Norðurland


Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 2
I Nl. 198 \il þess að gefa hinum heiðruðu viðskiftavinum voruni sem anra bezt tœkifœri til þess að komast að afaródýrum kaupum til jólanna. höfum við ákveðið að hafa stóra jólaútsölu dagana frá 16. til 24. des. að þeim báðum dögum meðtöldum, og gefum ísbb 10 til 25°|0 afslátt, og þar yfir. Þó er ekki gefinn afsláttur nema keypt sé fyrir 3 kr., minst- Af þvl mikið af haustvörum vorum varð á eftir timanum, og kom ekki fyr en nú || fyrir skömmu, hefir verzlunin nú meiri oz fjölbreyttari vörubirgðir en nokkru sinni áður. Allar vörurnar eru nýiar og eftir nýjustu tízku, °g œtti þvi enginn að láta þetta óvenjuhagkvœma tœkifæri ónotað til þess að kaupa góðar, vandaðar og gagnlegar jólagjafir fyrir jrjafverö. Sjá götuauglýsingar! BRAUNS VERZLUN. Balduin Ryel. uðu á þessa leið: Við höfum að vísu verið á móli bannlögum, en ór því að þau eru nú komin á, þá skulum við ekki brjóta þau; þá geta lögin sjálf sýnt gagnsemi sína óhindrað, ef þau eru fær um það. Hvað mundi nú leiða af þessum hugsunarhættif Afleiðingin yrði vitanlega sú, að lögin næðu þá tilgangi sínum, þeim tilgangi, að útrýma með öllu áfengisnautn úr landina. Getur nokkur maður haldið því fram í alvöru, að þjóðfélaginu eða einstaklingnum gæti staðið nokkur hœlta af því, þó að áfengi færi ekki niður í magann á nokkrum íslendingi framar? Hinsvegar er það svo áreiðanlegt, að enginn getur mælt á móti því, og enginn reynir víst að mæla á móti því, að margskonar illar afleiðingar hafa hlotist og hljótast af því, að láta ofan í sig áíengi. Væri það nú ekki öllu meiri samdarauki fyrir andb., að taka upp þennan hugsunarhátt, heldur en að vera með illspár í garð bann- laganna, og gefa það í skyn, að þeir ætli að eyðileggja tilgang laganna með því að brjóta þau ? Heilbrigð skynsemi ætti að geta svarað þeirri spurningu nokkurnvegin rétt, ef henni væri lofað að komast að. Það er alveg rétt bjá G. B., að takmark bindindisstarfseminnar er al- gerð útrýming áfengisnautnar, en þar íyrir er ekkert rangt í því, þó að sagt ;,é, að bindindisstarfsemin gangi í þá átt að takmarka (d : minka) áfengisnautn yfirleitt. Með því er auðvitað átt við það, að vegna starfseminnar neyti þjóðin í heild sinni minna áfengis en ella væri, og við það minka tekjur landsjóðs að þessu leyti. Ekki getur það orkað tvímælis, að þetta hefir bindindisstarfsemin gert og gerir hvervetna, þar sem hún hefir nokkur áhrif. Hér er því um engan misskiln- ing ab ræða frá »Nls« hálfu. En það, sem G. B. hefir orðið á, er að rugla saman takmarkinu sjálfu. og leiðinni að takmarkinu; það eru tvö hugtök ekki líkari en svo, að jafngreindum manni og G. B. er ætti ekki að vera það oívaxið að geta gert greinarmun á þeim. Þetta er raunar orðið lengra mál en grein G. B. verðskuldar, en af því að hér er um svo mikilvægt máiefni að ræða, þá hefir »N1.« viljað verja nokkru rúmi því til athugunar. Veðursímskeyti til j^ls. frá 1. til 7. des, 1912. | Ak. Gr. Sf. ís. Rv. | Vm. | f>h. s. -i3-5 -12.5 -8.1 -4 7 -54 -2 4 -2.3 M. -i8-5 -17.0 -8.3 -4-9 -2.8 0.1 -1.0 Þ>. - 5-5 - 2-5 0.4 1.8 i-5 4.3 3-2 M. - 3-o - 2-5 0.7 3-5 2.0 50 3.2 F. - 4.0 - 5-5 4.2 1.2 0.8 2.4 5-0 F. - 3-° - 6.0 -I.I o-3 2.8 3.8 5-i L, - S'S - 2.0 0.0 2.3 4.0 3.8 2.6 Kl. (f.h.) 6 — 8 - 6 — 6 — 6 — 6 — 6 Skialdvör tröllkona verður að forfallalausu leikin sunnuc 22. þ. m. Endurburður í fornritum vorum. Pað er mörgum kunnugt, sem þekkja nokkuð til trúar- og hugsunarsögu þjóðanna, að þær hafa að fornu trú- að á sálnaflakk (Metempsychosis), svo sem forn-Egyftar, forn-Grikkir o. fl. Bryddir fyllilega á því hjá ýmsum heimspekingum þeirra, að menn verði endurbornir, eða með öðrum orðum fæðist að nýju. Og svo er sagt um Pýþagóras, að hann hafi munað nokk- uð um æfi