Norðurland - 14.08.1915, Side 2
Nl.
94
777 kaupmanna og kaupfélaga.
Eg undirritaður sem hefi fyrsta flokks sambönd á vindlum, sigar-
ettum, og allskonar tóbakstegundum, leyfi mér hér með að benda
kauptnönnum og kaupfélögum á að snúa sér beint til mín, með
öll innkaup á þeim vörutegundum
Reykjavík í águst 1915.
Virðingarfylst
R. P. Levi.
Til kaupmanna.
Aldinsafagerðin »S A N I T A S* við Reykjavík mælir með sinni alkunnu
S Æ T S A F T. Eftirlitsmaður verksmiðjunnar er G. Björnson landlæknir.
wS" vendboi goi eldfœti.
Með e.s Vesta fjekk jeg nú talsverðar birgðir
af ofnum og eldavjelum af ýmsum stærðum.
Öjggert JCaxdal.
Itm láð og lög.
— Héraðslœknir í Pistilfjarðarhér-
aði er settur jrá 1. ágúst Pórhallur
Jóhannesson cand. med. Hann kvœnt-
ist um miðjan j. m. í Reykjavik, ung-
frú Ágústu Jóhannesdóttur.
— Iveir sjóliðsforingjar af „íslands
Falk“ hafa verið að mœla fyrir hafn-
arstœði við Eyrarbakka undanfarið.
Peir gera það jyrir Lefolú stórkaup-
mann sem þar rekur verzlun og hefir
i hug að byggja höfnina fyrir eigin
reikning.
— Gift eru Kr. Linnet sýslumaður
Dalamanna og ungfrú jöhanna Július-
dóttir.
— Hínn nýi danski doctor við Há-
skólann i Reykjavik, magisíer Holger
Wiehe er kominn þangað. Rikisþingið
danska hefir samþykt fjárveiting til
embættisins 4000 kr. árlega. H. Wiehe
er alkunnur íslandsvinur og œtti oss
að vera styrkur að honum i þessu
sæti. „Norðurl." bíður hann velkominn.
— Seítur sýslumaður i Árnessýslu
er Eirikur Einarsson kand. jur. frá
Hæli, er var löggæztumaður á Síglu-
firði sumarið 1913.
— „Dagsbrún“ heitir blað sem
Ólafur Friðriksson (póstafgreiðslu-
manns Möller) er farinn að gefa út
i Reykjovik. Pað fylgir stefnu jafn-
aðarmanna.
— D. Thomsen konsúll i Reykja-
vik hefir selt G. Eirikss stórkaup-
manni þar, hið mikla hús sitt við
Lœkjartorg fyrir 60 þúsund kr.
— Islenzku ofnkolin (af Vestfjörð-
um) voru reynd í eldhúsi klþingis 30.
f. m. og þóttu reynast vel.
— Hvalsöe heitir maður, danskur
að ætt er keypt hefir um 200 sauð-
fjár hér á landi, er hann ætlar að
flytja til Grænlands. Féð verður flutt
út frá Reykjavik.
;
Akureyri.
Paul Witte frá Gautaborg, er hér
hefir rekið síldarútveg undanfarin ár,
er kominn fyrir nokkru. Hefir hann
nú 4 eimskip til síldveiða og hafa
þau fengið svo góðan afla að hann
sendi milliferðaskip sitt >Blanche« til
Gautaborgar fyrra fimtudag með fyrsta
farminn, um 3000 tunnur.
Opinberunarbók Hinrik Thorarensen
stud. med. & chir. (sonur O. C. Thor-
arensen lyfsala) og ungfrú Svanlaug
Olaísdóttir stud. art. (framkvæmdar-
stjóra sál. Arnasonar frá Stokkseyri)
Norður að Ásbyrgi hafa ýmsir far-
ið um þessar mundir héðan úr bæn-
um, m. a. Arni Pálsson stud. ung-
frúrnar Kristín Pálsdóttir og Guðrún
Tulinius o fl.
