Norðurland - 23.11.1915, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
42 blað. |
C.W.Obel.
Vindlar
08
Vindlingar
ReyktobaR
í öllu úrvali,
Munntobak
í stærri og smærri pökkum,
Alt tóbak og vindlar frá OBEL er
búið til úr
hreinasta og: bez'ta efni
sem fáanlegt er.
Þeir sem einu sinni hafa notað Obels
vöru, gera það upp frá því.
Pantið þær því frá
C. W. 0 b e I,
Aalborg — Köbenhavn.
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns Efterfl.
Stærst úrval. Lægst verð.
Saumastofa Guðm. Efterfl.
saumar allan klæðinað handa körlum
og konum eftir nýjustu tízku.
Matthías áttræður.
Átta sinnum áratugi
átti þinn ’inn ýrjóvi hugi
margan leik á fráu flugi;
fáum þvilíkt mundi
vera leyft á vorri eyju, —
vilji sumra i þröngri treyju,
oft i knjám á ungri meyju
eða i föstum blundi.
Listamenskan löngum sér þar undi.
Þér haja skýin jreytt um fætur
furðu marga daga og nætur.
Þar sem aldrei þoka grætur
þaustu á disafundi.
Fyrir vestan mœni mána,
megindjúpu stjörnugljána,
heiðrikjuna og himinblána
hleyptir Sleipni á sundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
Austar sól og árdagsrúnum
offraðir þú, í Sögutúnum
unglingum með eld i brúnum
óðsnillingsins pundi. —
Harmi þrungnum hugðarkvœði,
hjörtun þegar léku á þræði,
fluttir þú, svo jróa næði,
frú og yngissprundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
Heill og ástúð hárum þyli
hugur og tunga þjóðar skili.
Hann, svo eigi heilsa bili,
hamingjan vermi og stundi.
Áttatuga óðmœringi
œska þjóðar kvæði syngi.
Bragi og Saga honum hringi
heill á goðafundi.
Listamaðurinn lengi þar sér undi.
Guðm. Friðjónsson.
Akureyri 23- nóvember 1915. j -XV. árg.
,Hlutafél. ,Völundur‘
Trésmíðaverksmiðja — Timburverzlun
Reykjavík
hefir ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu),
vanalegar, strykaðar innihurðir af flestum stærðum og allskonar lista til hús-
bygginga.
Gleiaugu
af öllum tegundum
/z/f/dar-gleraugu, /es-gleraugu, gleraugu fyrir
fjarsýna og gleraugu fyrir nœrsýna.
Miklar birgðir nýkomnar í
Akureyrar ApofheK.
George H. F. Schrader
druknaður.
Eins og getið var í síðasta blaði
fór G. Schrader héðan á «Helga
magra" áleiðis til Noregs þar sem
hann hugsaði sér að dvelja í vetur.
Nú hefir bæjarfógetanum á Akur-
eyri, borist símskeyti frá Per. L.
Johnsen, danska ræðismanninum í
Kristianssund, um að 15. þ. m. hafi
Schrader hrokkið útbyrðis af „Helga
magra" er skipið var í hafi milli
Noregs og íslands, og látið þar líf
sitt, en ekki segir nánar frá með
hverjum hætti slysið hafi orðið.
Svo lauk þá ferðalagi Schraders
til íslands. Hann hafði dvalið hér á
Akureyri síðan 1912 og látið margt
gott af sér leiða, svo vel hefði átt
við að skrifa rækilega grein utn
hann nú við andlát hans, því að
mörgu var hann einkennilegur og
vafalaust mikilhæfur maður. En því
miður brestur »N1." kunnugleik til
þess að geta sagt nokkuð að ráði
frá æfiferli hans.
Hann var 58 ára að aldri. Faðir
hans rak mikla verzlun í New-York
með ýmiskonar vélar, gúmmí o. fl.
og græddi stórfé. George Schrader
tók við þeirri verzlun, rak hana á-
fram af hinum mesta dugnaði og
jók auð sinn stórkostlega. Nú var
verzlunin orðin hlutafélagseign, en
G. S. var stærsti hluthafinn og hafði
miklar tekjur af henni árlega. Hér
vita menn ekki með vissu um hve
mikinn auð hann átti alls, en vafa-
jaust skifti hann miljónum. Schrad-
er trúlofaðist ungur, en misti unn-
ustu sína sviplega og tók sér það
mjög nærri. Hann giftist aldrei og
var barnlaus.
Af starfsemi Schraders hér, er
fyrst að nefna hið mikla hús >,Caro-
line Rest" sem hann gaf Akureyrar-
bæ, ásamt 2000 króna viðhaldssjóð
byggingarinnar. „Caroline Rest"
kostaði með öllu um 25,000 kr.
Sjúkrasamlagi Akureyrar gaf hann
500 kr. og ýmsa einstaklinga er
báglega voru staddir af heilsuleysi
studdi hann höfðinglega. íJá má og
nefna matreiðsluskólahald hans í
„Caroline Rest" er hann stofnaði
til af góðum hug og hina miklu
bók hans um hesta og reiðmenn á
íslandi, sem áreiðanlega hefir haft
mikil áhrif til góðs þó annars megi
ýmisleyt að henni finna. Schrader
varði miklum tíma og miklu fé til
þeirrar bókar og sparaði ekkert til
þess að vanda útgáfu hennar að
öllu sem hægt var. Bókin var prent-
uð í prentsmiðju Björns Jónssonar
á Oddeyri og er líklega einhver
hin bezt prentaða bók og vandað-
asta að frágangi, sem komið hefir
út á íslandi langa hríð. — Schrader
44
gleðin yfir því að hafa átt hann, var eftir f hug
mínum. Ást mín til hans, hafði ekki fengið tíma til
þess að vaxa svo saman við tilveru mína, að sorgin
yfir missi hans, gæti drepið lífsgleði mína að fullu.
Eg fann einnig að eg hafði ekki verið honum hans
æðsta og dýrmætasta í veröldinni, því ef svo hefði
verið, hefði hann aldrei farið í stríðið, án þess að
vera neyddur til þess. Og sannleikurinn var sá, að
herdeild hans var aldrei kvödd til vígvallarins. Eg
hafði einnig breyzt mikið á þessum fjórum árum.
Hinn andlegi sjóndeildarhringur minn hafði stækk-
að. Eg hafði nú þá þekkingu og þær skoðanir á
ýmsu, sem mig hafði aldrei órað fyrir þegar eg gift-
ist og sem eg vissi að Arno hafði ekki haft hug-
mynd um að væru til, svo að ef hann hefði nú
komið heill heim úr stríðinu, úr gröfinni, hefði mik-
ið djúg verið milli sálarlífs okkar á marga vegu.
Pessi breyting hafði komið yfir mig smámsaman.
Eg hafði alveg lokað mig úti frá öllum gleðskap
og hafði hugann eingöngu við uppeldi drengsins
míns. Eg hafði aldrei, eftir lát föður hans, kallað
hann Ruru eða »undirforingjann«. Sá barnaleikur var
alveg úr sögunni, en drengurinn var hin eina fram-
tíðarvon mín og lífsgleði, meðan sorgin var bitr-
ust í sál minni. Og til þess að geta verið förunaut-
ur hans, í hinni andlegu framþróun, sem mig lang-
aði til að hann ætti fyrir höndum, fór eg að nota
bókasafn föður míns af kappi og las sérstaklega öll
sagnfræðirit. Eg var hneigð fyrir að lesa hernaðar-
41
mig á annan hátt. Hún benti mér á að eg mætti
ekki vera svo eigingjörn að harma Arno, sem nú
lifði í sölum himnanna í alsælu um aldir alda, því
engum, nema píslarvottum kristninnar, væri fyrirhug-
að slíkt sælulíf hjá algóðum guði eins og þeim sem
létu lífið í þarfir skyldunnar, eins og hermennirnir
gerðu. Og hún hélt því jafnvel fram stundum, að
guð hefði látið Amo missa lífið til þess að reyna
mig og styrkja sáluhjálp mína.
Fjórtán dögum eftir ófarirnar við Solferino komu
fréttir um að friðarsamningarnir hefðu verið undir-
skrifaðir í Villafranca. Faðir minn reyndi að gera
mér skiljanlegt að friðurinn hefði verið samþyktur af
pólitískum ástæðum, en ekki vegna þess að Austur-
ríki hefði verið nauðugur einn kostur að semja frið.
Eg sagði honum að mér stæði nákvæmlega á sama
um það alt. Eg væri aðeins sárfegin því að friður-
inn væri kominn á og séð væri fyrir endann á blóðs-
úthellingum bardaganna. En hann hélt samt áfram í
mesta afsökunarróm að verja stjórnina, og afsaka að
hún hefði staðfest friðarskilmálana, svo eg fór að
reyna að vekja eftirtekt hans á bókapakka sem bók-
salinn hafði sent okkur.
— Líttu á pabbi, hér er ný ritgerð eftir Darwin,
brezka náttúrufræðinginn.
— Góða, láttu okkur ekki tala um það. Á þess-
um tímum hugsar enginn greindur maður um þess-
háttar þvæíting. Hvað varðar okkur nú um bók sem
ræðir um dýr og plöntur? Nei, nú er annað um að