sína og tilveru í fyrra lífi. En hvergi hefir það verið tekið fram, að sú trú hafi fyrrum verið all- rík á Norðuriöndum, að menn yrðu endurbornir eða sálir þeirra fæddust að nýju, en auðvelt er að finna nóg dæmi þess, að svo hafi verið. Fyrst og fremst má geta þess, að ýmsir menn báðu um það, bæði vak- andi og stundum í draumi, að tiafn sitt væri yngt upp aftur; virðist það benda á það, að þeir hafi búist við því að verða endurbornir með nafn- inu. Enda er svo að sjá, sem skap- einkunnir þessara manna hafi færzt í trú manna yfir á þá, sem eftir þeim voru heitnir. Nægir þar að benda á Olaf Guðröðarson Geirstaðaálf og Olaf Haraldsson hinn grenska, Jökul útitegumann í Vatnsdælasögu og Jökul Ingimundarson, Brynjarí Brynjarshaugi, er biður Þorstein uxafót að láta heita eftir sér, til þess að hann komist undir kristið nafn í skírninni, o. s. frv. Að vísu er það ekki beinlínis tekið fram, að þeir búist við að verða endurborn- ir, en að minsta kosti verður beiðni Brynjars ekki vel skilin á annan veg; »og þætti mér miklu máli skifta, at þú kæmir nafni mínu undir skírn, ef þér yrði þat auðit at eiga son«. (Flat- eyjarb. I, 255.) Pað er hans vegur til sáluhjálpar. í Völuspá er Gullveig, einskonar kvenleg vera, skyld Loka, sem stofnar ófrið meðal guðanna og jötna. Pótt Æsir svifti hana lífi hvað eftir annað, var hún jafnóðum endurborin og lifir enn; svo segir í Völuspá 25: Þat man hon folkvíg fyrst í heimi er Gullveig geirum studdu, ok í höll Hárs hana brendu: þrysvar brendu þrysvar borna, opt, ósjaldan, þó hon enn lifir. I Helgakviðu Hjörvarðssonar í fáein- um lesmálsorðum síðast er tekið svo til orða: »Helgi ok Sváva er sagt at væri endrborin.« Áttu þau að vera endurborin í Sigrúnu Högnadóttur (»Hon var Sváva endrborin.* Helga- kv. Hund. 2, lesmál milli 3. og 4. v.) og Helga Sigmundarsyni Hundings- bana, er heitinn var eftir Helga Hjör- varðssyni. Helgi var síðan drepinn og »Sigrún varð skammlíf af harmi ok trega. Pat var trúa í forneskju, at menn væri endrbornir. en þat er nú kölluð kerlingavilla. Helgi og Sigrún er kallat, at væri endrborin. Hét hann þá Helgi Haddingjaskati, en hon Kára Hálfdanardóttir, svá sem kveðit er í Káruljóðum; ok var hon valkyrja«. (Helgakv. Hund. 2. síðast). Pá er þess getið í Sigurðarkviðunum, að Brynhildur Buðladóttir vildi ekki lifa eftir Sigurð Fáfnisbana. Pá vildi maður hennar telja hana af því að firra sig lífi, og þegar fortölur hans reyndust ónógar, reyndi hann að fá Högna bróður sinn til þess að telja um fyrir henni. En Högni vildi ekki og mælti (Sig. kv. 3, 44): Leti-a maðr hana langrar göngu, þars hon aptr-borin aldri verði mörgum manni til móðtrega. Er svo að sjá, sem hann ætli, að hún verði svift því að verða eða geta orðið endurborin, ef hún ræður sjálfri sér bana. Skoðar hann það sem vörn við því, að hún verði síðar öðrum til harms. í Gautrekssögu, 7. kap. (Fornms. N. 3, 25-26) er þess getið, að berserkir kölluðu Starkað' hinn gamla endur- borinn jötun og níðing (eftir dráp Vikars); áherzlan fellur á orðin jötun og níðing, því að Starkaður átti að vera afi hans endurborinn: Starkaður Álu- drengur, Svo kvað Starkaður: Sjá þykjask þeir á sjálfum mér jötunkumbl átta handa. Pá trúðu menn því og í Noregi, að Olafur hinn helgi Haraldsson væri Ólafur Geirstaðaálfur endurborinn. Pá er Ólafur kom eitt sinn til haugs Ólafs Geirstaðaálfs, mælti einn hirðmanna hans við hann: »Þat hafa menn sagt, þá er þér komut fyr til þessa staðar, at þér hefðut svá mælt: »Hér vórum ok hér fórum.« Konungur mótmælti þessu þegar og reið burt til þess að flýja' þennastað, þvíat »hann vildi þessa villu ok vantrú með öllu eyða« (Flat- eyjarb. 