Norðurland


Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 1
t NORÐURLAND. 53. blað. Akureyri, 14. desember 1912. XII. ár. Símfregnir til Nls. frá Rvík. í gærkveldi. Ófriðurinn. Austurríki og Serbia hervœðast. Pýðingarmikil breyting hefir verið gerð á herstjórn Austur- rikis, að tilhlutun þeirra manna í landinu, er að ófriðarkolunum blása. Sambandsmálið. Ráðherra stefndi allmörgum þingmönnum og nokkr- um fleirum saman á fund i stjórnar- ráðshúsinu 9. og 10. þ. m. til þess að bera undir þá frumvarp um sam- band íslands og Danmerkur, sam- kvœmt því, sem Danir töldu að þeir mundu ganga lengst. Kváðu Danir það þó ekkert tilb o ð aj sinni hálýu. Petta frumvarp er óbirt enn, en verður birt á miðvikudaginn kem- ur, og þá sennilega einnig frumvarp Sambandsflokksins frá í sumar. Lán. Ráðherra hefir tekið lU milj. króna lán hjá Statsanstalten til þess að kaupa veðdeildarbréf Lands- bankans og 'I2 milj. króna lán hjá „Stóra norræna“ til símlagninga. Titlar. Jón Magnússon er orðinn Kommandör en Klemenz Jónsson ridd- ari heiðursfylkingarinnar. Bruni. Ármúli í holtum brann ný- lega til kaldra kola. Kristinn Daníelsson á Útskálum er skipaður prójastur í Gullbringu- og Kjósar-sýslu. % Sambandsmálið. Frumvarp það, sem ráðherra bar undir þingmenn á fundinum í Rvík. hefir eigi verið birt, og alt talið launung enn, sem því við kemur, en þó hefir frézt nokkuð um það, fremur en getið er í símfréttunum hér að ofan, og svo mikið, að ráða má af því, að kröfur Sambands- flokksins eru alls ekki samþyktar af hinum málsaðila, ogtelja Danir þess engan kost að fara svo langt til samkomulags við oss. Eru boð þeirra verri miklu oss til handa og í ýmsum atriðum jafnvel verri en í frumvarpinu frá 1908. Á fundinum höfðu þó sumir mælt frumv. þessu bót, en fleiri snúist andvígir, og af þeim allmargir heimastjórnarmenn. Þó er sagt að þess sé allvei getið í nýútkoininni „Lögréttu". Allmikil ókyrð hafði verið í Reykjavík eftir fundinn og meðan á honum stóð, og var haldinn borgara- fundur að tillilutun Landvarnar- manna á þriðjudagskvöld. Var hann mjög fjölmennur, að sögn, og voru þar flestir á eitt mál sáttir, sem vita mátti, að frumvarp þetta væri „fyrir neðan allar hellur". Hér verður ekki skýrt frá efni frv. að þessu sinni, en i næsta bl. verður reynt að skýra frá því svo ljóst sem unt er, þar eð þ^ð verður þá búið að birta það á prenti í Reykjavík, svo að fréttir af því verða þá orðnar gleggri og ábyggilegri. Andbanningar og hófdrykkjan. í grein G. Benediktssonar, sem birt- ist í »Norðra« 25. nóv. síðastl, og höf. kallar »Svar til Norðurlands*, eru nokkur atriði, sem hér verða tekin til athugunar. Aðalniðurstöður höf. f greininni eru þessar: 1. Óhófsvínnautn »hafa andbanning- ar jafnt og bannmenn ávalt átalið, og þarf bíræfni til þess að segja, að þeir mæli með henni.« 2. »Andb. eru búnir að sýna fram á, að frá þeirra sjónarmiði séð, standi hófdrykkjumaðurinn á hæria menningar- stigi heldur en bindindismaðurinn, að öðrujöfnu, því að hann veit hvar tak- mörk sín liggja að þessu leyti.« 3 Andb. geta með jafnmiklum rétti krafist þess af bindindismönnum, að þeir gerist hófdrykkjumenn, eins og að bindindismenn geta krafist þess af hófdrykkjumönnum, að þeir gerist bindindismenn. 