Norðurland - 05.01.1914, Page 3
3
Næst kemur ritgerð eítir Sig. skóla-
stjóra Sigurðsson: Um jarðepli. Skift-
ist hún í þrjá aðalkafla: Ræktun jarð-
epla erlendis á umliðnum tímum,
Ræktun jarðepla á íslandi og Eðli og
þroski jarðeplanna.
Seinasti kaflinn greinist svo marga
liði, og skrifar Jónína Sigurðardóttir
frá Lækjamóti um matreiðslu jarðepla
í niðurlagi hans.
Þessa ritgerð ættu allir að lesa.
Fyrst og fremst þeir, sem eitthvað
fást við jarðeplarækt, því hún gefur
margar og mikilsverðar tendingar í
því efni, en auk þess allir þeir, er
eitthvað hafa með þau að sýsla, því
auk hinna mörgu bendinga um mat-
reiðslu þeirra fjallar hún um geymslu
þeirra og næringargildi.
Það er íhugunarvert fyrir okkur ís-
lendinga, sem ekki getum stundað korn-
yrkju, að hér skuli að eins vera rækt-
uð 25 kg. á mann, en í nágranna-
löndunum þar sem kornyrkja er stund-
uð, er jarðeplaræktin svo margfalt
meiri í hlutfalli við íbúatölu, að Þjóð-
verjar rækta 700 kg., Danir 250 kg.,
Svíar 280 kg. og Norðmenn 240 kg.
á mann. Sumir kunna að segja svo
sem, að jarðeplarækt hér og í þess-
um löndum sé ekki sambærileg, en
sannleikurinn er, að margir hér gera
sér hærri hugmynd um jarðeplaupp-
skeruna í nágrannalöndunurn en hún er
í raun og veru. Meðaluppskera af dags-
láttu er á Þýskalandi 42 tunnur eða
4200 kg., Danmörku 38 tunnur, Svíþjóð
1 30 tunnur og Noregi 46 tunnur. Beztu
1 uppskeru í litlum reitum telja Danir
þrefalt meiri en meðaluppskeru og svar-
ar hún þá til 114 tn. af dagsláttu.
Hér á landi eru engar skýrslur til
um meðaluppskeru, en í daglegu tali
köllum vér það meðaluppskeru þegar
40—50 tunnur fást af dagsláttunni.
I litlum og vffl hirtum görðum er það
alltítt að hér fáist uppskera, er svar-
ar til 80—90 tn. af dagsláttunni, og
hér við »Hverina« hefir hún af litlum
blettum svarað til 125 tn. af dagslátt-
, unni. Það sannast á okkur með jarð-
; eplaræktina, eins og ýmislegt fleira, að
margur hyggur auð f annars garði.
1 Þriðja ritgerðin er eftir Jakob H.
Líndal íramkvæmdarstjóra félagsins um
jarðeplatilraunir Ræktunarfélagsins hin
, fyrstu io ár þess og er í 12 köflum:
Tilraunir, Lýsing afbrigðanna, Upp-
skerumagnið, Meðalþyngd og tala,
Hlutfall milli útsæðis og uppskeru,
Mjölvis- og þurefnismagn, Sumarhitinn
og kartöfluþroskinn, Tilraunir með
mismunandi sáðdýpi, Urvalsrækt Og
þýðing afbrigðanna. Auk þess fylgja
skýrslur mörgum köflunum. Allar eru
þessar tilraunir gerðar af hinni mestu
nákvæmni og standast fyllilega sam-
anburð við samskonar tilraunir erlend-
is, enda hinar víðtækustu, er gerðar
hafa verið hér á landi og því hinn
bezti grundvöllur undir víðtækari til-
raunir í sömu átt, því altaf er ónum-
ið land á hinum ýmsu tilraunasviðum.
