Norðurland


Norðurland - 14.08.1915, Side 3

Norðurland - 14.08.1915, Side 3
91 Nl. ■ - ». - - L-L — |—|j-u—».or,i-j-L*r Alþing istíðindi. Möðruvellir í Hörgárdal. M J. Krist jánsson flytur frumvarp ti! laga um heimild handa landsstjórninni til að selja ábúandanum Eggert Davíðssyni, hálfa jörðina Möðruvelli f Hörgárdal, fyrir það verð, sem um semur, en landbúnaðarnefndin sem hefir haft mál- ið til meðferðar leggur eindregið til að frumvarpið verði felt, vegna þess að það komi í bága við 2 gr. Þjóð- jarðasölulaganna og telur varhugavert að brjóta bág við ákvæði þeirrar grein- ar. — Þó kveðst Bjarni frá Vogi (sem er einn af sjö, sem nefndina skipa) vera ósamþykkur meðnefndarmönnum sínum um þetta. Frumvarp til laga um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja o. fl. flytur ennftemur Björn Þorláksson svolátandi: 1. gr. A íslandi er bannað að brugga eða búa til áfenga drykki. En það er áfengur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 2lU°lo af vinanda eða alkohóli að rúmmáli. 2. gr. Það er og bannað að gera áfengi, sem er eða gert hefir verið óhæft til drykkjar, aftur drekkandi. 3. gr. Brot gegn 1. grein varðar 200—2000 króna sektum. 4. gr. Brot gegn 2. grein, varðar 50—500 króna sektum. Tilraun'r varða sömu sektum. 5. gr. Allar sektir renna í landssjóð. 6. gr. Öll áhöld, er notuð hafa ver- ið við bruggun eða tilbúning áfengra drykkja eða við tilraun til þess að gera áfengi, sem er óhæft til drykkjar, aftur drekkandi, svo og áfengið, sem búið hefir verið til eða reynt hefir verið að gera aftur drekkandi, ásamt ílátum, skal vera upptækt og andvirð- ið renna í landssjóð. 7. gr. Með brot gegn lögum þess- um, skal fara sem með almenn lög- reglumál. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og falla um leið úr gildi lög um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja frá 12. janúar 1900. Frv. um stofnun hœstarétiar á íslandi flytur Bjarni fiá Vogi. Hæstiréttur skal hafa aðsetur f Reykja- vík og skipa réttinn dómstjóri og 4 dómendur. Dómstjóri hefir að árslaun- um 55°° kr. Hinir dómendurnir hafa að byrjunarlaunum 3600 kr. er fara hækkandi á hverjum 4 árum um 400 kr. þar til þau eru orðin 4800 kr Konungur skipar hæstaréttardómara. Enginn getur orðið skipaður dómari f hæstarétti, nema hann fullnægi almenn- um skilyrðum til þess að gegna dóm- arastörfum hér á landi, og þar að auki verður hann að hafa tekið laga- próf á íslandi með I. einkunn, vera fullra 30 ára og hafa staðist próf, í því er fólgið, að hann leggur dóm á 2 mál fyrir hæstarétti, f fyrsta sinn fyrir yfirdómi, annað einkamál og hitt sakamál, og telji dómarar í hæsta- rétti, í íyrsta sinn í yfirdómi, hann hæfan. Hæstarétt skal hafda einu sinni á viku, ef mál eru til. Eigi má setja rétt með færri en 3 dómendum. Eigi verður dómur lög- mætur nema allir dómarar réttarius leggi dómsatkvæði á málið. Enginn hæstaréttardómari má dæma f sjálfs sin sök, né heldur, ef málið snertir hann annars beinlínis, siðferð- islega eða fjárhagslega. Eigi má dóm- ari heldur dæma mál, er hánn er skyld- ur eða mægður málsaðilja í beina línu UPP °g niðurstígandi, eða skyldur eða mægður málsaðilja í annan lið hliðar- línu, eða ef hann er svo nákominn dómara er dæmdi málið f óæðra rétti eða þeim manni, er flutti málið í ó- asðra rétti, eða flytur það í hæstarétti, eða ef hæstaréttardómari hefir sjálfur flutt eða dæmt málið f óæðra rétti. Svo má og hæstaréttardómari eigi dæma f máli konu sinnar, unnustu, kjörbarns, fósturbarns eða kjör eða fósturforeldris. Aldrei mega nánari menn skipa dóminn saman en tvímenn- ingar að frændsemi cða tengdum, né heldur kjör- eða fóstur eðgar. Lögin eiga að öðla t gildi 1. jan. 1917. Frumvarpið er að öllu ^amhljóða því er dr. Jón Þorkelsson fiutti á þingi 1909 um sama efni og vísast þvf til þess þeim er nánara vilja vita um það. Alls er það í 24 greinum. Samdi hann það með aðstoð góðs lögfræðings. Frumvarp'til laga um viðauka og breyting á lögum nr. 44, 30. júlí 1909 um aðflutningsbann á áfengi flytur Björn Þorláksson í efri deild svolátandi: 1. gr. Skylt er hverjum skipstjóra, er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglustjóra, um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort nokkuð áfengi sé í skipinu, og þá hve mikið. Nú hefir skipið áfengi frá útlönd- um, er ekki á að fara til umsjónar- manns áfengiskaupa, og skal lögreglu- stjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skip- ið kemur til, setja embættisinnsigli sitt fyrir hið aðflutta áfengi, og á- byrgist skipstjóri, að innsigli séu ekki brotin, eða af áfenginu tekið fyr en skipið er alfarið frá landinu, enda gangi löreglustjóri úr skugga um það, áður en skipið lætur úr síðustu höfn, að innsiglin séu heil, og ekkert hafi verið tekið af álenginu. Rannsaka skal lögreglustjóri jafnan á fyrstu höfn, hvort áfengi er í skip- inu Ef áfengi hefir verið skotið undan innsiglan, varðar sem innsiglisrof. Ekkert fslenzk fiskiskip má flytja nokkurt áfengi til landsins. Skipstjóri ber ábyrgð á brotum öllum gegn þessari grein. Fyrirmæli þessarar greinar ná ekki til herskipa. Sleppa má rannsókn og innsiglan f erlendum fiskiskipum, sem koma á höfn eða að landi snöggvast, ef lögreglustjóri telur það hættulaust. 2 gr. Nú er maður ölvaður á almannafæri, og má þá láta hann sæta sektmm frá 10 til IOO króna. Þá skal hann og gera grein fyrir þvf, hvernig hann hefir fengið áfengi það, er hann hefir ölvaður af orðið. Geti hann ekki fært sönnur á, að hann hafi fengið það, án þess að brotin væri lögin um aðflutningsbann á á- feng', skal hann talinn brotlegur gegn I. gr. laga nr. 44, 30. júlf 1909. Taka má fastan hvern þann mann, er ölvaður er á almannafæri, en ekki má hafa hann í gæzluvarðhaldi leng- ur en 24 klukkustundir. 3 gr. Nú verður það uppvíst, að einstakir menn hafa áfengi f vörzlum sínum, sem ekki hefir verið sagt til samkvæmt þvf, sem ráð er fyrir gert í II. gr. nefndra laga, innan 4 vikna eftir að lög þessi öðlast gildi, ogskal þá líta svo á, að þeir hafi gerst brot- legir gegn I. gr. oftgreindra laga frá 1909. Lögreglustjóri skal, hver f sínu um- dæmi, auglýsa ákvæði þessarar grein- ar, á þann hátt, sem gerist um opin- berar auglýsingar, f síðasta lagi 14 dögum áður en umgetinn frestur er liðinn. 5. gr. 8. gr. oftnefndra aðflutnings- bannslaga orðist svo: Öllum, sem samkvæmt lögum þess- um hafa heimild til innflutnings á áfengi, er óheimilt að veita það, gefa, selja eða láta af hendi til annars manns, nema það sé áður gert óhæft til drykkjar. Þó mega lyfsalar og héraðslæknar selja mönnum eftir lyfseðli löggilts læknis það áfengi, sem löggilt er til lækninga. Bannað er að löggilda til lækninga í lyfjaskrá landlæknis þá áfengisvökva, sem ætlaðir eru til neyzlu. Um sölu lyfja þeirra, sem áfengi er í, setur landlæknir reglur því til tryggingar, að áfeng lyf verði ekki höfð til neyzlu, heldur eingöngu til lækninga. Um sölu áfengis, sem gert hefir verið óhæft til drykkjar, setur stjórn- arráðið reglur þvf til tryggingar, að það verði ekki haft til þess að brugga úr því áfenga drykki. 5 gr. Brot gegn 1. gr laga þess- ara varða 200 til 2000 króna sekt- um, er renna í landssjóð. Afengi, er íslenzk fiskiskip flytja til landsins, skal upptækt og er eign landssjóðs. 6 gr. 5., 8. og 13. gr. laga nr. 44, 30. jólf 1909 eru úr gildi feldar. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað, og annast Stjórnarráðið um, að þau séu kunnger öllum lögreglu- stjórum landsins jafnskjótt. Um forkaupsrétt landssjóðs á jörðum leggur meiri hluti Land- búnaðarnefndarinnar fram svolátandi álit: Sá var eflaust tilgangurinn með lögunum um sölu þjóðjarða og kirkju- jarða, að auka og efla sjálfsábúð í landinu, en engan veginn að gera jarðir þessar að leigujörðum í höndum einstakra jarðeigenda. Þegar jarðirnar ganga úr sjálfsábúð, teljum vér að sala jarðanna hafi ekki náð tilgangi sínurn, því eitt af tvennu teljum vér álitlegast: sjálfsábúð eða að jarðir séu opinberar eignir. Tilgangur frumvarps þessa, sá að gera jarðirnar aftur að landssjóðseignum, er þær ganga úr sjálfsábúð er að voru áliti fyllilega réttmætur (og jafnvel eigi eingöngu þessar jarðir heldur jarðir yfirleitt, er einstakir menn eiga), nema svo standi á, að jarðirnar gangi að eins úr sjálfs- eign um stundarsakir, t. d. meðan börn eigenda eru á unga aldri en öll líkindi til þess að eitthvert þeirra hefji búskap á jörðinni. Hinsvegar virðist oss að þessu muni verða mjög torvelt að hrinda í fram- kvæmd, án þess að koma í bága við gildandi lög eða að landssjóður skaðist stórlega. Akvæðin f 2. gr. frv., er lúta að þvf að jarðeigendur séu skyld- ir að selja landssjóði jarðir sfnar eftir mati, teljum vjer að komi ótvírætt f bága við 50. gr. stjórnarskrárinnar. Þau geta og eflaust við og við orðið jarðeiganda til stórskaða. Sé attur matinu slept, eru öll líkindi til þess, að verðinu sé hleypt svo upp, að landssjóður hljóti alla jafna, ef ekki nálega ætfð, að hafna kauprétti sfnum. Lögin næðu þá ekki tilgangi sínum og yrðu gagnslaus. Vér sjáum oss þvf eigi ■ fært að mæla með því að deildin samþykki frv. þetta, og oss hafa ekki hugkvæmst þær endurbætur á því er gætu ráðið fram út vand- kvæðunum. Nú er það haft fyrir augum í frv. þessu, að útlendingar geti ekki um- svifalaust eignast hér fasteignir, jarð- arftök eða veiðirétt og jafnvel stofn- að sjálfstæði Iandsins f hættu á þann hátt, en þessa eru mörg dæmi erlend- is. Þó lítt hafi þetta að tjóni orðið, enn sem komið er, þá virðist oss rétt að sjá ráð við þessu í tíma, enda hefir Alþingi hvað eftir annað haft mál þetta til meðferðar ^i879, 1893, 1899 og 1901) og jafnvel samþykt lög f þessa átt (1899); þá hefir og landbúnaðarnefndin 1877 hallast á sömu sveif. Það hefir komið fram við meðferð málsins á þingi, að margs er að gæta við slíka lagasmíð og tejum vér því réttara að stjórnin und- irbúi málið og leggi fyrir næsta Al- þingi frv. í þessa átt. Munum vér flytja þingsályktunartillögu þess efnis. % A djúpmlðum EyfirSinza er nú hinn bezti þorskafli og hlaða vélbátarnir daglega. Mátti það heldur ekki seinna vera að aflinn kæmi, því útvegseigendur hér við fjörðinn og f Ólafsfirði og Siglufirði hafa kostað miklu til um ýmislegt til útgerðar- innar í ár, venju fremur. Og auk þess hafa margir þeirra haft fjölda verka- fólks gegn háu kaupgjaldi sfðan snemma f vor, en lítíð eða ekkert handa því að starfa vegna þess að ekkert hefir aflast. jlfnám forðagæzlulaganna. Nefnd sú, er háttvirt neðri jdeild skipaði til að íhuga ofangreint frum- varp, leyfir sér að láta uppi álit sitt á þessa leið: Flestir nefndarmenn eru á þeirri skoðun, að í raun og veru gæti það ekki orðið til neins tjóns eða baga fyrir landbúnað vorn, þótt forðagæzlu- lögia væru numin úr gildi. Þvf að þeir hafa eigi neina trú á þvf, að þau geti komið í veg fyrir fénaðar- felli í aftaka hörðum árum, einkan- lega þar sem þó nokkuð víða um land mun vera mótspyrna á móti lög- unum, og hætt við, þegar svo stend- ur á, að þeim verði slælega beitt. Enda er það skoðun flestra f nefnd- inni, eftir þeirri þekkingu, sem þeir hafa á þessum efnum, að hugsunar- háttur almennings hafi á sfðari ára- tugum, tekið svo miklum stakkaskift- um, að nú séu fáir, sem ekki leggja alla stund á að hafa nóga björg fyrir skepnur sfnar í öllum vanaleguin vetr- um. Nú orðið eru allir þolanlega skynsamir búmenn farnir að sjá, að það er beinlínis stór hagnaður að eiga færri skepnur, sem eru viss og afnotamikil eign, hvernig sem veltist, heldur en að hafa fjölda fénaðar, sem ailur getur verið í voða, nvenær sem eitthvað bjátar á með vetrarfar eða vortíðina, auk þess sem velvild og umhyggja fyrir dýrunum hefir glæðst afarmikið á sfðari tfmum. Þegar þessa alls er gætt, þá eru flestir nefndarmenn ekki í neinum vafa um, að kvikfjárrækt vorri mundi ekki standa neinn háski af þvf, þótt lög þau er hér um ræðir væru feld úr gildi. En þar sem nefndinni er einnig kunnugt um, að margir líta svo á að ísjárvert sé að afnema forðagæzlulög- in, nema þá að einhver lög um bú- peningsskoðanir komi í staðinn, því jafnvel þótt ýmsir séu á móti fórða- gæzlulögunum eins og þau eru úr garði gerð, bæði vegna hinnar miklu skriffinsku sem krafist er, svo þeim sé fullnægt o. fl., þá mun þó sú skoðun nokkuð víða, að það geti ver- ið stuðningur í þvf fyrir bændur, og leiðbeining, að búpenings- og heyja- skoðun fari fram einu sinni á vetri eða svo. Þó vill nefndin ekki leggja til að frumvarpinu sé haldið fram, heldur sé stjórninni falið að leita á- lits allra hreppsnefnda f landinu um forðagæzlumálið, milli þinga. Mál þetta grfpur svo mikið á svið bænda og búenda, að bezt er og eðlilegast, að löggjöf um þessi efni sé sem mest bygð á tillögum frá bændum sjálfum. Þeir hljóta að hafa töluverða reynslu við að styðjasf, og hafa nú vanist ýmiskonar lögum um þessi mál, og væntir nefndin þess, að á þann hátt kunni að fást ýmsar nýj- ar bendingar, sem gætu verið nokk- urs virði til að byggja lagasetningu á. Samkvæmt þessu, sem hér er sagt, leyfir nefndin sér að koma með svo- felda þingsályktunartillögu: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina: 1. Að leita álits og umsagnar allra hreppsnelnda um forðagæzlumálið, og þá einkum það: a, hvort þær telji lög í þeim efn- um miða til verulegrar nytsemi eða ekki. b, hvort þær telji heppilegra — ef lög úm þessi mál þykja á annað borð æskileg — almenn lög eins eða svipuð þeim, sem nú eru f gildi, eða aðeins heimildarlög f Ifkingu við tillögur þær, sem fram hafa komið, bæðifráTorfa Bjarnasyni og fleirum. 2. Að semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi — ef breytinga er alment óskað — lagafrumvarp, í sem fylstu samræmi við þær á- litsgerðir og óskir, er komið hafa fram.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.