Norðurland - 18.09.1915, Side 3
105
Nl.
Ungur Vestur-íslendingur
Pálmi Einarsson að nafni, hálfbróðir
Aðalsteins Kristjánssonar sem hér
dvelur nú um hríð, andaðist 24. f. m.
á sjúkrahúsinu f Winnipeg, að þvf er
símskeyti til Aðalsteins bróður hans
hermir. Pálmi sál var að eins 25 ára
gamall, fæddur og uppalinn f Hörgár-
dal, fór vestur um haf 1906 og hefir
dvalið þar síðan hjá bræðrum sínum.
Hann var vel hagorður og hafa nokk-
ur kvæði birst eftir hann í blöðunum
vestra, þar á meðal það er hér fer á
eftir. Virðist svo, að ef honum hefði
orðið langra Iffdaga auðið, hefði mátt
búast við tilþrifamiklum kvæðum frá
honum og að verulegt skáld hafi verið
að vaxa upp þar sem hann var.
Úr goðheimi.
Mér stundum finst, sem svipir sveimi
Úr sögubjörtum goðaheimi;
Frá þjóðsagnannna heimahögum,
í hljómleilc bundnum goðalögum
— í tijs og anda öfugstreymi,
Með draummyndum og dæmisögum.
Við frumhelginnar fórnarstalla,
Sem fœddi d draumum sköpun alla,
Hójst risa-andi starfs og striða,
Sem steypti myndir lýðs og tíða;
Og lœtur sköp i skorður falla,
1 slgurverki völund-smíða.
Af vaxtareðli eilifs kjarna
Reis áttaviti foldarbarna. —
Eitt geislabros frá geimsins eldi
Varð guðsdraumur og himinveldi. —
Þó breytist leið og leiðarstjarna,
Það tfsir heimi að hinsta kveldi.
Hver spámannshönd óf llking laga
í lögmdlskerfi sinna daga. —
Við athvörf nýrra alda’ og þjóða,
Á öldnum stofn með nýjum gróða.
Er leikin breytt hin sama saga,
Og sunginn þáttur sömu Ijóða.
Og trúin eyðir sjálfs sín syndum,
i sókn, og leit að fegri myndum.
Svo spretta fegri og fegri blómin,
Og fegri sýnist morgunljóminn,
Við gróðrardögg frá lífsins lindum.
i sannleiksleit, við sigurhljóminn.
Á rósbaðm lífs af rót hins smáa,
Sem ris í heiðið fagurbláa;
t>ar gróa bióm i sigursveiginn
Hm sérhvert lif, sem brýtur veginn
Með trú á stríð og styrk þess háa,
Að sannleiks löndum sólar megin.
Pálmi Einarsson
%
H|f Eimskipafélag Islands.
Stjórn h/f Eimskipafélags íslands
hefir ákveðiðaðstofna til nýrrar hluta-
fjársöfnunar í þeim tilgangi, að fé-
lagið geti svo fljótt sem kringum-
stæður leyfa útvegað sjer vöruflutn-
'bgaskip, er sé um 1500 smálestir
að stærð. Hefir félagsstjórnin því
$amþykt að auka hlutaféð um alt
*ð 300 þúsund krónum er skiftist
í hluti samkvæmt félagslögunum
(25 kr., 50 kr., 100 kr., 500 kr.,
1,000 kr., 5,000 kr., 10,000 kr.).
Ástæðan til þessa er aðallega sú,
5ð síðan félagið tók til starfa hef-
'r það hvergi nærri getað fullnægt
óskum manna um vöruflutninga og
^aft beint og óbeint tjón af því á
Ifbisan hátt. Ennfremur hafa félags-
stjórninni borist áskoranir víðsveg-
ar af landinu um það, að hefjast nú
Þegar handa í þá átt, að útvega fé-
laginu vöruflutningaskip, og sú
feynsla, sem þegar er orðin um
rekstur félagsins, þó stutt sé og
kringumstæðurnar sérstaklega óhag-
stæðar vegna Norðurálfuófriðarins,
bendir ótvírætt í þá átt, að nauð-
synlegt og gróðavænlegt sé fyrir
félagið að eignast slíkt vöruflutn-
ingaskjp, sem hér er um að ræða,
enda hefir sú hugmynd frá öndverðu
’vakað fyrir stjórn félagsins.