Málararuir Kristín Jónsdóttir frá
Arnarnesi og Þórhallur Björnsson frá
Ljósavatni, hafa undanfarið verið upp
í Mývatnssveit, til þess að mála lands-
lagsmyndir og komu með mikið mynda-
safn hvort um sig. — Kristín, sem
hefir nær því lokið námi á listahá-
skólanum í Khöfn, ætlar til Reykja-
víkur bráðlega og halda þar sýningu
á málverkum sínum.
Líkneski af Matthíasi skáldi er Rik-
harður myndhöggvari nú að gera f
Reykjavík, fyxir tilhlutun nokkurra
góðra borgara á Akureyri.
Björgunarskipið „Geir“ verður hér
nyrðra í sumar. — Það kom fyrst í
þeim erinduin norður að bjarga síld-
veiðaskipi Chr. Evensen, því er strand-
aði við Gjögur, en ætlar svo að bfða
hér fram undir haustið og sjá hvað
verður að gera.
Aðkomumenn síðustu daga: Páll
Einarsson bókhaldari á Vopnafirði,
Guðm. Vilhjálmsson bókhaldari Húsa-
vík.
Eimskipið > Skolma* sem sökk á
Skjaldarvík í fyrraSumar og legið hef-
ir þar á mararbotni síðan, er nú kom-
ið hér inn að hafnarbryggjunni. Otto
Tulinius konsull keypti skipið af vá-
tryggingarfélagi því er hafði það í
sæábyrgð og fékk svo björgunarskipið
»Geir« til þess að reyna að ná því
upp. Hefir »Geir« verið að fást við
það starf nú í vikunni og hepnaðist
það að lokum. — »Skolma« er líticf
skemd og ætlar Tulinius að láta gara
við hana og halda henni svo út til
fisk og sfldveiða.
Frímann B Atngrímsson er alt af
að hugsa um raflýsing og rafhitun
Akureyrar og er þeirri viðleitni hans
og starfsemi tæplega sint með þeim
áhuga meðal bæjarbúa sem æskilegt
væri Hann hefir nú síðast samið ritl-
ing um þetta mál, sem kom út nýlega
frá prentsmiðju Odds Björnssonar.
Ættu menn að kaupa hann alment.
Og eins aðrir kauptúnsbúar, en Ak-
ureyringar, hérlendis.
Frá Reykjavik eru nýlega komnir:
Ingólfur Jónsson prentari sem starfað
hefir í prentsmiðjunni »Rún« en nú
hefir tekið inntökupróf f mentaskól-
ann, Kristján Sigurðsson er sezt að
hér í bænum og Bergvin Jóhannsson
frá Gautsstöðum er tekur sér bólfestu
á Svalb irðseyri.
Látinn er hér á sjúkrahúsinu Armann
Eirfksson bóndi frá Þorsteinsstöðum
í Höfðahverfi að eins 29 ára gamall,
duglegur maður og vel látinn. Bana-
mein' hans var botnlangabólga.
Frú N Christensen kom hingað heim,
úr ferð sinni til Noregs, á miðviku-
daginn Frú Sigriður Sæmundsson hef-
ir (eng'ð nokkra heilsubót f Noregi
og er larin þaðan til Kaupmannahafnar.
Eiazráð /. V. Havsteen og frú hans
fóru til Reykjavíkur á »Gullfoss« og
ætlar Havsteen að leita sér lækninga
við sjóndepru hjá Fjeldsted augnlækni.
Sítdarskipin koma inn daglega að
heita má og hafa mörg þeirra fengið
góðan afla. Er nú smátt og smátt að
lifna yfir bænum eftir mókið sem hef-
ir verið í sumar lengst af og stafað
hefir af hafísnum og kuldanum.
Aðkomumenn Sigurjón Jónsson út-
gerðarstjóri frá ísafirði, Brynjólfur
Arnason exam juris frá Khöfn.
Sunnan Kjalveg komu gangangi um
helgina þeir Jakob Kristjánsson prent-
smiðjustjóri og Jón Albertsson úrsmið-
ur (Jónssonar frá Stóruvöllum). Þeir
voru viku frá Reykjavík, fóru fyrst
austur að Þingvöllum, Geysi og Gull-
fossi, en svo norður þaðan. Þeir fengu
gott veður og bjart á öræfunum og
sválu þar uppi í þrjár nætur. Þegar
þeir komu niður á Mælifellsdal hreptu
þeir þoku.
