Norðurland


Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 3

Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 3
heyrnin sljóvgast eða fer alveg við lang- vinnar ígerðir, þegar beináta er í raið- eyranu og hljóðhimnan er að miklu eða öllu leyti jetin sundur. Auk þess er í- gerðin ávalt hættuleg vegna þess, að hún getur jetið sig inn í heila og verið orsök heilahimnubólgu, ígerðar í sjálfum heilan- um o, s. frv, Það er þó meira en »leiðin- legur? kvilli, það er ávalt mjög alvarlegilr kvilli. Ekki býst eg við að hr. Gook losi mikið um graftrarstíflu með heitum bökst- rum, og heppilegra hefði verið fyrir hann að gefa bendingar um það, hvernig stíflan lýsti sér (nefna einhvern kvilla). Svo er að sjá, sem hr Gook hafi lítið skynbragð á heyrnarpípum, því að stuttar, litlar pípur, sem stungið er inn í hlustina og kendar eru við Palitzer, eru oft af- bragðsgóðar. Annars er vissara að pípan sé valin eftir heyrninni, og er það aðeins lækna meðfæri að velja þær. Ætti alþýða aldrei að kaupa heyrnarpípur eltir skrum- auglýsingum. Það er alveg rangt hjá hr. Gook, að beinið þurfi að vera skemt þó að eymsli séu bak við eyrað og ennþá fráleitara er að segja að bólga í klettbeininu* »sé álit- in hjerumbil ólæknandic. Þúsundir sjúkl- inga eru árlega læknaðir af þeim sjúkdómi og sumir við hliðina á hr. Gook; nfl. á íslandi. Algengustu orsakir heyrnardeyfu eru**: heilabólga, skarlatssótt, mislingar, inflúenza og barnaveiki o. s. frv. og er synd áð segja að ekki fylgi þeim útrensli úr eyrum. Hvergi geta heimilislækningar verið jafn dýrmætar og hér á voru landi vegna strjálbygða. Þeir sem þesskonar rit skrifa til leiðbeiningar, verða að vera starfinu vaxnir, en umfram alt verðar áð hliðra sér hjá villum og ónákvæmni: Það getur dregið illan dilk á eftir sér, að vera óná- kvæmur. Það verður að lýsa hverjum sjúk- dóm svo sem unt er og ráðleggja svo. Herra Gook lítur svo á að sjúkl. þekki alla sjúkdómana, og gefur því aðeins ráð, en sum af þeim eru, svo að eg taki ekki of djúpt í árinni, tvíeggjuð sverð. Eg vona að herra Gook sýni meiri vand- virkni í seinni greinum sínum. Að endingu vil eg geta þess, að ekki er öðrum en læknum kent að smíða eða þýða slíkar ritgerðir og að betra er að veifa engu tré en röngu. * Sé heyrnardeyfa ekki meðfædd. ** Mastoiditis. V. St. Af hverju gleymum við liðnum jarðlífum okkar? Eftir Annie Besant. Enginn spurning er eins tíð, þegar talað er um endurholdgunina, eins og þessi: Hvernig stendur á því, að eg man ekki eftir því, ef eg hefi verið til áður? Með því. að athuga málið, er hægt að svara þeirri spurningu. Fyrst og fremst er að gæta þess, að við gleymum meira en helmingnum af yfir- standandi lífi okkar; t. d. eru þeir margir sem muna ekki eftir, að þeir hafa lært að lesa, en það, að þeir eru læsir, sannar, að þeir hafi einhverntíma lært það. Átvik frá æskuárum hafa gleymst, enda þótt þau hafi haft áhrif á skapferli okkar. Við getum hafa gleymt byltu, jafnvel þótt við berum örið eftir hana til dauðadags. Þó hefir þetta alt hent þennan sama líkama sem við berum nú. Þrátl fyrir þetta, höfum við þó ekki al- gerlega glatað þessum atvikum. í segul- dáleiðsiu geta þau gægst upp úr djúpi endurminninganna, þar sem þau hafa verið kviksett. Það eru dæmi tíl þess, að menn hafa talað í óráði tungumál, sem þeir kunnu í barnæsku, en höfðu síðan gleymt. í undirvitund mannsins geymist endur- minningin um þessa gleymdu atburði, sem getur þó undir vissum kringumstæðum komið aftur fram á yfirborðið. Þar sem vér nú gleymum svo mörgunt atvikum úr yfirstandandi lífi okkar, hversu miklu eðlilegra ér það þá eigi, að við gleymum fyrri holdtekjuskeiðum okkar þegar við bárum líkama, sem er dauður og rotnaður fyrir mörgum öldum. Sá lík- ami og heili, sem við höfum nú, hefir ekki átt neinn þátt í því, sem þá kom fram við okkur; hvernig ættu þá þær endur- minningar að geta mótast í núverandi heila okkar. Hið ódauðlega í manninum, sem fylgir honum gegnum öll holdtekju- skeiðin, er andlegi líkaminn. Oæðri líkam- arnir leysast upp í frumefni sín, áður en maðurinn