Samkvæmt 4. grein félagslaganna
nær hlutaútboð þetta eingöngu til
manna búsettra á íslandi, enda
væntir félagsstjórnin þess fastlega,
að fyrir áramótin sé fengið nægi-
legt hlutafé innanlands.
Eftir 1. janúar 1916 geta menn
búsettir í öðrum löndum einnig
skrifað sig fyrir hlutum samkvæmt
hlutaútboði þessu.
Ætlast er til, að hlutaféð verði
borgað við áskrift, en með því að
svo mikil óvissa er um það, vegna
ófriðarins, hvenær mögulegt verður
að útvega skip fyrir hæfilegt verð,
þá verður aukning á hlutafénu hald-
ið sérstöku fyrst um sinn og verða
mönnum greiddir af því venjulegir
sparisjóðsvextir frá því að féð er
innborgað til skrifstofu félagsins í
Reykjavfk og þar til byggingar-
samningur um skipið verður undir-
ritaður, en frá því að lokið er smíði
skipsins fá hinir nýju hluthafar hlut-
deild í ársarði félagsins samkvæmt
félagslögunum.
Félagsstjórnin hefir nú einsog
þegar fyrst voru boðnir út hlutir í
félaginu snúið sjer til málsmetandi
manna í öllum bygðarlögum lands-
ins með tilmælum um að gangast
fyrir hlutasöfnuninni og telur sig
mega treysta því, að þeir menn
verði við þeim tilmælum. Skorar
félagsstjórnin á landsmenn að styðja
með rýmilegum hlutakaupum að
því, að þessi nauðsynlega og eðli-
lega aukning á starfskröftum fé-
lagsins geti komist I framkvæmd.
Reykjavík, 4. september 1915.
Sveinn Bjðtnsson. ólafur Johnson.
Halldór Daníelsson. Jón Ounnarsson.
Eggert Claessen. Olgeir Friðgeirsson.
Garðar Olslason.
Brezkur rteðlsmaður.
Laugardaginn 11. þ. m. skipaði ut-
anrfkisráðaneyti Bretaveldis, Ragnar
kaupmann Ólafsson, brezkan ræðis-
mann fyrir Norðlendingafjórðung á ís-
landi, með aðsetursstað á Akureyri.
Staðfesting konungs íslendinga á skip-
unarbréfinu er væntanleg bráðlega, en
þangað til gegnir Ragnar Ólafsson
starfinu sem settur ræðismaður.
Ný matreiðslubók
eftir Jóninnu Sigurðardóttur forstöðu-
konu sjúkrahússins á Akureyri fæst f
bókaverzlun
Kr. Guðmundssonar
Diaboio
skilur 120 lítra á klst.
Kostar 75 kr. Reynslaer
fengin fyrir því, að hún
er bezta skilvindan, sem
nú er seld.
Auk þess er nú búin
til ný stærð, sem ný-
lega er komin hingað.
— Er hún af sömu
gerð, en skilur aðeins 65
lítra á klukkustund. Kost-
ar 55 kr.
Aðalumboðsmaður
Otio Tulinius.
Sjónleikir
verða sýndir í Templarahúsinu sunnudaginn 19.
sept. kl. 8.
í síðasfa sinn.
Nánar á götuauglýsingum.
Stefanía Guðmundsdóttir
Sápubúðin
g Oddeyii
selur
TÓMA KAS8A
hentuga til að geyma f og einnig til eldsneytis með
mjög lágu veiði.
Hlutaveltu
heldur hjúkrunarfjelagið »Hlíf« snemma í októ-
ber, og vonumst vjer eftir stuðningi hjá bæjar-
«
búum eins og undanfarin haust.
Nefndin.
Nyft smér og hænuegg
kaupir hæzta verði verzlun
J. V. JCaosteens.
Oddeyri.