Norðurland


Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 2

Norðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 2
Nl. 182 hans. Það gettgur illa að fá verulegt traust á þeim manni, sem einu sinni hefir ætlað að drepa saklausan mann. Guðrún er tvívegis gerð að trygðrofa, af hégónilegum ástæðum í fyrra skiftið. Guðfinna er hið mesta skass og glæfra- kvendi, og hugsar aldrei anrn-ð en það, sem ilt er og óguðlegt; en hún er lesaranum með öllu óskiljanleg, og ekki er reynt að gera þess neina grein, hvers vegna hún er svona afskaplega vond. Ólafur gamli ísleiksson, forn- eskjukarlinn, mun verða lesaranum einna minnisstæðastur, og helzt munu menn bera samhygð með honum. Þessa sögu sýnist vanta þunga- miðju, sem allir smærri atburðir séu tengdir við, og er það mikill galli. Yfirleitt sfendur þessi saga að baki öðrum sögum Jóns trausta, sem út hafa komið, að minsta kosti sumum þeirra, og er ilt til þess að vita. Með þessari sögu hefir höf. tekist að ná því marki sínu, að veita þeím, sem söguna lesa, nokkurn sögulegan fróðleik, og honum hefir lika tekist að gera hana svo úr garði, að marg- ir hafa án efa skemtun af að lesa hana. Að öðru leyti er bókmentum vorum lítill gróði að þessari sögu. 4 Ingólfur og „þrœlalögin“. Pað er siður óhlutvandra manna, að velja mótstöðumönnum sínum, og þeim málefnum, sem þeir berjast móti, hæðileg nöfn og svívirðileg. Einkum á þetta sér stað hjá þeim, sem illan mál- stað hafa að verja og snauðir eru af skynsamlegum og réttmætum rökum. Þessi vopn, þó óheiðarleg sé, bíta oft furðu vel í höndum þeirra, sem leiknir eru að fara með þau. Þess vegna hefir margt þarft og gott mál- efni átt örðugt uppdráttar í fyrstu, meðan reynslan hefir ekki náð að ieggja sitt þunga lóð í metaskálina. Ekki voru aðflutningsbannslögingöm- ul, þegar mótstöðumenn þeirra skírðu þau á skrifstofu sinni og nefndu þau »þrælalögin«, og hefir það nafn verið óspart notað síðan í baráttunni gegn þeim. Sjálfsagt hefir þetta rangnefni átt að vekja óhug hjá þjóð vorri á lögunum, og hefir, ef til vill, gert það að einhverju leyti, því að reynsl- an sýnir, að nafnið eitt getur haft af- ar-mikil áhrif á framgang hvers mál- efnis. Þjóð vor hefir ýmugust á öllum þrældómi, eins og von er, og þess- vegna var um að gera að hnýta þræls nafninu við lögin, til að reyna að koma óbeit á þeim inn hjá þjóðinni, reyna að koma því inn í tilfinning manna, að lögin geri þá að þrælum. Miklu hafa andbanningar eytt af sín- um dýrmæta tíma í að sanna réttmæti þessa nafns, þótt þeir hafi átt erfitt með það, og væri því ekki úr vegi, að athuga þá hlið málsins dálítið nánar. Tökum dæmi af tveimur mönnum. Annar þeirra hleypur eftir öllum fýsn- um sínum og tilhneigingum og reynir að svala þeim á hvern þann hátt, sem bezt gengur. Hinn breytir þvert á móti: hefir vald yfir gerðum sínum, og er, í fám orðum sagt, sinn eiginn herra. Hver þeirra er frjálsari maður? Hver þeirra stendur betur að vígi gagnvart áhrifum utan að? Það verð- ur sjálfsagt dómur allra réttsýnna marina, að hinn st'ðar taldi sé frjáls maður og sjálfstæður, en hinn þræll síns verra manns, og í alla staði lítilsvirði. Hið sama á sér stað um þjóðirnar. Það þjóðfjelag, sem einn góðan veð- urdag segir: »Nú hætti eg að neyta áfengis«, leggur engin þrælsbönd á sig. Það brýtur þvert á móti af sér gamla hlekki og er frjálsara eftir en áður. Hin þjóðin, sem ekki treystist að létta farginu af sér, heldur áfram að lifa í þrældómi. Pvi að það eina og sannasta frelsi er, að hafa þroska til að setja sér lög og halda þau. Pau lög, sem vér setjum oss sjálfir, gera oss ekki að þrælum. En hafi það verið hugmyndin fyrir andbanningum, að aðflutningsbannslögin væru réttnefnd þrælalög af þeirri ástæðu, að þau eru til orðin vegna þeirra manna þjóðar vorrar, sem eru þrælar ofdrykkjunnar, er nafnið ekki fjarri lagi. En eg get varla búist við að svo sé, þvf að væri hugmyndin sú, mundu þeir ekki hafa haldið nafninu svo mjög á lofti sem þeir hafa gert. Þegar »Ingólfur« hafði ritstjóraskifti síðast, — og eigandaskifti, væntu marg- ir þess, að hann myndi ekki fylla rúm sitt framvegis með óhróðri um bann- lögin og þá menn, sem að þeim hafa unnið, því að nóg virtist vera komið af þeirri vöru áður; því að þótt útgef- endur hans séu ekki bannlögunum fylgjandi, þá var þess að vænta, að þeir byðu lesendum sínum ekki slíka fæðu, sem blaðið hafði á boðstólum áður. En þeir virðast vera þeim örlögum háðir, að geta ekki losað sig við fjár- stæður og illkvitni bannfjenda, og sýn- ist það ekki vera í góðu samræmi við aðal-stefnu blaðsins, sem berst fyrir heiðri og sjálfstæði þjóðarinnar, að gerast jafnframt málsvari ólöghlýðni og siðspillingar, eins og greinin »Ný þræla- lög«, sýnir svo berlega. Greinin þarfn- ast ekki mótmæia, svo er hún svört í barðið, enda hvað hún rekja ætt sína til mannsins, sem varðsjösaga í bannmálinu um árið; en hitt er at- hugavert, að »Ingólfur« skuli láta sér sæma að Ijá þess háttar óþverra rúm. Og það mun koma á daginn, að ekki munu vinsældir hans aukast við slíka framkomu gagnvart þjóðinni. Sá, sem ætlar að halda heiðursfána hennar hrein- um, verður að gæta þess, að flekka hann ekki tneira en þeir, sem kallaðir eru óvinir hennar, eða máske annað Ijótara. Framkoman verður að vera í fullu samræmi við hugsjónina. Halldór Friðjónsson, frá Sandi. 4' Hjúkrunarfélazið ,H|íf heldur hlutaveltu á mörgun. 110 oft haft mikla skapraun af lýðveldiskenningum hans og vantrúarskoðunum sem hann lét hiklaust í ljós, þó að íhaldssöm etazráð og háæiuverðugir prest- ar heyrðu til. »Ræða hans eru hneykslisorð,« sagði hiun gamli vinur og sálnahirðir þeirra, síra Petersen, við Hólm í aðvörunarrómi. »Já, það er í raun og veru gott að vera laus við hánn,« sagði Hólm afdráttarlaust, en Lilju dóttur hans féll það mjög illa. Hún var mjög hrygg yfir því, að Olafur skyldi fara svona án þess að segja eitt vingjarnlegt orð við hana að skilnaði; en hún var alls ekki reið við hann. Hún hafði séð hann aðeins sem snöggvast á dansleiknum um kvöldið, eftir að hann kom út úr herberginu frá Ester, og þá hafði hún séð, að hann var mikilmenni. — Hún skyldi það svo vel, að maður með hans skaplyndi hlaut að draga sig í hlé með sorg sína og harm, og láta sig engu skifta hvað menn segðu. Hún var sífelt að hugsa um hann, hún saknaði hans og þráði návist hans meir, en hún vildi viðurkenna fyrir sjálfri sér. Eftir því sem lengur leið, langaði hana æ meir til að sjá hann og tala við hann, áð- ur en hann færi. Hann þurfti að fá að vita að hún væri tryggur vinur hans, sem skildi hann og fyndi til með honum. • En hann kærði sig ekkert um vini og trúði ekki á vináttu neins kvenmanns, það hafði hann sagt 111 henni svo oft. Hann trúði því einu, að konan væri sjálfselskufull. Hún þóttist vita, að hann mundi álíta þaðfrekju- lega sjálfselsku, ef húri reyndi að ná tali af honum. Ef hann skyldi halda, að forvitni eða heimskuleg og barnaleg ást væri ástæðan til þess, að hún kæmi til hans, þá þóttist hún vita að hann mundi ekki einu sinni ómaka sig til að hugsa um það. Henni þótti ■líklegast, að hann mundi aðeins reyna að losna við hana sem fyrst, ef hún dirfúist að heimsækja hann. Pó varð hún altaf ákveðnari f því að fara heim til hans; — hún hafði fyrst hugsað sér að skrifa houum og spyrja hann hvort hún mætti koma, en nú hvarf hún frá því, því að þá var hún viss um, að hann neitaði henni um það, — hún varð að koma óvænt. — * * * Seinnipart dags seint um vorið hringdi Lilja Hólm dyrabjöllunni hjá Ólafi Hansen. Hún fékk að vísu aldrei að fara ein út, en for- eldrar hennar voru þá í heimboði, svo að henni tókst að komast burt án þess nokkur færi með henni. Hún hafði altaf verið hugrökk, þegar hún hugsaði til að fara þessa ferð, en þegar að því var komið og hún var komin að herbergisdyrunum, þá misti hún alt í einu kjarkinn. Allar þær ástæður, sem hún Til Mr. Gooks trúboða. Herra trúboði! Ur því þér segist elska ísland og ætlið fyrir alvöru að gera yður hér heimakomna, og úr því þér auðsjáanlega viljið fá að tuskast við mig, sem yður er meir en velkom- ið, þá ætla eg að segja við yður eins og einn góðkunningi vor í nágrenninu kemst að orði: »Má eg leggja fyrir yður fáeinar spurningar—en þér getið ekki svarað þeim.« Eg spyr þá: getið þér sannað af bókstafnum, að sólin hafi staðið kyr; að spámaður hafi lifað þrjá daga í kviði hvalfiskjarins; að asna Bileams hafi talað Hebresku? get- ið þér sannað að slíkt og þvílíkt sé annað en þjóðsögur? Eða getið þér sannað að biflían öll sé ekki bygð á andairú? Getið þér ennfremur sannað að sá »fordæmdi«, sem þér vitnið til í grein yðar, og látið sanna allar yðar eigin kreddur, hafi samt sem áður ekki verið afturgangaf og ef þér hald- ið að Ijandinn hafi gert út þann sendi- herra, getið þér þá sannað að skapar- inn sé það ómáttkari, að hann geti ekki sent oss góða anda? Eða fóruð þér þarna í hring? Eða getið þér sann- að að þeir séu svikarar og Charlatan- ar, sem mælt hafa með spíritista hreyf- ingunni, mikilroennin, spekingarnir og stórskáldin, ejns og. þeir Gladstone gamli, Wallace, vinur Darwíns, Croo- kes, Barrett, Lodge, Tennyson, Victor Hugo, Flammaríon, Lombroso, Hyslop o. s. frv ? Og loks: getið þér sannað, góði minn, að hann ídr. Stead sál., Ijónið dauða, sem þér sparkið í, hafi verið ekki í þessu einu, heldur í öllu stórgáfað og stórmerkilegt — húmbúg> Sé svo, vil eg enn leggja fyrir yður, minn góði trúboði frá 17. öld, eina spurningu enn, sem yður ætti lítil vor- kunn vera að geta svarað: Séu nú allir hinir nefndu menn, að Mr. Stead með- töldum, húmbúg og Charlatanar, mun okkur þá ekki hætta búin, smámenn- unum og tossunum, sem varla þykja þess verðir að leysa hinna skóþvengi? Förum varlega í djúpspekina, og gæt- um þess vel, að það er þó ekki ómögu- legt, að hinn alvaldi sé enn aö skapa,, enn að opinbera, enn að birta dásam- lega hluti. Já, förum gætilega, Mr. Gook, í ókunnu landi, sern ekki meltir alt, sem ykkur þykir nærandi matur— lörum varlega, að ekki verði lagðar fyrir ykkur spurningar Hans Andersens í æfintýrinu um »Ljóta ungann«, sem þannig htjóðar: »Geturðu galað eins og haninn? eða rnalað eins og kötturinn, eða spunnið eins og kerlingin ? því ef þú kant það ekki, máttu ekki tala með.« Yours sincerely Matth. fochumsson. Hafnargerðin í Reykjavík á að byrja f þessum mánuði, eftir því sem Monberg mannvirkjafræðingur, sem tekið hefir að sér hafnargerðina, befir skýrt frá í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík. Norskur stúdent, ívar Hövik að nafni, er nýlega kominn til Reykjavíkur til þess að stunda íslenzku við háskólann; er það annar norski stúdentinn sem þangað kemur f haust.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.