fæðist á ný. I hvert skifti, sem maðurinn fæðist að nýju, dregur hann að sér ný efni í hug- líkama (mental), sálarlíkama (astral) og efnislíkama (fysisk) sinn. Þó að hinn ó- dauðlegi hluti mannsins geymi endurminn- inguna um alt það, sem fram við hann hefir komið á umliðnum æfiskeiðum, þá mótar hann ekki í þetta nýja efni annað en árangurinn af lífsreynslu sinni, eða með öðrum orðum þá eiginleika, hvatir og hæfileika, sem þessi lífsreynsla hefir skap- að. Samvizka mannsins, skynsemi og til- finningar, rökfræðihæfileiki hans og skyn- junin á mismun góðs og ills, er altsaman ávöxtur af lífsreynslu hans á umliðnum öldum. Sá maður, sem stutt er kominn á lífsbrautina, getur ekki skilið rökfræðilegar eða stærðfræðilegar sannanir, og sá, sem stendur á lágu siðferðisstigi, getur ekki eygt göfuga hugsjón. Sé maðurinn fæddur listamaður, eða eigi sérstaklega hægt með að tileinka sér einhverja grein heimspekinnar eða vísind- anna, þá er það gömul þekking, sem vaknar af dvala, þó að tímabilið sé gleymt er hann öðlaðist hana. — Plató sagði, að það væri endurminningin. Þegar við fáum ósjálfrátt traust á manni sem við hittum í fyrsta sinn, þá er það endurminningin, sem vaknar, andinn, sem þekkir gamlan vin. Stundum snúum við okkur aftur með ó- beit frá ókunnugum manni; þá er það líka endurminningin, sem stjórnar okkur, andinn þekkir gamlan vin. Þetta vinarþel eða óbeit kemur frá hin- um ódauðlega anda, sem er maðurinn. Við minnumst hins liðna, enda þótt atvikin séu ekki mótuð á heilann. Heilinn, sem er bústaður skynseminnar, er nýr, andinn gefur sálinni í heimanmund ávöxt fortíðar- innar, en minningin um einslök atvik fylgir ekki með. Alveg einsog kaupmað- urinn, sem fær sér nýja höfuðbók við ára- mót, færir ekki alla reikningana frá liðna árinu inn í hana, heldur aðeins niðurstöð- una, þannig skrifar andinn inn í nýja heil- ann aðeins niðurstöðuna af reynslu liðnu jarðlífanna, og ákvarðanirnar, sem hann hefir tekið. Þetta er stofnféð, sem nýja jarðlífið byrjar með, hin sanna endur- minning. Hjá þeim manni, sem hefir náð miklum andlegum þroska, er þessi minn- ingasjóður auðugur og margbreytilegur; samanburðurinn við villimanninn sýnir það ljóst, hvers virði þessi endurminn- ing, frá löngu liðnu tímum, er. Enginn heili væri fær um að geyma minninguna um óendanlega mörg jarðlíf, en þegar andinn hefir unnið skynsemis- og sið- ferðis-þroska úr reynslunni, þá fyrst verða þau okkur að gagni. — Setjum svo, að einhver hafi margsinnis framið morð, þá leiðir andinn hann þó að síðustu að niður- stöðunni: Eg má ekki mann deyða. Minn- ingin um hvert sérstakt morð væri bæði erfið og þýðingarlaus byrði, en afleiðing- arnar hafa leitt hann að þeirri niðurstöðu, að mannlífið sé heilagt, og hjá mentaða manninum er það minningin. Til eru þó þeir menn, sem muna eftir atvikum frá fyrri jarðlífum sínum. Sum börn minnast óljóst einstakra atriða frá fyrri tímum, ef líkir atburðir vekja minn- inguna um það, Enskur drengur einn, sem sá myndastyttur i fyrsta sinn, mintist þess þá alt í einu, að hann hefði einusinni verið myndhöggvari. Indverskt barn þekti aftur ána, sem það hafði druknað í sem barn í síðasta jarðlífi, og sömuleiðis þekti það aftur konuna, sem þá hafði verið móðir þess. Það eru til margar slíkar sögur um það, að menn hafa minst liðinna æfi- skeiða. Annars geta allir áunnið sér þetta minni, en til þess útheimtist óbilandi þolgæði og viljaþrek. Maðurinn verður að fá fullkomið vald yfir hugsunum, sem hjá flestum eru órólegar og hvarflandi, og aðeins bundnar við hinn sýnilega, jarðneska heim. Eins og hlutirnir geta aðeins speglast í vatnsfleti, þegar kyrð er á, og enginn öldugangur, eins getur andinn því aðeins spéglast í endurminningu hins liðna í heilanum, að hugurinn sé í fullkomnu jafnvægi og ró, og láti ekki truflast af ytri áhrifum. Þannig lagaða sálaræfing (Meditation) þarf maður- inn að iðka nokkrar mínútur daglega, og ef til vill getur langur tími liðið, áður en honum verður nokkuð ágengt. Eftir því sem maðurinn verður næmari fyrir áhrifum andans, líða fleiri og fleiri af