi, spöruðu sumir menn ekki að ófrægja hann á allar lundir fyrir þær sak- ir einar, að hann var gæddur miðilsgáfu, og ýms merkileg fyrirbrigði gerðust í návist hans. Jeg hafði nú talið víst, að þessar ófrægingar mundu niður falla, eftir að hann var dáinn, en Mr. Gook sýnist ætla að halda þessum ófagra leik áfram, og mætti skjóta þeirri spurningu að honum, hvort það sé í anda Krists, sem hann er svo málóði um, að kasta fram órökstuddum getsökum um nýdáinn mann, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér og reyna á þann hátt að rýra mannorð hans. Þessi ljóta aðdróttun kemur heldur ekki vel heim við önnur ummæli höf. í sömu grein. Hann segir, að miðilsstarfið hafi réynt svo á krafta lndriða, að liann hafi fengið tæringu og dáið á unga aldri. Naumast er nú hugsanlegt, að nokkur geti fengið tæringu af því að læðast um gólf á »sauðskinnsskóm«(!) En veit nú Mr. Gook nokkra lifandi vitund um það, hver orsökin var til sjúkleika Indriða? Fæstir tæringarsjúkir menn munu nokkurntíma hafa verið við riðnir andatilraunir. Sann- leikurinn er sá, að Gook veit ekkert um þetta, sem hann er að fullyrða. Hann talar bara út í vindinn, og verður því ekkert á orðum hans bygt. Jeg var viðstaddur nokkrum sinnurn, þegar fyrirbrigði gerðust i sambandi við lndriða heitinn. Engum var hugleiknara um en honum sjálfum, að nákvæmar gætur væru á því hafðar, að engar brellur frá hans hendi gætu átt sér stað. A meðan stóð á flutningunum, sem Mr. Gook minnist á, sat maður við hlið miðilsins og hélt um hendur hans, og var því engum brögðum hægt fram að koma af hans hendi, þó að hann hefði viljað, sem eg er sannfærður um að ekki kom til. Eg er þess fullviss, að fyrirbrigðin gerð- ust svikalaust frá miðilsins hendi og allra annara, er viðstaddir voru. Hvaðan þau annars hafa stafað, skal eg ekkert um dæma. En mér þykir einna ótrúlegast, að þau hafi stafað þaðan, sem Gook vill vera iáta. Eg trúi því ekki, sem hann heldur fram, « að djöfullinn eða útsendarar lians séu að prédika fyrir mönnum æðsta boðorðið: kærleikann til guðs og manna, eins og oft á sér stað við fyrirbrigðin. Ingimar Eydal. 5» Húsnœuisleysi f Reykiavik Mælt er að svo ramt kveði að hús- næðisleysinu í höfuðstaðnum, að'fjöldi tólks verði að láta fyrirberast í skúr- um og úthýsum og jafnvel í opnum skýlum, og að sumstaðar búi alt að IO manns < smáherbergjum. Svona var ástandinu lýst f fyrri hluta októbermán- aðar, og þá talið líklegt að það mundi versna stórum síðar, þegar allir væru komnir til bæjarins, sem þar ætluðu að dvelja í vetur. Einsöngur. Frú Johanne Sæmundsen söng ein- söngva f Goodtemplarahúsinu 3. þ m. Hún söng tólf lög, öll vel valin. Hún hefir allmikla rödd, og vel æfða, og söng sum lögin ágætlega. Einkum naut söngurinn sfn vel, þar sem efnið var alvarlegt eða viðkvæmt og þýtt. Aft- ur á móti bar fullmikið á tilburðum söngkonunnar sumstaðar, en vantaði þrótt í sönginn, að vorum dómi, er efnið lýsti áköfum tilfinningum. Frú Matthiasson lék undir á slag- hörpu (Fortepiano) og fórst það á- gætlega eins og jafnan áður, er hún hefir aðstoðað við slíka söngva. Galileo Galilei. í borg einni á Ítalíu, er Pisa nefn- ist, fæddist 18. febr. 1564 sveinbarn, er hlaut nafnið Galileo Galilei. Faðir hans var mentaður maður, átti mörg börn, en skorti fé. Ætlaðist hann svo til í fyrstu, að sonur sinn Galiiei skyldi, þá hann yæri orðinn nógu þroskaður, fást við kaupsRap. Af því varð þó ekki. Drengurinn gekk í latínuskóla og tók þar svo góðum framförum við námið, að faðir hans ákvað, að hann skyldi að því námi loknu ganga í háskóla og verða læknir. Taldi hann af því mesta fjármunalega hagsmunavon fyrir sig og börn sín. Aldrei varð þó af því, að Galilei yrði læknir. Meðal annars, er G. las á háskól- anum, voru verk Aristoteles hins forn- gríska spekings. Ein af kenningum hans var þessi: Falli tveir hlutir til jarðar, og annar þessara hluta sé helmingi þyngri en hinn, þá fellur sá þyngri með helmingi meiri hraða en sá léttari. Aristokles hafði þó aldrei rannsakað þetta, og enginn haíði rannsakað það alt til þessa tíma, en spekingur þessi hugsaði að svona hlyti það að vera, og menn hötðu trúað því í 2000 ár að þetta væri alveg rétt; enginn dró það í efa; menn trúðu því í blindni eins og mörgu öðru enn þann dag í dag. Svo ber það við einn dag árið 1583 — þá var G. um það að vera 19 ára, að hann (G.) var staddur i dókirkjunni í Pisa; í kirkjunni héngu tveir ljósahjálmar ólíkir að stærð í jafnlöngum keðjum. Hjálmarnir höfðu komist á hreyfingu og sveifluðust fram og aftur. G. tók eftir því, að hjálmarnir fylgdust að í sveiflunum. Þá kemur honum f hug kenning Ar- istoteles um fall hlutanna. Hann fer að hugsa um, að samkvæmt þeirri kenningu eigi stóri ljósahjálmurinn að sveiflast miklu hraðara en sá minni, þvíiað þessi hreyfing hjálmanna sé í raun og veru ekkert annað en fall þessara hluta, þó að það sé ekki lóðrétt, af því að keðjurnar haldi þeim uppi. »Hvernig getur þessu verið varið?« hugsaði hann; »Hjálmarnir verða altaf hvor öðrum samferða, og þó eru þeir svona misstórir. Getur það verið að Aristo- teles hafi rangt fyrir sér? Það lítur svo út. Og allir lærðu mennirnir hafi lifað í þessari villu í 2000 ár, og eg taki fyrstur eftir þessu?« Galilei hefir nú ekki augun af bjálmunum og er í djúpum hugsunum yfir þessu. Er annars nokkurt vit í þessari kenn- ingu?« hugsar hann. Og hann fer að spyrja sjálfan sig : »Geti hestur hlaup- ið 3 mílur á klukkutíma og annar hestur sé jafnfljótur, geta þeir þá hlaupið 6 mílur á einum klukkutíma, ef þeir væru bundntr satnan ? Nei, það liggur í augum uppi, að það geta þeir ekki. Og ef eins punds lóð fellur 16 fet á einni sekundu og annað jafn þungt lóð fellur jafnlangt á sama tíma, falla þau þá með tvöfalt meiri hraða aðeins fyrirþað, að þau eru bundin saman og eru þá að þyngd sama sem eitt tveggja punda lóð? Það er með öllu óhugsandi.« Galilei varð eirðar- laus yfir því, að j fá ekki þessa gátu leysta til fulls, þvíað hann lét sér ekki nægja að byggja fastar ályktanir á hugsuninni einni saman, hann varð að gera ítarlegar tilraunir til þess að komast að skýrri niðurstöðu um þetta, svo að enginn gæti efast um sannleikann. Þessar tilraunir gerði hann og komst að nýjum sannleika, sem mönnum hafði verið dulinn áður, og ruddi um leið villunni úr vegi. Þessi sannleikur var í því fólginn, að allir hlutir hafa sama fallhraða og falla nákvæmlega eftir stærðfræðilegum reglum, sem hér verður ekki farið út í. Dúnfjörðurin fellur með sama hraða og þúsund punda þung blýkúla, í fæstum orðum „ sagt: sá léttasti og þyngsti hlutur á jörðinni falla nákvæmlega með sama hraða, það er óraskanlegt náttúrulög- mál, ef ekkert hindrar það; en sú hindrun á sér vanalega stað, og það er mótstaða loftsins; þetta lögmál gildir aðeins í loftlausu rúmi. Að þessu sé svona varið, getur hver og einn sannfærst um af tilraun, sem allir geta gert. Við