Norðurland


Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 4

Norðurland - 14.12.1912, Blaðsíða 4
200 Nl' °g byggir það upp af árangri hins liðna, en losar okkur jafnframt við byrði endur- minninganna. Þýtt. '4' Sóttvarnabók heitir lítið kver, sem nýlega er út gefið á kostnað landssjóðs Fyrri hluti þess er að miklu leyti útdráttur úr lögum um almennar reglur um varnir gegn út- breiðslu næmra sjúkdóma hér á landi, en síðari hlutinn er sotthreinsunarreglur. Hefir landlæknir samið hvorttveggja og séð um útgáfuna. Kverið er sent öllum læknum á landinu til útbýtingar Ökeypis meðal sýslumanna, hreppstjóra, hreppsnefnda, bæjarstjórna, heilbrigðisnefnda sótt hreinsunarmanna og yfirsetukvenna, og auk þess mega þeir láta eitt eintak ókeypis á þau heimili, þar sem upp kemur næm veiki, sem lög skipa varnir við, og á sóttgrunuð heimili. Aðrir geta fengið það hjá bóksölum fyrir 20 aura. Sóttvarnabókin er afarþörf, og ætti að komast inn á hvert heimili á landinu. Pinsrkosnínzar i Norezi, sem nýlega eru afstaðnar, hafa ger- breytt flokkaskipun þingsins. Stjórnar- flokkurinn, sem nú er (íbaldsmenn og hægfara framfaramenn) hafði áður 123 þingsæti, en hefir nú aðeins 24. Fram- sóknarmenn (radikale Venstre) fengu 75 sæti og jafnaðarmenn 23. Fram- sóknarmenn einir hafa meiri hluta í þinginu, en sagt er að eitthvert banda- lag hafi verið með þeim og jafnaðar- mönnum, og að þeir muni því taka þátt í myndun nýs ráðaneytis Þó telja menn víst, að Gunnar Knudsen, for- ingi (ramsóknarmanna, muni verða forsætísráðherra. Stjórnarskifti verða eigi fyr en í janúar, er þing kemur saman. Klrkian. Síðdegismessa á morgun. Jólagjafh. í bókaverzlun Sig. Sigurðssonar, fást mjög hentugar jólagjafir handa ungum og gömlum, konum og körl- um. Það er fjöldi nf ágætum bókum, t. d barnabækur, guðsorðabækur, söngbækur, kvæðabækur fræði- og skemtibækur Ennfremur margir góðir og gagnlegir munir aðrir. Munið að Pijónles er borgað langbezt í Carls Höepfners verzlun. 2 hlufabréf ( »Gufubátsfélagi Norðlendinga« eru til sölu nú þegar, hjá Friðb. Níelssyni, Siglufirði. Hínn heimsfrægi og eini, egta KÍNA-LÍFS-E LIXIR' frá Valdemar Petersen í Kaupmannahöfn, fæst alstaðar á Islandi og kostar að eins 2 KRÓNUR FLASKAN. Varið yður á eftirlíkingum; gætið nákvæmlega að hinu lögverndaða vöru- merki, sem er: Kínvetji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederíkshavn, Köbenhavn og merkinu t grœnu lakki á flöskustútnum. Vindlar eru öllum tóbaksmönnum kærkomin jólagjöf. Rúmar 70 tegundir, með mjög mismuaandi verði fást í T Ó.B AKSVERZLUN Jóh Ragúelssonar. ! 4 t s* í jólasvuntur fallegast og odýrast í verzlan Sn. /ónssonar • ■ • r E-Q-G ^ eru keypt haU Verðí fyrst urn sinn í l Gránufélaasverzl"! i il á Oddeyri. d • ML • 142 vinir, en þau mintust aldrei á hið umliðna, þau virtust aðeins lifa fyrir það starf, sem þau höfðu gert að takmarki sínu framvegis. En þó leið ekki á löngu áður þau fóru að finna til þess að þau vantaði eitthvað, sem öll sameiginleg störf þeirra gátu ekki bætt úr. — Eftir því sem þeim varð uppeldisstarfið léttara og áhyggjuminna, eftir því fundu þau betur til þess hyldýpis sem skildi þau. Krabbe leitaði æ sjaldnar samveru Ester og fór að verða þögull og fáskiftinn; hann forðað- ist oft að vera hjá Ester, einmitt þegar hann þráði mest návist hennar. Stundum datt honum í hug að rjúfa þann garð, sem fortíðin hafði hlaðið milli þeirra, og segja henni alt, — segja henni að hann væri búinn að gleyma og fyrirgefa henni, ef nokkuð væri að fyrirgefa, segja að hann elskaði hana ákafar og innilegar en nokkru sinni áður; en þegar hann kom til Ester, hætti hann æfinlega við það. Hún var svo róleg og ánægð. Börnin voru orðin yndi hennar. Hún fann fullnægju í starfi sínu. Hún var svo falleg og svo hraustleg. — Hún hafði fundið hvíld við starf sitt, hún saknaði einskis. Pannig hugsaði hann, varpaði öndinni mæðilega og hætti við að tala við hana. * * * Annað sumar eftir dvaldi Ester einnig með börnin hjá Vatnshorni og Lilja systir hennar hjá henni. Pó að þangað væri langur vegur og erfiður, kom 143 Krabbe oftast einu sinni í viku til að finna þau og stóð þá við nokkra tíma. Regar hann kom ekki sjálf- ur, skrifaði hann Ester á hverjum degi. Bréf hans voru æfinlega fjörug og skemtileg; honum var orð- ið miklu léttara um að skrifa henni en að tala við hana. Ester hafði tekið eftir þeirri breytingu, sem orð- in var á Krabbe, og var mjög hrygg og óróleg yf- ir því. Henni fanst hún sjá það æ skýrar í hvert sinn sem hún sá hann. Hvað gat það verið, sem lá svo þungt á honum? Stundum vaknaði hún um miðjar nætur og varð andvaka við að hugsa um, að hann væri einn heima og hefði engan til að tala við, og þá langaði liana svo innilega mikið til að fara heim, koma alt í einu, óvænt, setjast við hlið hans, leggja höfuðið að brjósti hans og gráta burt allan hinn innbyrgða söknuð sinn og harm, og biðja hann að leggja sorg sína við sorg hennar, svo að þau gætu borið byrðina sameiginlega, eins og áður.— Nei, öll þessi lön^un hennar var heimska! — Hann hafðí gefið henni hina tryggu, ósíngjörnu vináttu sína og gert henni lífið aftur mikilsvert og nytsamt; gat hún krafist meira? * * * Ester stóð með bréf í hendinni, sem hún var ný- búin að fá. Það var í þetta sinn aðeins örfáar lín- ur frá Krabbe, en efni bréfsins virtist þó hafa mjög ORGEL óskast til leigu nú þegar, — Adam Þor- grímsson vísar á. Abyrgðatmaður: Adam Þorgrímsson. Frentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.