X
Þýzk sriafmllill.
Bald. Ryel verzlunarstjóri fékk með
»Vestu« bréf frá systur sinni sem
býr f Bremen dags. 15. júlí og segir
hún honum meðal annara frétta, þessa
smásögu: Hér er í dag vígt hátíð-
lega tiélíkneski af Roland sem stend-
er á einu torgi borgarinnar. Þeir sem
vilja styrkja föðurlandið kaupa sér
nagla f búð er selur þá fyrir hið op-
inbera til þess að reka f líkneskið
og gengur ardvirðið fyrir |naglana til
þeirra sem eru komnir heim særðir
úr stríðinu. Járnnagli kostar eitt mark
(nál. 90 aur.), silfurnagli 5 mörk og
gullnagli 20 mörk. Allir naglarnir eru
merkfir, hver nagli með nafnstöfum
þess er gefur þá. Fyrsta daginn sem
þetta var auglýst, voru pantaðir 9000
gullnaglar með stöfum.
$
Vélskipið
•Windy‘
er til sölu. Skipið er bygt síð-
astliðið haust, úr vönduðu efni
og góðuni útbúnaði að öllu leyti
bæði er snertir skipið sjálft, segl
og reiða.
Lengd milli stafna er 50 fet.
Breidd (um miðju) 20 fet.
Ristir, með kjalfestu 9 fet,
Ristir, hlaðið að fullu 12 fet.
Hæð lestarrúms er 9 fet.
Ber nálægt 72 tonna punga.
Vandaður >,Skandia"-mótor, 36
hesta, er í skipinu og útbúnaður
til pess að vinda upp með hon-
um akkeri og Iínur. — Skipið
er gott sjóskip, pað kom hingað
frá Svípjóð í vor og verður hér
í sumar. Ættu peir er vilja fá
sér verulega gott skip til veiða
eða flutninga að nota tækifærið.
Söluverð verður nálægt
18,000 kr.
Allar nánari upplýsingar gef-
ur fyrir hönd eigendanna
Otto Tulinius
konsúll, Akureyrl
og eru lysthafendur beðnir að
snúa sér til hans sem fyrst.
/ bókaverzlun
Kr. öuðmundssonar
á Oddeyri er nýkomið:
Pjóðfélagsf rœði eftir Einar Arnórs-
son ráðherra.
Lög Islands (framhald) eftir sama,
og ei u áskrifendur beðnir að vitja um
hin nýkomnu hefti.
Frá Skotlandi eftir Jón Þorbergs-
son fjárræktarfræðing.
ísland og ófriðurinn eftir Bjarna
frá Vogi.
Ennfremur ýmsar aðrar góðar
bækur ritföng, myndir o. fl. til tæki-
færisgjafa o. fl.
Klæðaverksmiðjan
Gefjun
Akureyri.
Eins og að undanförnu, tekur verk-
smiðjan á móti ull og ullartuskum,
til kembingar, spuna og vefnaðar, og
afgreiðir allar sendingar svo fljótt
sem unt er.
Ný sýnishorn af dúkum eru til sýn-
is á afgreiðslustofu verksmiðjunnar og
hjá umboðsmönnum hennar.
Þegar á alt er Iitið, eru Vl'nriU-
!aun lœg:ri en hjá öðrum
verksmiðjum landsins.
Fri?ur í vændum?
Síðustu símfregnir segja, að Vil-
hjálmur Þýzkalandskeisari hafi boð-
ið Nikulási Rússakeisara að peir
skyldu semja frið milli ríkja sinna.
Ktistján Danakonungur á að hafa
verið milligöngumaður um friðar-
boðin og verða oddamaður í gerð-
ardómnum, ef til friðarsamninga
kemur.
Sagt er að Þýzkalandskeisari hafi
gert þessi sáttarboð daginn eftir að
Þjóðverjar höfðu tekið Warshau.