tilraunina þarf ekki annað en pening og pappírsmiða. Menn geta fyrst látið peninginn falla úr annari hendi sér,pappírsmiðann úr hinni; peningurinn er ekki lengi að detta niður á gólf, en pappírinn er dálitla stund að byltast um og kemur nokkru seinna niður. Þetta stafar ein- göngu af því, að mótstöðu lofsins gætir meira gagnvart pappírsmiðanum, af því að yfirborð hans er miklu stærra en penings í hlutfalli við þyngdina. Taki maður aftur á móti pappírsmið- ann og leggi hann ofan á peninginn, svo að hann fallivel að honum, og láti síðan peninginn detta með miðanum á, þá kemur hvorttveggja jafnsnemma til jarðar, af því að þá þarf pappírinn ekki að yfirvinna mótstöðu loftsins. Galilei er merkastur fyrir það, að hann er einn þeirra manna, er lagt hafa undirstöðu að náttúruvísindum nútímans. Hann lét sér ekki nægja að draga ályktanir út af hugsuninni einni saman, svo sem margir höfðu gert á undan honum, heldur tók hann upp þá aðferð að leggja spurningar fyrir náttúruna sjálfa og láta hana svara. 116 Mér hefir liðið svo Ílla yfir því að mega ekki fara til hennar og stunda hana. Finst yður ekki, að það hafi verið synd gagnvart henni að eg fór ekki? Ef þér hefðuð ekki farið svo fljótt frá okkur, er eg viss um að þér hefðuð getað séð svo um, að eg hefði fengið að fara. »Haldið þér það ekki?« »Jú.« Ólafur stóð snögglega á fætur, gekk að skrifborðinu og settist þar. Hann sneri að hertni bakinu, studdi* höndum und- ir höfuð sér, og virtist sokkinn niður í þungar hugs- anir og hafa gleymt að nokkur var hjá honum. — Og þannig sat hann meðan rökkrið færðist yfir. Loks sló aðeins daufri glætu inn um giuggann, og bar Ólafur við hann eins og skuggamynd. . . Ekkert hljóð heyrðist utan af götunni. . . f*að var eins og kyrðin fylgdi myrkrinu. Það færðist inn í herbergið, þungt og þreytulegt, og lagðist þar til hvíldar, og það breytti augnablikunum í klukkustundir. Pað var ömurlegt og vonleysislegt að sitja svona í myrkrinu hjá þessum þögla og undarlega manni, Lilja gat ekki þolað það lengur. Hún stóð á fætur. »Verið þér sælir, nú fer eg,« sagði hún, en skjálfti var í röddinni, og þurfti ekki eins glöggan mann og Ólaf til að heyra það. Hann spratt á fætur, tók um báðar hendur henn- ar og þrýsti þeim fast. 113 Konan lét hana bíða í forsalnum, lokaði honum, en fór sjálf inn í næsta herbergi og skildi eftir hurð- ina í hálfa gátt. »Ungfrú Lilja Hólm vill fá að tala við lækninn,« mælti hún. »Ungfrú Lilja Hólm! Hafið þér ekki sagt, að eg tæki ekki á móti neinum gestum?« spurði Ólafur. Lilja heyrði það á málrómnum, að hann var gram- ur yfir því að vera ónáðaður. »Jú, sannarlega, herra læknir, eg sagði að þér tækjuð ekki á móti neinum framar, en stútkan fór samt inn gegn vilja mínum,« mælti konan í afsök- unarrómi. »Það hlýtur að vera eitthvað meir en Htið áríð- andi, þar sem hún sækir þetta svo ákaft,» bætti hún við og skotraði augunum forvitnislega til Ólafs, til þess að sjá hvernig honum yrði við. Ólafur skildi undir eins þetta forvitnistillit kon- unnar. »Biðjið þér ungfrúna að koma inn. Eg hefi verið heimilislæknir hjá foreldrum hennar, svo að það er eðlilegt, að hún vilji spyrja mig að ýmsu áður en eg fer burtu,« mælti hann og stóð upp frá skrif- borðinu. Hann hneigði sig vandræðalega fyrir Lilju, er hún kom inn til hans. »Hverju á eg þann heiður að þakka að þér heim- sækið mig?« spurði hann, meðan hann var önnum

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.