Vel getur verið að sumir sem lesa
ritgerðina yfir í fljótu bragði geri sér
ekki Ijósa grein fyrir hina mikla verki,
sem liggur á bak við allar þær tölur
og athuganir, sem þar eru fram sett-
ar. En þeim, sem eitthvað hafa við
þessháttar fengist, finst það ganga
æfintýrum næst þegar þess er gætt,
að jarðeplatilraunirnar eru ekki nema
einn þáttur af tilraunastarfsemi Rækt-
Nl.
unariél. Væri vel þess vert að fara
ítarlegar út í tilraunir þessar og þá
miklu þýðingu, sem þær geta haft
fyrir jarðeplarækt hér á landi, og hin
mörgu sannindi, sem þegar eru feng-
in í hinni löngu leit, er allir þeir
eiga fyrir höndum, sem tekið hafa að
sér það hlutverk, að leita þeirra f
h:num óleystu gátum náttúrunnar. En
það yrði oflangt mál í stuttri blaða-
grein. — Þó langar mig til að skjóta
orði inn í hjá hinum heiðraða höfundi
þegar hann er að ræða um sumarhit-
ann og jarðeplaþroskann. Eg hefi ver-
ið að veita því eftirtekt undanfarin
ár, og komist að þeirri niðurstöðu að
fyrripart sumarsins meðan jarðepla-
grasið er sem óðast að spretta, er
mjölefni jarðeplanna mikið minna en
að haustinu. Þetta virðist liggja í því
að fyrst hugsar jurtin mest um stöng-
ul, blöð og blóm, en þegar á sumar-
ið líður fer hún [að búa rótarvöxtinn,
— sem er forðabúr og framhaldsliður
hennar — undir næsta ár. Þau jarð-
epli sem spretta á stuttum tíma verða
aldrei mjöleínarík. Orsökin til þess að
íslenzku jarðeplin eru svo fátæk af
mjölefni, er sennilega hinn litli sum-
arhiti hér. Á þetta bendir það að í
sendnum görðum og grýttum eru þau
mjölefnaríkari en sá jarðvegur er mót-
tækilegri fyrir hitann, og að jarðepli
úr þeim görðum sem jarðhiti er í
(laugagarðar) eru til mikilla muna
mjölefnaríkari. Þó mun það máske
ekki ráða minnu um mjölefni íslenzku
jarðeplanna, að þau verða því nær
aldrei fullsprottin. Jarðeplagrasið er hér
oft í bezta blóma þegar það fellur fyr-
ir næturfrostum, í stað þess að hið
rétta eðli þess er, að bera blóm og
fara svo smá hnignandi, unz það fell-
ur að fullu þegar það hefir lokið hlut-
verki sfnu sem starfandi líffæri fyrir
rótarvöxtinn.
í einu atriði er eg nokkuð á ann-
ari skoðun en hinn heiðraði höfundur,
en það er um heil og sundurskift
jarðepli til útsæðis, og verð eg að
draga f efa að þessi þáttur tilraun-
anna sé fyllilega ábyggilegur. Utkoma
hans er, að af Vioo úr dagsl. gefa
heil jarðepli 37,2 kg., en sundurskift
29,5 kg. n- v*rður þá mismunurinn
17,7 kg. eða tæpum helmfngi minna
sem hin sundurskiítu jarðepli gefa f
uppskeru. Eg hefi gert nokkrar tilraunir
með heil og sundurskift jarðepli, til
útsæðis, undanfarin sumur, og komist
að þeirri niðurstöðu að sundurskorin
jarðepli f tvent, væru ekki síðri til út-
sæðis en heil, þar sem jarðvegur er
myldinn og efnisrfkur, en að í mörg-
um jarðvegi gæfu hin sundurklofnu
minni uppskeru, en betri, að því leyti
að smælki hefir verið minna og jarð-
eplin jöfn og falleg.
Aðaltilraunina hefi eg gert í bezta
hluta garðsins og hefir uppskeran af
’/ioo úr dagsl. verið 50—100 kg. —
Tilraunirnar hafa verið innifaldar í því
1. að setja niður sömu tölu, en helm-
ingi minni þyngd, af sundurskiftum
jarðeplum og hefir þá uppskeran orð-
ið mjög svipuð. 2. að setja niður sömu
þyngd en fleiri sundurskift jarðeplí
og hefir þá uppskeran orðið meiri af
hinum sundurskiftu jarðeplum en heil-
um. Ætíð sama útkoman, að sundur-
skiftu jarðeplin hafa gefið færri og
stærri afkomendur til uppskeru.
