Norðurland - 17.10.1914, Side 2
Nl.
136
grjóti, járnþynnum, tré o. s. frv.
3. »Silo þyrfti að vera eins loít-
þétt, eins og hægt er.
4. »Silo ætti að vera í samræmi
að stærð, við þann fjölda af
gripum, sem fóðra á. Ætti að
eyða á hverjum degi ekki
minnu en tveim þumlungum af
yfirborðinu til þess að það
verjist allri skemd.
5. Betra að hafa það hátt, en ekki
mjög vftt. 32 fet á hæð og 14
fet á þvermál, tæki um 100
tonn og mundi fóðra að mest-
um parti 25 kýr.
6. Ef »cornið« hefði frosið að mun
eða væri þornað upp til muna
þegar það er saxað upp, þarf
að láta vatn í það, svo að það
verði vel deigt, þegar inn kemur.
7. Bezt að »cornið« sé í deigi
þegar saxað er.
8- Veggirnir þurfa að vera sterk-
ir, því þrýstingurinn að innan
er mikill.
Maísrœkt.
Að endingu ætla eg að segja, að
orsökin til þess að eg bygði »silo«
var sú, að eg var farinn að sann-
færast um, af minni eigin reynslu
og af þvf sem eg sá í kringum mig,
að hveitirækt einvörðungu, var að
verða hættuleg að »stóla á«. Eg
þóttist sjá, að menn hér mættu til
með að haía griparækt með, ef vel
ætti að fara. Eg sá ekki góðan veg
til að hafa gripi að mun á heyi, sem
ekki grær hér vilt til muna, og ef
þvf er sáð, vex það ekki nema 1
tonn af ekru til jafnaðar, eða þarum
bil. Það sem vakti fyrir mér, var
að komast að hvað »corn« gæti hjálp-
að í þessu efni: því eg hafði heyrt
»Corn is King«, en hafði aldrei
eiginlega skilið, hvað þ^ð meinti. Nú
er eg farinn að skilja það betur. Það
sannast, að yfir alt þetta stóra miðbik
Norður Amerfku, þar sem »corn«
vex, og það er yfir stórt svæði, bæði
í Bandaríkjum og Canada, verður
»Corn King«, eins og það hefir
verið, þar sem mennirnir hafa trú á
því. Eg er sannfærður um, að ekkert
verður vissara, til að byggja upp
framtfðar hagsmuni okkar bændanna,
heldur en »corn«-rækt til fóðurs;
tækifærið er ótakmarkað; við erum
ekki nema byrjaðir, aðeins örfáir að
vakna til meðvitundar um. hvað hægt
er að gera.
Mótbárunum þessum almennu: »Æ,
þetta er svoddan óttalegur kostnaður*,
eða »Æ, þetta er svo rnikið verk,»
þeim anza eg ekki. Tækifærið er
hvorki meira né minna með »corn«-
rækt, en 160 naut og svín á hverjum
160 ekrum í North Dakota, Manitoba
og vfðar hér um slóðir, bara ef hin
komandi kynslóð vildi sjá það þann
veg.
Þinn einlægur
S. Thorwaldson.
Séra Arboe Rasmussen
sýknaður.
Af blöðunum, og þó sérstaklega grein
Einars Hjörleifssonar í »Skírni«, mun mönn-
um í fersku minni ofsóknin gegn danska
prestinum Arboe Rasmussen, sem flæmdur
var frá embætti sínu, um stundarsakir í öllu
falli, af embættisbræðrum sínum, dönsku
heimatrúboðs-klikkunni, og ofsóttur á allar
lundir, með málshöfðun o fl., fyrir kenn-
ingar sínar. »Prófastarétturinn« hefir nú
kveðið upp dóm í málinu 27. ágúst s. 1. (í
Aalborg) og sýknaði hann Arboe Rasmus-
sen gersamlega. Formaður dómsins var Bay
héraðsfógeti frá Terndrup. Höfler prófastur
frá AIs vann kappsamlega að því að fá séra
A. R. sakfeldan og greiddi atkvæði með
því. — Féndur A. R. haf i þegar áfrýjað
dóminum til hæztaréttar og bíða nú margir
með óþreyju eftir því að vita hversu frjáls-
lyndur sá »réttur" verður í skoðunum.
1
Heimkoman.
Vesíurförii).
Heill þjer, fagra fósturmold,
með fannaskrautið bjarta;
nútímans ertu náðarfold,
og norðurskauísins hjarta.
Eg er kominn heim aftur til fæð-
ingarlands míns, hingað til átthaganna,
þar sem eg ólst upp og hefi séð feg-
urstu ef eigi beztu daga æfinnar.
Rétt 40 ár voru liðin hinn 14 á-
gust síðastl. síðan eg fór, ásamt 350
íslendingum til Vesturheims (þ. e. til
Kanada) til að leita þar lukkunnar og
vinna mér til frægðar og frama, meir
en mér sýndist þá mögulegt hér á ís-
landi — ísalandinu, sem ekki gaf mér
kost á öðru en verða fátækur vinnu-
maður eða preslur.
Mig langaði til að læra þau vísindi,
er gætu stilt öldur sjávarins, breytt
»steinum í brauð« og handsamað norð-
urljósin. Steinarnir voru lifandi, hugs-
aði eg þá; þeir nærðu mosann, og svo
langaði mig til að sjá land það, er
Leifur heppni og Bjarni Herjúlfsson
höfðu fundið fimm öldum áður en Kol-
umbus sigldi þangað. Eg vifdi sjá af-
reksverk hinna ungu, uppvaxandi þjóða
vestan hafs, og verða þar maður með
mönnum. —
Þessi æskudraumur rættist að nokkru
leyti. —
Eg hefi séð Ameríku (Eiríks land?)
og ýms stórvirki Ameríkumanna, undr-
ast fegurð landsins og unnað mannúð
þeirra og menningu,—en aldrei gleymt
ættjörðinni snæföldnu, né fegurð henn-
ar og fólki.
Eftir 14 ára framsókn í Kanada, 5
ára og 8 mánaða starf í Bandaríkj-
unum, 6 mánaða ferðaflakk til íslands,
árin 1894 og 1895, 21/2 árs stríð á
Bretlandi og 17 ára og þriggja mán-
aða dvöl í París, höfuðborg Frakk
lands, er eg kominn aftur; ekki þó
til þess að forða lífi mínu né af ótta
fyrir ýfirstandandi ófriði, — því mig
skiftir það htlu hvar bein mín liggja,
þegar lífið þrýtur, — og mér hefir oft
fundist eg vera búinn að lifa nógu
lengi til lítils gagns, — heldur til að
sjá ættfólk mitt og vini og fósturjörð,
og láta þá heyra af mfnum eigin munni
sumt það, er eg hefi reynt að rita, en
sem eigi er fullkunnugt. Einkum það,
að eg ftygg að ísland eigi fagra og
þýðingarmikla framiíð í vœndum og
að fólk þess geli búið þa, betur og
átt þar betri daga en allur þorri al-
þýðu á í þeim löndum, sem eg hef
dvalið í síðan eg fór héðan.
Og svo óska eg alþýðu íslands til
heilia.
Akureyri 22. sept. 1914.
Frimann B. Arngrimsson.
Hannes Hafsteln
fyrv. ráðherra var veikur nær því
allan septembermánuð, en er nú orð-
inn heill heilsu aftur fyrir nokkru.
Gleður það alla vini hans og kunningja
°g góða íslendinga, og það' því meir,
sem sagt var um skeið, að hann væri
hættulega sjúkur.
Kvæði það, sem hér er fremst í
blaðinu eftir Sigurð skáld Sigurðsson
lyísala í Vestmannaeyjum, vonar »N1.«
að háttvirtur höf. misviiði ekki, þó
prentað sé hér án hans leyfis. Flestir
eða allir Norðlendingar munu honum
þakklátir fyrir það, eins og mörg önn-
ur góð kvæði hans,
Gamalmennahæli.
100,000 króna gjöf.
Simfrétt í dag.
Jóhann Jóhannesson bæjarfulltrúi í
Reykjavík afhenti stjórnarráðinu í gær
eitt hundrað þúsund krónur í verð-
bréfum, að gjöf, til stofnunar gamal-
mennahælis í Reykjavík og á stofnun-
in að bera nafn konu hans, Sigur-
bjargar Guðnadóttur, sem nýlega er
dáin á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn,
en verið hafði kvenskörungur og fá-
tækum gamalmennum í Reykjavík hin
mesta hjálparhella.
Retta er einhver hinn mesti höfð-
ingsháttur, sem Norðurland veit til að
sýndur hafi verið í alþjóðarþarfir á ís-
landi af einum manni. Jóhann byrjaði
að reka sjálfstæða atvinnu fyrir fáum
árum, þá alveg efnalaus, en hefir nú
auðgast þetta og þó oft gefið höfð-
inglegar gjafir til ýmsra mannúðarfyr-
irtækja. Væri vel að ísland ætti marga
syni, sem líktust honum.
%
Símfréttir af stríðinu.
London. sunnudag 11. oktb.
Þjóðverjar tóku Antwerpen í fyrri-
nótt. Her Belgja yfirgaf borgina á
föstudagskvöldið. Þjóðverjar sóttu á
með skothríð úr 200 stórskotafall-
byssum. Borgin er hræðilega útleik-
in og eyðilögð.
Þjóðverjar og Rússar segja hvorir
um sig að þeir sæki fram íAustur-
Prússlandi.
Frakkar segjast hafá hrundið af
sér grimmilegum áhlaupum Pjóð-
verja í gærog unnið nokkuð á norð-
an við Oise og Saint Mihiel.
Carolus konungur í Kumeníu and-
aðist í gær.
London, mánudag 12. oktb.
Flotamálastjórnin tilkynnir að
brezkir sjóliðsforingjar og sjómenn
hafi hjálpað til að verja Antverpen.
Pegar borgin var áð falla urðu peir
aflokaðir af Pjóðverjum en komust
jaó til Hollands í nótt og lögðu þar
niður vopn sín. Af Bretum féllu að-
eins 300 1 Antverpen.
Frá Paiís er símað að hlé virðist
á orustunui. Aðstaða Bandamanna
er óbreytt nerna þeir vinna lítið
eitt á og hertóku einn fána Pjóð-
verja í gærmorgun.
London, þriðjudag 13. oki.
Opinberlega tilkynt frá París:
Æðisgengin riddaraliðsorusta hefir
staðið í vinstra herarmi Bandamanna
frá í gærdag. Þjóðverjar hraktiraft-
ur hvað eftir annað Úrslitin ófyrir-
sjáanleg.
Frökkum miðar allvel áfram við
Aisne.
Þýzk loftskip kastaði 20 sprengi-
kúlum niður yfir París í gærkvöldi. 4
menn drepnir. Margir særðir og
mörg hús skemd. í morgun var
enn kastað sprengikúlum án þess
flugvélar Frakka gætu viðgert. Ein
kúlan kveikti í Notre-Damekirkj-
unni og önnur fór gegn um gler-
þak á biðsal norðurbrautastöðvanna.
London, miðvikudag 14. okt.
Símað frá Pétursborg að þýzkur
neðansjávarbátur hafi sökt miklu
herskipi rússnesku sunnarlega í Aust-
Umsóknir um garóyrkju-
Kenslu í gróðrarstöðinni í
Reykjavík 1915 sé sendar Einari
Helgasyni garðyrkjumanni fyrú
lok janúarmánaðar. Kenslutími 6
vikur frá byrjun maímánaðar.
Nemendur fá 40 kr. námsstyrk,
og auk þess nokkurn ferðastyrk
þeir sem langt eru að.
Umsóknir til búnaðarfélags-
ins um styrk til jarðahóta \9$
er æskilegt að komnar sé til
félagsins fyrir lok marzmánaðar.
Búnaðarfélag ísiands.
ursjónum. Öll skipshöfnin iét m
sitt.
Símað frá París að her Sambands-
manna hafi unnið áfram á nokkrufl1
stöðum hingað og þangað meðfra111
allri herlínunni.
London, fimtudag 15. okt.
Búist við fullkominni úrslitaorustu
milli Belgja og Þjóðverja á hverjfl
augnabliki á svæðinu milli Gent og
Ostende. Stjórn Belgja er komin til
Havre á Frakklandi og hefir lýst
opinberlega yfir, að hún hafi Þaf
aðsetur fyrst um sinn. Stjórn Frakka
lýsir yfir, að hún vilji búa alt serfl
bezt í haginn fyrir stjórn Belgja 1
Havre, svo hún geti notið sín þar
sem bezt.
Opinberlega tilkynt í París, ^
staðfesting og full vissa sé fengin
fyrir framgangi Sambandshersins, er
blöðin gátu um í gær að hefði ver-
ið yfir alla herlínuna.
London, föstudag 16. október.
Belgjaher komst heilu og höldfl11
til Bryggeborgar (er liggur miðja
vega milli Antwerpen og Ostende)
Sambandsherinn vinnur talsvert a
milli Arras og Albert og Caaonfle
og Beine (norðaustur af Reims). Eflfl'
fremur hafa Þjóðverjar yfirgefið
vinstri árbakka Lysárinnar. BreZ^
beiíisnekkja „Yarmouth" sökti ein11
af stórskipum Hamborg-AmeríkU'
iínunnar og tók eitt grískt eimskiP'
Bæði skipin voru í fylgd með her'
skipinu „Emden" er liefir gert rflik'
inn usla í liði Englendinga. Kapný'
lendan í Suðurálfu gerir uppfe*sl1
gegn Englendingum undir forustl1
Maris ofursta. Herlið Breta þar syðra’
hefir þegar tekið fasta 80 af Ii^s'
mönnum hans. Þýzkaland hefir °P'
inberlega viðurkent. Kap-nýlendu113
sem sjálfstætt ríki.
London, laugardag 17. okt-
Þýzkur neðansjávarbátur sök*1
í gær enska línuskipinu „Harvzke
sunnarlega í Norðursjónum. Fj®1
manna fórst Botnvörpungar björáí
uðu 3 yfirforingjum og 49 dátum.
Símað frá Amsterdam að
menn sem komu frá Belg*u 1 11,
segi að Þjóðverjar hafi tekið Ostefl
í gærmorgun. ,
Opinberlega tilkynt í París ^
eystii vígstöðvunum, að Rússar ha
hrint af sér öllum áhlaupum Þj ^
verja og sæki fram með góðum
rangri. Við vígstöðvarnar í Fra
landi er alt óbreytt.