Norðurland


Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 4

Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 4
184 Nl. Það var líka miklu ábyggilegra. Menn- irnir hafa það til að segja alt ósatt, stundum vísvitandi, stundum óafvitandi, en náttúran lýgur aldrei. Menn kunna að misskilja svör hennar stundum, en hún segir aldrei ósatt, heldur játar þegar játa ber og neitar þegar hún á að neita. Galilei varð síðar háskólakennari og stundaði vísindin af miklu kappi og leiddi margvísleg ný sannindi í Ijós. Hann bjó til stjörnukíki, eða endur- bætti hinn svonefnda hollenska kíki, og í honum sá hann marga merkilega hluti um vfðan geim. T. d. sá hann að plánetunni Júpiter fylgdu 4 tungl, að kvartilaskifti voru á Venus eins og tunglinu o. s. frv. Hann ritaði um þessi efni, og í ritum sínum studdi hann kenningu Kópernikusar um sól- kerfið. En sú kenning var í því fólgin meðal annars, að jörðin- gengi 1' kringum sólina, en sólin ekki kringum jörðina eins og menn höfðu áður trúað. En þá var þjónum kirkjunnar að mæta. »Margt af því, sem G þykist hafakomistaðog heldur fram að sé rétt, stríðir á móti orðum ritningarinnar«, sögðu þeir. Galilei bauð mönnum þessum að líta í kíki sinn, þá gætu þeir með eigin augum séð, það sem hann hefði séð; en til þess voru þeir ófáanlegir; í fyrsta lagi af því, að þess gerðist engin þörf, því aðþeir vissu það, að engir blettir^væru á sólinni, þeir vissu það, að engin tungl gengju í kringum Júpiter o. s. frv., þeir voru vissir í sinni sök og þurftu ekki að rannsaka það, sem þeir vissu ! í öðru lagi sögð- ust þeir ekkert vilja fást við þetta djöfulsins galdraverkfæri, þar sem kfkirinn hans Galilei var. Galilei kvartar sáran yfir þessum mönnum í bréfi einu, er hann ritaði vini sínum og skólabróður Keppler. Hann kvartar yfir þeirri blindni [>eirra, að þeir álíti að öll vísindi og allan sannleika sé að finna í einhverri á- kveðinni bók, en séu ófáanlegir til að leita sannleikans í alheiminum og rfki náttúrunnar. Nú byrjuðu ofsóknir gegn G. Allar bækur, sem héldu þvf fram, að jörðin hreyfðist, voru gerðar upptækar árið 1616. G. varð því ákafari að halda iram skoðun sinni. Þá kom málið fyrir hinn heilaga rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar. Urskurður hans var á þá Ieið, að skoðun G. um hreyfingu jarðar- innar stríddi á móti guðsorði og væri þvf villikenning. Eftir það hafði G. sig lítið frammi með kenningar sínar, en vann í kyr- þey, og hélt rónnsóknum sínum áfram. Seinna gat hann þó ekki á sér setið. Hann sárlangaði svo til að tilkynna heiminum hin nýju sannindi. Þessvegna skrifaði hann bók um alheimskerfið og fékk hana prentaða. Bók þessi er í samtalstormi og er talinn eitt hið merkasta vísindarit, Efni bókarinnar er að sýna fram á, að hin gamla hugmynd um alheiminn, Ptolomæusar- kerfi, sem kallað er, sé röng, jörðin sé ekki miðja alheimsins. í bók þessari verður sú skoðun ofaná um alheims- kerfið, sem hinn mentaði heimur hefir nú kannast við fyrir löngu að sé rétt. Nú varð alt f uppnámi. Mótstöðu- menn G. reyndu að sannfæra páfann um, að bókin væri stórhættuleg fyrir kirkjuna og að páfinn sjálfur væri svívirtur í henni. Hann setti þá kardínáianefnd til þess að yfirfara bókina, og sú nefnd vísaði málinu til rannsóknarréttarins. Galilei var nú stefnt til Róm árið 1633. Málinu lyktaði á þann veg, að farið var með G. inn í píningasalinn og honum sýnd píslarfærin. Þá lét hann undan sfga, enda var hann orðinn gamall og far- inn að heilsu. Næstum því nakinn varð þessi æruverði öldungur að falla á kné frammi fyrir rannsóknarréttinum og sverja þess dýran eið, að jörðin stæði kyr. Munnmælin segja, að þegar hann stóð upp aftur, hafi hann sagt í hállum hljóðum: »en hún hreyfist samt«, en víst er talið, að það sé skröksaga, því að slíkt mundi ekki hafa verið þolað, þótt hann að sjálfsögðu hafi hugsað á þessa leið. Að þessu búnu var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og átti að lesa á viku hverri sjö iðrunarsálma sér til yfirbótar. Siðustu ár æfi sinnar var Galilei blindur, en andi hans hélt áfram að starfa. Hann andaðist árið 1642 í örmum tveggja ungra vina sinna, sem síðar urðu nafnkunnir vísinda- menn. Jafnvel eftir andlát hans, hélt kirkjan áfram að ofsækja hann Dóm þann, er feldur var yfir Galilei, geta menn lesið orðréttan í 4. hefti Skfmis árið 1908. Það er einn af hin- um illræmdustu dómum mannkynssög- unnar. X SKIFT AFUNDIR verða haldnir hér á skrifstofunni í eftirnefndum búutn daga þá, er hér segir: 1. Þrotabúi Wilh. M. Jónssonar, Siglufirði, 22. þ. m. kl. 12. á hád. 2. Dánar- og þrotabúí Quðm. S. Th. Guðmundssonar, s. d. kl. 4. e.jh. 3. Dánar- og þrotabúi Jóhanns Jónssonar, Litlaskógssandi 25. Þ. m. kl. 12. á hád. í þessum búum verða skipti væntanlega til lykt^ leidd. 4. Þrotabúi Davíðs Ketilssonar, Akureyri, 25. þ. m. kl. 4. e. h. 5. Dánar- og þrotabúi N. Lilliendals. 27. þ. m. kl. 12. á hád. í þessum tveim búum verður framlagt yfirlit yfir eignir og skuldir. 6. ÞrotabúiFriðriks Kristjánssonar, 27. þ. m. kl. 4. e. h. (framhalds-fundur), Bæjarfógetinn á Akureyri 8. nóvember 1912. GuðL Guðmundsson. • ♦ ••••••••••••••••••••••••••••• Símfréttir til „Nls“ frd Reykjavík í dag. April, einn hinn nýi botnvörpung- ur ísl. sektaður um 1000 kr. fyrir ólöglega veiði. Stríðið. Grikkir hafa tekið Prevyza, vig- girta borg syðst i Albaníu við sjó fram. Serbar hafa tekið Bitolia eða Món- astir, stóra borg vestan til i Make- dóniu, Stórorusta varð með Búlgurum og Tyrkjum við Tschorlu (Korlú), litinn bœ eigi alllangt vestur frá Miklagarði. Ógurlegt mannfall báð- um megin. Tyrkir biða ósigur og verða að láta undan síga. Tyrkir hafa beðið stórveldin að skerast i leikinn en enga áheyrn ýengið. Forsetakosning í Bandarikjuijum. Wilson hlaut Roosevelt — Taýt 442 atkvœði. 77 — 15 — Verzlunarhús Tangs i Stykkishólmi brunnin. Tveir útlendir botnvörpungar strand- aðir, annar á Önundarfirði hinn á ísafirði. Talið víst að þeir náist út. X Dómur er nú fallinn í máli því, sem herra Kristján Benjanímsson sýslunefndar- maður á Ytri-Tjörnum höfðaði gegn Birni Jónssyni, útgefanda »Norðra« fyrir meiðyrði í nafnlausri grein í blaðinu í fyrravetur; er útgef. blaðs- ins dæmdur til að greiða stefnanda 20 krónur í sekt og að auki 15 krón- ur í málskostnað. — Meiðyrðin eru og dæmd dauð og ómerk. Hversu mörg ummæli skyldu það verða í því blaði, sem ekki yrðu dæmd dauð og marklaus, ef til dóms kæmi ? X Sextánmælt. (Vetrarvísa). Flýr heill. Fölna vellir. Felst sól. Dimmir njólu. Hleðst fönn. Falla hrannir. Frýs