Fjórða ritgerðin er sömul. eftir Jakob
H. Líndal framkvæmdastj.: Búnaðarat-
huganir. Er það hvatning til bænda
að gefa betri gaum en hingað til,
hinum ýmsu atriðum sem búskap
þeirra áhrærir, og fylgja sýnishorn af
skýrslum um garðyrkju, ýms búnaðar-
atriði, áburðarmagn, heyafla og fóður-
eyðslu, og vinnuskýrslur.
Menn eru því miður alt of ófróðir
um flest það, er skýrslum þessum við-
vfkur, og má það ekki minkunarlaust
heita, að svo verði enn um óákveðinn
tíma. Ættu því allir að bregðast vel
við þessu.
Fimta ritgerðin er ennfremur eftir
Jakob H. Líndal framkvæmdarstj., er
það yfirlit yfir starfsemi Ræktunarfé-
lags Norðurlands 1913. Skiftist það
yfirlit í: 1. Gróðrartilraunir. 2. Verk-
leg kensla. 3. Búnaðarnámsskeið. 4.
Ný verkfæri. 5. Samband við búnað-
arfélögin.
Síðast í ritinu eru æfifjelagar Rækt-
unarfél. Norðurlands taldir og eru þeir
alls: 432. Skiftast þeir þannig að í
Húnavatnssýslu . . eru 103
Skagafjarðarsýslu . — 56
Eyjafjarðarsýslu . — 68
Akureyri .... — 23
Þingeyjarsýslu . — 127
og utan Norðlendinga-
fjórðungs ... — 55 =432
Er ekki laust við að það veki undr-
un hjá manni að Eyjafjarðarsýsla með
Akureyri skuli hafa færri félaga fram
að telja en bæði Þingeyjar- og Húna-
vatnssýsla hvor um sig, þar sem mið-
stöð Ræktunarfélags Norðurlands er í
Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri, og
engir eru betur settir en einmitt íbú-
ar þeirra, til að sjá og sannfærast um
hið ómetanlega gagn, sem Ræktunar-
félagið hlýtur að hafa fyrir Norðlend-
ingafjórðung og landið í heild sinni.
Arsritið er prentað í prentsmiðju
Odds Björnssonar, Akureyri, og vand-
að vel að prentun og pappír.
Er það í alla staði hið eigulegasta.
Reykjum 27/n 1913.
Baldvin Friðlaugsson.
%
„Hvað eigum við að
hafa til miðdags?“
Þannig spyr eldastúlkan húsmóðir
sfna á dönsku skotinni íslenzku, sem
skilst þó. Og húsmóðirin leggur nú
höfuðið í bleyti, um það, hvort það
eigi að vera »beuf« eða »kétbúðing-
ur«, »labskás« eða »pIokkfiskur«, sem
á góðri íslenzku nefnist fiskstappa.
En það er fleira matur en feitt két.
Eg mintist á það f fyrra hér f blað-
inu að hinn nafnkunni læknir Hindhede
hefði sýnt fram á það, með ítarlegum
rannsóknum, að karíöflur voru sérlega
holl og saðsöm fæða. Hann hafði mann
til athugunar, sem í 2 mánuði hafði
eigi nærst á öðru en kartöflum, brauði
og plöntufeiti. Síðan hefir hann feng-
ið bæði þennan mann og aðra til að
lifa eingöngu á kartöflum og smjörlíki,
og hafa þeir þrifist vel í alt að þvf
300 daga, á þessari fábreyttu fæðu.
En fullorðinn starfandi maður þarf alt
að því átta pund á dag til þess að fá
nægju sfna.
Áður fyr var þvf haldið fram, jafn-
vel af læknum, að kartöflur væru tor-
melt fæða, sem mörgum yrði bumbult
af, af þvf að það myndaðist svo u.ik-
ill saur af þeim. Rannsóknir Hind-
hede hafa sýnt það gagnstæða. Nýt-