4. »Andb. eiu þess fullvissir að bannmenn geri glappaskot, þegar þeir ætla sér að siðbæta þjóðina í einu vetfangi.« 5. Höfundurinn býst við, að bann- lögin verði til þess að innleiða áfengis- böl yfir þjóðina. »Svo mikil er trú mín á þeim,« segir hann. 6. Höfundinum þykir skilningi »Nls« vera ábótavant, þegar það segir, að bindindisstarfsemin gangi í þá átt að takmarka áfengisnautn yfirleitt. »Eg veit ekki betur en að tilgangur bind- indisstarfseminnar sé sá að útrýma algerlega áfengisnautn* segir G. B. Þetta eru nú þau atriði í greininni sem nokkru máli skifta. Um fyrsta atriðið er þá það að segja, að þó að andb. mæli ekki beinlínis með ofdrykkju, þá er enginn vafi á því, að þeir geri það óbeinlfnis, sumir í verki, aðrir með kenningum sfnum um ágæti hófnautnarinnar, sem þeir kalla. Hver sá, sem nokkuð þekkir til þessa máls, þekkir það og veit það, að ofdrykkjumaður reynir oft að fá aðra til að neyta með sér áfengis í óhófi, jafnve! reyna a6 þröngva öðrum til þess, ef ekki gengur með góðu. »Þetta var ekkert, sem þú smakkaðir! Súptu á aftur! Og betur! Rétt einusinni enn. Það sakar ekki L Kannast menn kannske ekki við þetta orðalag sumra andbanninga. Þeir segja ekki blátt áfram. »Þú átt að vera ofdrykkjumaður.« Nei, þeir tala kænlegar en svo. Að telja óspilt- um unglingum trú um, að pað saki hann ekki, þótt hann súpi á, og súpi á aftur, það er aðferðin. En hafa nú þessir menn gert sér það ljóst, að með þessu eru þeir ef til vill að leggja undirstöðuna að ó- hamingju annara, sem þeir ekki geta losnað við alla æfi sína? Það hafa þeir að líkindum ekki gert. Annars væri þetta ví$vitandi glæpur. Enginn getur neitað því með rök- um, að þeir menn, sem svona hegða sér, eru að reyna að styðja og efla ofdrykkjuna, og verður því miður stund- um nokkuð ágengt. Auðvitað eiga ekki allir andb. hér óskilið mál. Langt frá því. En að því leyti eiga þeir flestir sammerkt, að þeir halda fram hófdrykkju í orði. En á hvaða grundvelli hvflir nú of- drykkjan? Hún er vitanlega ekkert annað en bein afleiðing hófdrykkjunn- ar. Enginn maður byrjar að neyta vfns með annað fyrir augum en hóf- drykkju. En hvernig hefir farið? Reynsl- an er margbúin að sýna, að menn hafa ekki gætt sín, fyr en þeir hafa verið komnir yfir hófsemdarmarkið og gengnir í greipar ofdrykkjunnar, og allir vita, hvernig gengið hefir að sleppa þaðan aftur, þótt sumum hafi tekist það vegna hjálpar annara, en sú hjálp hefir ekki komið frá hóf- drykkjumönnunum, heldur frá bindindis- mönnum. Af þessu er það auðskilið, að þeir sem eru að halda að mönnum hófdrykkju, þeir eru að ginna menn út á veikan ís, þar sem vitanlegt er að sumir drukna. Munurinn á hóf- semdarkenningunni og bindindiskenn- ingunni er sá, að önnur segir: »Farið þið út á fsinn ykkur til skemtunar, hann er svo traustur að það sakar ekki, ef þið eruð nógu léttstigir.« En hin segir: Farið a/ls ekkerlút á ísinn, því að engin nauðsyn krefurþess, og hann er svo veikur, að menn eru altaf að detta ofan um og drukna.