2, 135). Petta bendir á að þessi trú hefir verið almenn í Noregi í þá daga, en konungur viljað uppræta hana eftir megni sem trúr kristniboði. Alepes. Slys. « Hinn 22. f. m. vildi það slys til á Krossi í Mjóafirði að tvö börn (á 4. og 6. ári) urðu fyrir byssuskoti. Ann- að særðist á öxl og baki en hitt á höndum Það atvikaðist svo, að 9 ára drengur hafði verið að rála með hlaðna byssu, svo að skotið hljóp af. Sam- stundis var farið með börnin á vélar- b£ti til læknis á Seyðisfirði. (Auairi), Heimilislækningar. Hr. Arthur Gook ritar um þetta efni í blaði sínu, >Norðutljósinu«. Eg hefi litið yfir 4 síðustu tölublöðin, og hefi eg fundið þar svo margt athugavert, að eg fæ eigi orða bundist. Eg þykist sjá á greinunum að þær muni þýddar ?, en annaðtveggja er, að þýðingin er eigi rétt, eða frumritið eigi sem ábyggilegast. Eins og hr. Gook rétti- lega tekur fram, eru heynarskynfærin svo furðuleg, og um leið fíngerð, að hann hefði átt að leiða hjá sér að stuðla að því, að menn geti skemt heyrnina. Hann hefir eigi komist hjá þessu, og því leyfi eg mér að gera athugasemdir þær, er á eftir fara. Það er langt frá því, að ávalt sé bezt að sprauta volgu vatni inn í eyrað þegar börn troða einhverju inn í hlustina; það getur verið stór-hættulegt þegar t. d. gat er á hljóðhimnunni. Það á aldréi að sprauta neinu, nema þegar maður veit hvað inn hefir farið og ekki eru neinar rendur á aðskotahlutnum o. s. frv. Bezt er að láta hlutinn eiga sig þar til læknir næst, það er hættulaust, hitt kemur sjaldnar að gagni, en er oftast til mikils ógagns. Það hefði verið vissara af hr. Gook að greina nánar frá einkennum þeim. er eyrnamerg fylgja; eptir lýsingu hans fær sjúkl. enga hugmynd um þenna kvilla; enda er það og svo, að betra er að skoða hlustina áður en nokkuð erað gert, því að á þann hátt einan má segja hvað um er að vera. Þá má bæta því við, að oft er hljóðhimnan skemd bak við merginn, og þetta því eigi eins smávægilegur kvilli ávalt, og Mr. Gook gerir hann. ' Lokaráð tel eg það, að ráða mönnum að geyma læknisvitjun þar. til kominn sé tími til að opna kýlið, þegar um bólgu í hlustinni er að ræða. Hvað eiga sjúk- lingarnir að hafa til marks um það, að nú sé tíminn kominn? Bakstratnir eru góðir, en vissara mun hér sem oftar að draga eigi að leita læknis. Eg vil benda hr. Gook á jiað, að hlustarbólga getur farið illa með hljóðhimnuna, orðið úr beináta o. s frv. Það er ekki algengt að hljóðhimnan ein bólgni, og er langt frá að því fylgi heyrnar- leysi, heldur venjulega lítilfjörleg heyrnar- deyfa. Hitt er annað mál, að öll bólga í miðeyranu, með ígerð eða án, veldur heyrnardeyfu. Ósköp er að sjá annað eins og þetta: »Þá er þó ekki eins vonlaust um að heyrnarleysi með útrensli geti læknast eins og heyrnarleysi án þess.« Sannleikurinn er, að þetta er alveg öfugt. Elest telja þeir okkur nú boðlegt hér á Fróni. í flestum tilfellum, þar sem engin út- ferð er úr eyrunum (Ot. med. Cari.) fæst algerður eða mikill bati heyrninni; sama er að segja um þrota þann, sem stundum kemur í pípu þá, er liggur frá kokinu til miðeyrans (Tuba Eustachii). >OtoscIerose« er talin ólæknandi, en mikið má gera td að tefja framgang sjúkdómsins. Þessi sjúkd. er talinn arfgengur, hinir ekki, Svo er að sjá sem hr. Gook líti svo á að kvef, bólgnir hálskirtlar og stífla í nefi sé afleiðing af vissum eyrnasjúkdóm- um. Það er öfugt, þetta eru oftast orsakir (t. d. þroti í Eustachspípu — þroti í mið- eyra o. s. frv.) Það mun erfitt að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma, sem hér eru nefndir og veit eg ekki með hvaða rétii hr. Gook segir hið gagnstæða. Vitanlegt er, að ómögulegt er að koma í veg fyrir þá, flesta hverja, en alhægt að lækna, sé í tæka tíð komið til læknis. Graftrarígerð í miðeyranu læknast að fullu ef í hana er skorið í byrjun eða ef skemdin á hljóðhimnunni er lítilvæg, en

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.