Norðurland - 14.08.1915, Side 4
Nl.
102
„Skandia“ móforinn.
„Skandia" mótorvélin tilbúin í Lysekil, Svíþjóð, af stærstu mótor-
vélaverksmiðju á Norðurlöndum, er sú einfaldasta, kraftmesta og
endingarbezta mótorvél, sem hingað hefir flutzt.
Áðurnefnd vél hefir þegar náð langmestri útbreiðslu í öllum heims-
álfum af þeim mótorvélum, sem tilbúnar eru í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð, og hin stöðugt vaxandi framleiðsla sýnir ljóst að »Skan-
dia“-mótorinn hefir reynst betur en aðrar þær vélar, sem útvegs-
menn hér hafa átt kost á að kynnast.
Festið eigi kaup á öðrum vélum fyr en þér hafið talað við
H. Gunnlögsson.
Símnefni “Aldan" Reykjavík. Talsími 213. — Box 477. —
Okkar margeftirspurðu ágætu járnrúm eru komin aftur
Brauns verzlun
Bald. Ryel.
Orsmiðja.
Kristjáns Halldórssonar
Hafnarstræti 35.
leysir allar aðgerðir á úrum og klukk-
um, fljótt og vel af hendi.
Úr og úrkeðjur nýkomið.
Tveir ungir hestar eru til sölu.
Ritstj. vísar á.
Búnaðarþingið.
Það var haldið í Rvfk dagana 7,-14 þ.
m. Sátu það þessir fulltrúar: Ágúst Helga-
son bóndi í Birtingaholti, Ásgeir Bjarna-
son bóndi í Knararnesi, Benedikt Blöndal
á Eiðum, Björn Bjarnarson hreppstjóri í
Grafarholti, Eggert Briem bóndi í Rvík,
Halldór Vilhjálmsson skólastj. á Hvann-
eyri, Jón Jónatansson búfr. á Ásgautsstöð-
um, Ólafur Briem umboðsm. á Álfgeirs-
völlum, Sig. Stefánsson prestur í Vigur,
Stefán Stefánsson skólam. á Akureyri,
Þórarinn Benediktsson hreppstj. á Gils-
árteigi, Þórhallur Bjarnarson biskup í
Rvík — Voru þar rædd ýmiskonar bún-
aðarrr.ál.' Skal her lítillega minst á nokk-
ur þeirra:
GtasbýlamáliO. Það er nú smátt og smátt
að taka þeim breytingum, að í stað þess
sem undanfarin ár hefir verið talað um
býli með aðeins litlum ræktuðum reitum,
er nú búist við að heppilegra se og jafn-
vel óhjákvæmilegt, að nokkur útjörð, engi
og beitiland, fylgi þessum býlum, sem nú
er farið að nefna smábýli. Ákveðið var,
að leita upplýsinga um afkomu á slíkum
smábýlum, með spurningalista, er senda
skyldi í ýmsa staði úti um land, var nokk-
uð unnið að undirbúningi þess.
Búnaðarskýrslur. Þá var mikið rætt um
það hve afarmikilsvert það er að fá sem
áreiðanlegastar skýrslur um búnaðarhagi
bænda. Samið form og gerðar tillögur þar
að lútandi, er hagstofunnl er æltað að
brjóta til mergjar og vinna úr.
Mœling iúna og matjurtagarða. Búnað-
arfélagið hafði látið gera mælingar á
nokkrum stöðum í landsfjórðungunum öll-
um, til þess að komast að raun um,
hversu dýrar þær mælingar mundu verða
með uppdrætti af ummáli túnanna og
garðanna. Lætur mjög nærri að kostnað-
urinn verði 10 kr á hvert býli. Leitað
skyldi fyrir sér við herstjórnarráðið, hvort
það vildi gera slíkar mælingar og upp-
drætti í þeim héruðum, sem það [á enn
eftir að láta mæla.
Kvikf/árrœkt. Búnaðarþingið vildi að
félagið færðist í aukana með leiðbeining-
arstarfsemi í þessari grein búnaðarins,
Sigurði Sigurðssyni er ætlað að annast
leiðbeiningarstarfsemina í stórgriparækt-
inni, en annar maður fáist við sauðfjár-
ræktina á líkan hátt eða frekar en áður
hefir verið.
Vatnsveitingar. Reynt skyldi að fá, eins
fljótt og hægt er, vatnsvirkjafróðan mann,
er hefði a hendi leiðbeiningar í vatns-
veitingum.
Gróðurtilraunir. Ákveðið var að aðal-
Vélskipið
,S>kandia
sem kom hingað til fiskiveiða frá
Svíþjóð í vor, er til sölu.
Lengd þess milli stafna er 54 fet.
Þilfarsbreidd um miðju 19 fet.
Ristir, með kjalfestu 8 fet.
