Norðurland - 21.11.1914, Síða 1
NORÐURLAND.
^noJ
'13V
45. blað.
Akureyri: 21. nóvember 1914.
Hugahvarfl ofan frá fjöllum.
Árið liðna, frá veturnóttum til vet-
urnótta talið; hefir verið tíðendamikið
og margt erfitt hefir það fært mönnum.
Ekki hefir það glætt mjög trú mfna á
jafnstiga og auðsæa framför mann-
kynsins á einum mannsaldri talið.
Ekki styrkt traustið á þjóðþriflega
menning landa minna og því síður á
kristilegan hug Norðurálfuþjóðanna, né
djúpa, holla og göfuga menningu
þeirra.
Þá er fyrst um okkur fslendingana
Veturinn í fyrra var ómunalega illur
og langstæður, og voraði seint og
óhagstæðlega; svo elstu menn hér f
Þingeyjarþingi þykjast ekki muna jafn-
harðan vetur. Sumarið áður hafði gef-
ist ágætlega hér nyrðra og voru hey
manna því mikil og vel verkuð, fyrir
það sluppu menn víðast sæmilega frá
harðindunum. Öðruvísi vissi við Sunn-
anlands, þar nýttust hey afarilla sök-
um óþurka, þar reyndust heyin stór-
skemmd og afgjafa-ill. Þar sóttu sjúk-
dómar á sauðfé manna einsdæma mikl-
ir og þar urðu sauðfjárhöld stórum ill
að lokum.
Það er, með fáum orðum sagt, kvik-
fjárdauði á landinu varð geysimikill
veturinn og vorið 1914, til stórtjóns
þjóðinni efnalega og sárústu skapraun-
ar bæði þeim er fyrir urðu og hinum
er afspurn höfðu af; miklu mest reyndi
auðvitað á þá sem skaðann liðu og
þeir munu aldrei gleyma þeim tfma
þegar fénaður þeirra veslaðist upp,
dró fram og drapst að lokum; sú kvöl
að horfa á þjáningar og þrautir ves-
alings skepnanna er nfstandi sár og
þar við baetist að tapa svo að lokum
miklum hluta bústofnsins; lenda í efna-
legri kreppu eða þá örbyrgð
Hvað mikið af dauða sauðfjárins
er illkynja sjúknaði að kenna getur
enginn með vissu sagt um; né fullyrt
hvað margt hafi drepist úr haiðrétti
og fyrir of slæmt eða of lítið fóður.
Hitt er deginum ljósara að fjöldi ung-
iamba drapst og fjöldi eldra sauðfjár
dó hungurdauða.
Það kann maður manni að segja,
með fullri sannleikstrú, að á landinu,
hér og þar, hafi geysimargt af sauðfé
Verið drepið úr hor síðastliðið vor.
Opinberlega er fátt um slíkt talað,
varlega stilt orðum og sem mestri
s°h skellt á kvillana. »Skitupestin« er
afanll og torveld að fást við, en í
þetta skifti held eg hún sé margföld-
uð og gerð ag enn voðalegri drep-
*6tt en dýpsta sannfæring manna sé
»iss um að réttust sé og hreinskilnis-
'egast frá greint.
Skaðinn, sem landið hefir beðið af
Wðindum síðastliðins vetrar er mikill
mun draga stórum Ur þreki manna
°g framkvæmdum til endurbóta búnað-
4tins; lama fjölda manna um iengri
eða skemmri tíma; er það ekki gleði-
'egt efni til umhugsunar, þeim Sem
Wðs æskja þjóð sinni og vonuðu ann-
írs betra og sjálfstæðilegra fyrir henn-
ir hönd,
XIV. ár.
Selabyssur.
Undirritaður tekur að sér
pöntun á selabyssum Cal. 8,
reyndum og viðurkendum verk-
færum. Menn ættu að koma
með pantanir sínar a'ður en
„Ceres* og „Ingólfur" fara til
útlanda, pví pá geta byssurnar
Komið í janúar.
Sýnishorn af alskonar byss-
um geta menn fengið að sjá.
Oddeyri, ii. nóvemb. 1914.
J. H. Havsteen.
Lftill reyndist árangur horfellislag-
anna, svo einbeittleg og þau eru á
pappírnum eins mögur virðist mér
eftirteljan. Nú eru þau að kveðja og
höfðu sjaldan afieksverk unnið, hvorki
leynt né ljóst. Annað er að setja lög
og hitt að fylgja þeir einbeittlega;
þessi horfellislög og framkoma þeirra
sýnist hafi slórt og ekki lifað, hangið
líkt og hræða á staur og loksins fok-
ið niður í mestu harðindunum. Hvað
skyldu margir hafa brotið þau? Og
margir íengið að kenna á umbun
þeirra, réttvfsri og eftir orðanna
strangleik?
Hungur-dauðann síðasta, með öllum
sinum ástæðum og afleiðingum, tel
eg ótvíræðan vott um að menning
þjóðarinnar sé rýrari en eg og aðrir
höfðu vænst eftir; því þyngra þótti
mér að verða að reka mig þannig á,
sem menningarglamrið hafði verið há-
værara nú um fleiri ár og eg leiðst
til að trúa því, meir en góðri gagn-
ryning hæfði. Ymislegt annað benti
til umbóta og framfara og mér var
Ijúft að trúa og vona. Eg hélt að
þjóðin væri forsjámeiri með ásetning
búfjár en reyndist, þrifnari með hey
og gjafir, úrræðameiri og karlmann-
legri þegar á herti. En svona fór það.
Hér var snöggi bletturinn, þar beit
vopnið, því blæðir undin.
Menningin var óþroskaðri en eg og
margir aðrir héldu — að minsta kosti
í þessu efni. Lögin sem löggjafar
þjóðarinnar höfðu sett, til þess að
kenna mönnum fyrirhyggju og mann-
úð, þau höfðu ekki komið að svo mikl-
um notum og þá dreymdi um eða
létu yfir í fyrstu; þau voru valdboð
að ofan og gengu ekki til hjartna
mannanna; mannúðarkendin var ekki
vöknuð hjá svo mörgum sem þurfti,
og skynsamlegt búvit skorti hjá fjöld-
anum, Góða menningu, sem vaknar
og dafnar að neðan, 0: með dæmum
og kenningu beztu manna og sann-
mentun fjöldans; hana vantaði.’
Fjárdauðinn og mikill hluti lamba-
dauðans er ömurlegt tákn þess, að
kaldur dofinsháttur um vellíðan bú-
fjárins er mikiu ríkari hjá fjölda manna,
Hráolíumótorinn »Vesta«
fyrir skip og fiskibáta, er hentugri, endingarbetri, áreiðanlegri og langtum
odyrari 1 notum en þeir mótorar, sem hingað til hafa þekst hér á Iandi.
Undirritaður, sem hefir aðalumboð fyrir Island á þessum viðurkenda á-
gæta, mótor, útvegar einnig með verksmiðjuverði, mótora frá flestum öðr-
um motorverksmiðjum. Einnig mótorbáta.
lón S. Esphólín
Talsimi 41 Akureyri.
en líklegt þótti: að trassaskapurinn
loddi stórum við geysiu.arga, að fjölda
margir settu enn þá — 1914 — á
guð og gaddinn að nokkru leyti.
Kinnroða megum við flestir bera
fyrir tæpan ásetning og sumir nokkuð
sterkan.
Þjóðin öll ber skarðan skjöld drengi-
legs metnaðar; mannúð og hyggindi
fengu hér illan Þránd á götu sinni,
þann er brátt skyldi moldu ausinn.
Verði þessi óhaglegi árekstur víti
til varnaðar; læri menn af þessu harða
dæmi nærgætni við búféð og traust-
an ásetning, þá má segja að »fátt er
svo ilt að einugi dugi«. Með því einu
getur sá svarti díll af þvegist, sem
Þorgeir smjörhringur þessa tíma, hefir
á þjóðsæmdina sett.
Ekki svo fáar raddir hafa nú um
langt skeið látið okkur (»Mörlandana«)
heyra hvað hér skorti menningu, fram-
för og forsjá; hvað stórþjóðirnar í
Norðurálfunni stæði miklu hærra og
ofar okkur; eftir þeirra dæmi yrðu
íslendingar að feta, svo sem unt væri,
ef þeir ættu að verða nýtir menn,
þjóð með þjóðum teljandi. Margt
er af þeim hægt að læra ef auðna
gefur þeim vitið að velja rétt sem
það ættu að gera. Hitt dugar illa að
sníða okkur stakk eftir þeirra vexti;
taka menningu þeirra skilyrðalaust til
fyrirmyndar. Menning stórþjóðanna
hefir sinn djöful að draga, sfna stór-
galla, misbresti.
Um þá er ekki hægt að ræða í
stuttri biaðagrein og til þess vantar
mig skilríki og nákvæma þekkingu.
En eitt get eg bent á: Djöful ó-
friðarins. Voldugustu þjóðir Norður-
álfunnar berjast með meira mannskaða
og voðalegri morðtólum en nokkru
sinni áður; mentaþjóðirnar, Englend-
ingar, Frakkar og Þjóðverjar drepast
niður hrönnum saman, hvað þá hinar,
sem miana hafa menningar orðsporið.
Dag eftir dag falla hraustustu menn
þjóðanna svo tölum verða seint taldir.
ÖIl voðaverk hernaðarins eru unnin
með fádæmum; óargagrimd manndýrs-
tns veður blóðvaðlana og treður dauða
og særða mannabúkanatilfinningarlaust;
hlutlausum þjóðum er inisboðið og
slátrað miskunarlaust. Bölið og óttinn
kvelja menn og málleysingja. Tortím-
ingin geysar óþrotlega yfir alt orustu-
svæðið. Danir, Svíar og Norðmenn
standa á öndinni og blikna af hræðslu;
hver veit nær lönd þeirra verða fyrir
sömu óréttindunum og Belgíumenn.
Þegar saga þessa síðasta hernaðar
verður sögð svo nákvæmlega og unt
er, þá mun harmur og gremja fylla
hjarta hvers manns; þjáninga-saga
þessa ægilega tíma verður þó aldrei
nema hálfsögð; kvöl einstaklinganna
og þjáningar allra sem fyrir ófriðnum
urðu verður að hugsa sér í samræmi
við frásöguna,
Ringulreiðin og skorturinn, sem
kemst á alla vinnu, alla verzlun og
viðskifti hefir skaðsamleg og lamandi
áhrif á hvert land og byggða ey f
Norðurálfunni og þó víðar. Skortur
lífsnauðsynja hangir yfir höfði manna
eins og Damóklesarsverð.
Svona meingallað hugarfar leyndist
með menningu og framför stórþjóð-
anna: mannfellirinn þar, verður nú
ckki getið til hvað mikill muni verða.
Eins og voldugar þjóðir rísa hátt með
dugnað og framkvæmdir; eins ægileg
verk vinna þær þegar ofsa hernaðar-
ins þyrmir yfir.
Þeir dílar svtða lengi, sem nú
brennir hver þjóðin annari; skömmina
munu þær seint þvo af sér; vígroða
mun lengi varpa á hvíta friðarskjöld-
inn, þá loksins honum verður brugðið
upp. Þeim voða, sem síðari kynstóðir
munu bölva og háta.
Er ekki að vænta þess, æskja þess,
að eftir þenna hernað hati allir bestu
menn orustur og hernað; að farið sé
um láð og lög blóðgum brandi og
loftið Ifka.
íslendingar hafa ekki hátt á legginn
risið, því varð fall þeirra ekki mikið.
Stórþjóðirnar fá skaðsamlegri biltu og
seinfyrndari. Offorsið steypir flestum.
Iðrun og áklögun einar saman fá
litlar yfirbætur gert. Á þeim hefi eg
litlar mætur og litla trú.
Góðsamar endurbætur með göfug-
um framfötum; það er vegurinn til að
ná aftur virðingu sinni.
Þess þurfum við smáir og fáir.
Þess þurfa mentaþjóðirnar þó að
miklu meiri mun. Porgils.
Tvíritunarbækur,
Verzlunarreikningar,
Bréfsefni
Og
Umslög
með firmanafni
fást f prentsmiðju
Odds Björn8sonar.