hinum liðnu jarðlífum fram fyrir hug- skotssjónir hans, því að andinn einn geymir endurminningarnar, og hann getur sent geisla sína til þess að lýsa upp gleymskumyrkrið, sem maðurinn ráfar í, meðan hann er bundinn við efnislíkamann. Á þennan hátt er hægt að öðlast minnið. Við þekkjum þá aftur gamla vini, lifum upp aftur gamla atburði, og þessi fullkomna vissa um ódauðleikann veitir okkur óendan- legan innri frið og styrkleik. Yfirstandandi sorg og gleði verða léttar á metunum, þeg- ar við skoðum þær í því ljósi, að þær eru aðeins lítilfjörlegir og skammvinnir atburðir í óendanlegu lífi. Við sjáum, að alt, sem fram við okkur kemur, er nauð- synleg reynsla, sem á að beina hug okkar og hjarta í rétta átt, og auka manngildi okkar. i En við getum ekki óhrædd mætt endur- minningum fortíðarinnar, fyr en við höfum lært að skoóa sorg og gleði í ljósi eilífðar- innar. Ef við megnum það, geta þær lægt öldur æstusttilfinningaokkar. Þessar endur- minningar, sem aðeins mundu skaða okkur á meðan andlegi þroskinn er á Iágu stigi, verða okkur þá til stuðnings og huggunar. Það var Goethe gleðiefni, að hann yrði laus við allar endurminningar, þegar hann fæddist næstaskifti á jörðinni;* hví skyldu þá ekki þeir, sem komnir eru miklu skemra en hann, geta gert sig ánægða með það, að það er guðdómleg vizka, sem dregur línurnar við hvert nýtt jarðlíf * Þýzka stórskáldið, Goethe hélt fram endurholdgunarkenningunni og þóttist muna eftir atvikum úr fyrri jarðlífum sínum. Þýð. 144 mikil áhrif á hana, og hún las það hvað eftir ann- að, eins og hún skyldi það ekki almennilega. Fimm dögum áður hafði Krabbe skrifað henni svohljóðandi bréf: »Eg þarf að taka mér sumarleyfi; ef ykkur þykir nokkuð vænt um það, þá verð eg hjá ykkur í fjóra daga, þegar eg kem næst.« Og Ester hafði svarað á þessa leið: »Já, komdu, börnin verða svo himinglöð; þau langar svo mikið að pabbi komi.i Nú skrifaði hann henni aðeins þessi orð: »Eg kem ekki, ef þér þykir ekki líka vænt um það. Lang- ar þig alls ekki til þess, Ester, segðu mér það?« Þessi spurning hafði haft svo mikil áhrif á Ester. Vissi hann það þá ekki? Vissi hann ekki, að þetta rólega, vingjarnlega samlíf þeirra var henni hvort- tveggja í senn, unun og óþolandi kvöl? Nei, hann vissi það ekki, eða vildi ekki vita það. — Hann hafði fyrirgefið henni af göfuglyndi sínu, en hann gat ekki gleymt. — »Ást okkar er kulnuð.« — Nei, hún var ekki kulnuð, hún óx og þróaðist meðal ill- gresis minninganna; það var eitthvað i bréfi hans, sem sagði henni það, eitthvað, sem alt í einu fylti huga hennar innilegum fögnuði. , Nú var stundin loks komin; nú gat hún talað. Svar hennar til hans var löng, löng viðurkenn- ing. — Hún reyndi að opna fyrir honum öll fylgsni 141 Hann hafði hænst að Ester og elskaði hana með óstjórnlegri afbrýði. Tvívegis var hann nærri því búinn að myrða hinn veikbygða bróður sinn, af því að honum fanst Ester hugsa of mikið um hann. Krabbe varð oft að refsa Knúti harðlega, er hann var vondur við bróður sinn, Sveini versnaði fyrst eftir að hann kom; það var eins og kirtlaveikin magnaðist um allan helming er drengurinn fékk betri aðhlynningu, og farið var að reyna að lækna veikina. En eftir að Ester var búin að vera með börnin næsta sumar út við Vatnshorn, fór Sveini mikið að batna, og næsta ár var útlit til þess, að hann mundi ná góðri heilsu. Starf þeirra, Ester og Krabbe, hafði verið erfitt, en þau voru ávalt samtaka í öllu sem miðaði að því, að gera börn þeirra að hraustum og hamingjusöm- um mönnum í mannfélaginu. Þar var áhuginn samur og óskiftur hjá báðum. En Krabbe fór þó einnig smámsaman að tala við Ester um alt það, sem við kom læknisstarfi hans og vísindastarfsemi. Hann sagði henni hvað hann hefði lesið og hvað fyrir hann kom daglega við störf hans og spurði hana ráða, er hann hélt að hún gæti orðið honum að liði með skarp - skygni sinni og hagsýni, og hann kendi henni og skýrði fyrir henni það, sem þurfti til þess, að hún gæti skilið hann. Þau unnu saman og töluðu saman eins og góðir

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.