lind. Snáast vindar. Kell barr. Þroski þverrar. Þraut gín. Kjarkur dvínar, Hlœr ýeigð. Fjötrast bygðir. Ferst líf. — Drottinn hlífi! A. Þ. 114 kafinn að draga til nokkur kofort, til þess að geta látið Lilju setjast í hægindastólinn, sem var hið eina af húsbúnaðinum í stofunni, sem bar ekki einhvern vott um brottflutninginn. Lilja stanzaði á miðju gólfmu. Henni lá við gráti yfir þessari óvingjarnlegu kurteisi hans. »Eg kom af því að mig langaði til þess að sjá yður einu sinni enn áður en þérfæruð,« svaraði hún og stóð á öndinni. »Eg veit vel að þér munduð helzt hafa viljað vera laus við mig nú, og að yður finst það óhæfa og nærgengni af mér að koma til yðar, — en eg kom af því, að mér þykir vænt um yður, og að eg hélt að það gleddi yður ef til vill einhverntíma að vita, að hér heima væri einhver, sem þætti vænt um yður og hugsaði til yðar með hlýjum hug, er þér eruð komnir í hið ókunna land. Þér megið ekki reiðast mér fyrir það að eg ónáða yður, eg skal fara eftir ofurlitla stund, ef þér viljið lofa mér því, að muna það að þér eigið gamlan vin og tryggan, þar sem eg er.« Hún sagði síðustu orðin með sannfæringaralvöru. Hún var hvorttveggja í senn, svo ákaflega skopleg og yndislega elskuleg við hina barnslegu tilraun til að vera alvörugefin og móðurleg vinkona, að hið kalda hjarta Olafs glúpnaði við að horfa á hana. »Eg væri þá vanþakklátasti mannhundur á jörð- £j ni, ef eg væri reiður við þig, kæra Lilja litla, fyrir 115 það að þér sýnið öðrum eins þverhaus og mann- hatara og mér vinahót með því að heimsækja mig. Eg hefi oft verið vondur við yður og haft ánægju af að stríða yður. En nú skarið þér glóandi kolum að höfði mér með því að gefa mér tækifæri til að biðja yður fyrirgefningar á því. Setjist þér niður, við skulum tala ofurlítið saman. Mér þykir mjög vænt um að þér eruð komnar. Menn geta þó ekki alveg verið án annara, það finn eg nú, þegar^þér eruð komnar,« Hann settist á kofortið beint á móti henni og horfði á hana. »Þér eruð vissulega orðnar ráðsett og alvarleg, roskin kona síðan eg sá yður síðast,« sagði hann hlæjandi. »Eg hefi líka orðið fyrir mikilli sorg síðan.« »Fyrirgefið, að eg gleymdi því nú snöggvast. Já, þér hafið orðið fyrir sorg, en nú er Ester, frú Est- er farið að batna aftur.« »Ó, það veit guð, hvort henni er að batna. Mamma og pabbi halda það, en eg er alls ekki á- nægð með bréfin frá Krabbe; mér finst þau öll svo vonleysisleg, jafnvel þó að hann segi að Ester sé betri og fari bráðum að fara á fætur, og að hann voni hins bezta nú, er vorið er komið og hún sé orðin svo hraust líkamlega. Mér finst það aðeins vera orðin tóm, og sögð til þess að dylja hvernig ástatt er. (Fyrir nokkrum árum flutti »N1.« allmörg erindi sextánmælt, eftir ýmsa höfunda; höfðu margir gaman af því. Nú vill það brjóta upp á því að nýju, og vita hvort fleiri vilja þreyta hátt- inn). Sigurjóna Jónsdóttir prjónakona, Brekkugötu 21, tekur að sér alls- konar prjón fyrir lágt verð. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. ’ Böðvar Jónssoi), cand. juris, Málaflutningsmaður. Hafnarstræti 92 (Edinborgarhús) Akureyri. Heima kl. 10—11 og 2—3. Talsími 12. 111 Abyrgðarmaður: Adam Þorgrímsson. Prentsraiðja Odds Björnssonarf

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.