< Starf hófdrykkjumanna, í þessu efni, er í því innifalið að ginna aðra út á veika skæninginn, sem liggur yfir ofdrykkju- djúpinu. Starfsemi bindindismanna er í því fólgin að draga þá upp úr, er dottið hafa ofan í djúpið. Og hvað er svo eðlilegra en að þessir menn (bind- indism.) biðji réttan hlutaðeiganda að mölva niður allan þennan veika ís og þurka vatnið upp, af því að það sé ekki nauðsynlegt nokkrum manni, en olli hinsvegar mörgum manni meins og dauða? Sú kenning andb., að hófdrykkju- maðurinn standi á hærra menningar- stigi en bindindismaðurinn, er að minsta kosti ekki nema hálfur sann- leikur og líklega ekki svo mikið. Að vísu veit hófdrykkjumaðurinn hvar takmörk sfn liggjsb ef hann kann rétta skilgreiningu á ofdrykkju og hófdrykkju og breytir þar eftir, en fjöldinn allur af bindindismönnum veit þetta þó fult eins vel. Fjölda margir bindindis- menn þurt'a ekki að vera í bindindi sjálfra sín vegna, þeir hafa annað- hvort enga tilhneigingu til áfengisnautn- ar, eða þeir hafa svo mikið vald yfir henni, að þeim er etigin hætta búin, þóaðþeir séu ekki í bindindi. En annara vegna gerast þeir bindindismenn, af því að þeir vita, að á þann hátt geta þeir betur orðið þeim að liði, sem ekki vita hvar takmörkin liggja. Að þeir menn, sem af frjálsum vilja bind- ast félagsböndum um það að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa, standi á lægra menningarstigi en hinir, sem af sjálfselsku vilja ekki láta hjálp sína í té, það nær engri átt að halda þvf fram. Sjálfselskan er ekki undirstaða hinnar æðstu siðmenningar, heldur hitt að beygja eigin hvatir öðrum til far- sældar. Þetta vill hófdrykkjumaðurinn ekki gera; hann metur meira augna- bliksánægju sína en farsæld annara, þegar um áfengisnautn er að ræða. Vilji hófdrykkjumaðurinn hælast yf- ir því, að hann standi á hærra menn- ingarstigi en bindindismaður sá, sem breyskleika síns vegna þarf að vera í bindindi, þá er honum það ekki ofgott. En gæta skyldi hann þess, að ekki er það hann, sem er að reyna að styðja breyskan bróður og verja hann falli. Þar sem það er nú auðsýnilegt, að ofdrykkjan er ætíð afleiðing hófdrykk- junnar, þá liggur það í augum uppi, að um leið og andb. krefjast þess af bindindismönnum, að þeir gerist hóf- drykkjumenn, þá krefjast þeir þess, að grundvöllur ofdrykkjunnar sé treystur sem bezt. Bindindismenn hafa aldrei komið fram með neina kröfu á hendur hófdrykkjumönnum um það, að þeir gerist jjbindindismenn, heldur * hefir það aðeins verið skýrt fyrir þeim, að þetta œttu þeir að gera, ef þeim væri það nokkurt alvörumál að útrýma of- drykkjunni; þetta hafa margir þeirra látið sér skiljast og gengið í algert vínbindindi. Það er misskilningur að bannmenn ætli að si'ðbæta þjóðina í einu vetfangi. Að siðabótarverkinu hefir verið unnið í 30 ár, og bannmönnum er það full- ijóst, að bannlögin þurfa verndar við vegna andb., en sú vernd er einkum í því innifalin, að koma þeim í skiln- ing um, að þeir megi ekki og eigi ekki að brjóta lögin, koma þeim í skilning um að það sé siðferðisleg skylda þeirra að láta af eigingirninni og sjálfselsk- unni, af því að hér er um alment vel- ferðarmál að ræða. Verði bannlögin til þess aðeinsaðleiða áfengisböl yfir þjóðina, hverjum verður það þá að kenna? Engum öðrum en þeim, sem fótumtroða lögin og brjóta þau. Ef nokkrir gera það, þá verða það andb. sjálfir. En vilja þeir verða valdir að þessu þjóðarböli? Ólíklegt er það. Gerum nú ráð fyrir, að andb. hugs-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.