Ristir, hlaðið að fullu 10 fet.
Hæð lestarrúms 10 fet.
Ber nálægt 75 tonna þunga.
Skipið er bygt 1912 úr vönduðu
efni og vel búið út að öllu, bæði
skipið sjálft, segl og reiði. í því er
mjög góður „Skandia" mótor 45
hestafla, ásamt útbúnaði til þess að
vinda upp með vélaraflinu akkeri-
og línur.
Söluverð skipsins verður nálægt
15,000 kt.
og ættu þeir er ætla að fá sér gott
og ódýrt vélarskip til flutninga,
fiskiveiða eða hvortveggja, að nota
þetta óvenju góða tækifæri.
Allar nánari upplýsingar gefur
fyrir hönd eigenda skipsins
OTTO TULINIUS
konsúll á Akureyri
og biðja þeir lysthafendur að snúa
sér til hans sem allra fyrst.
gróðrarstöðvarnar skyldu meira hér eftir
en hingað til gefa sig við frærækt, eink-
um fóðurjurta.
Félaginu er ætlað að annast um útveg-
un á tilbúnum áburði fyrir þá, sem þess
óska í tíma óg senda borgun fyrir tram.
Var búist við að með því móti mundi hann
fásc nokkuð ódýrari en verið hefir, í for-
föllum forsetans, Guðmundar Helgasonar,
gegndi varaforseti Eggert Briem ftá Viðey,
forsetastörfum í þinginu.
Stjórn endurkosin: Guðmundur Helga-
son. Eggert Briem skrifstofustjóri og Þór-
hallur Bjarnarson.
Varastjórn sömuleiðis endurkosin : Egg-
ert Briem frá Viðey, Ásgeir Tortason,
Guðmundur Hannesson,
(LýgréttaJ.
Frá Landssímanum
Landssímastöðvarnar SAUÐÁRKRÓKUR
og SIGLUFJÖRÐUR verða fyrst um sinn,
opnar frá S1^ árdegis til 2 síðd. og 3{\2-8
síðd.
Akureyri 30. júlí 1915.
Halld. Skaptason.
V E G N A vöntunar á verkefni, hafa tóvinnuvélar
H.f. Nýja Iðunn
staðið notkunarlausar um nokkurn tlma.
Nú er ákveðið að þær taki til starfa þriðjudagirm 3. áffúst
næstk. Verður þá unnið með nýjum kröftuin að kembing, spuná, vefnaði,
litun, þófi o. fl. eítir þeirri röð, sem verkefnin berast. Alt fljótt og vel af
hendi leyst.
Verksmiðjan kaupir Ull Og tuskur með hæsta verði.
Ahugasamir umboðsmenn óskast.
Umsóknir sendist til stjórnarinnar.
Stjómin.
Vér höfum þá ánægju að tilkynna hérmeð heiðruðum viðskiftavinum vor-
um, að vér höfum falið herra kaupmanni SIQVALDA t>OR-
STEINSSYNI á AKUREYRI á hendur aðalbirgðir af verk-
smiðjuvörum vorum handa Akureyri, Siglufirði og öðrum þar í grend.
Frá þessum birgðum á Akureyri verður því héreftir hægt að fá: alm. sóda-
vatn, sítrón-sódavatn, kampavínslímonaðe, hindberja- og jarðarberjalímonaðe,
en af saft: hindberjasaft, »Husholdningssaft« og ennfremur kirsiberjasaft á
flöskum. (Pessa síðastgreindu tegund er þó ekki hægt að afgreiða fyr en í
októbermánuði.)
Einnig geta menn pantað þar saft á tunnum, sem send verður beint frá
verksmiðjunni með fyrstu ferð, sem hægt er að fá.
í ágúst, september fáum vér hingað miklar birgðir af nýjum ávöxtutn, og
verður þá undireins búin til úr þeim saft, er sendist skiftavinum í september-
lok.
Vér látum eigi hjálíða að benda mönnum á, að vér notum aðeins þau
hreinustu og beztu efni við tílbúning vöru vorrar, hreinan sykur og enga
gervisætu, og þar sem tilbúningun vörunnar fer fram undir yfirumsjón og
með eftirliti manns með fullnaðarþekkingu í þessari grein, geta heiðraðir við-
skiftavinir vorir átt það víst, að fá vörur frá oss, sem fullkomlega standa jafn-
fætis þeim beztu þessarar tegundar, sem völ er á.
„ Gosdrykkjaverksmiðja Seyðisfjarðar. “
Sfrandferðaskipið
ISAFOLD
k e m u r við í Kolkuósi í strandferð austan um
land 30. júlí og í strandferð vestan um land
24. ágúst.
Retta auglýsist hér með.
Afgreiðslan á Akureyri, 20. júlí 1915.
Ötto Culinius.
Ritstjóri: Jón Stefánsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar,