Norðurland


Norðurland - 28.11.1917, Page 3

Norðurland - 28.11.1917, Page 3
i67 Nl. r*ri> Príma danskt rúgmjöl í heildsölu fyrir kaupmenn og kaupfélög hjá 6. Benjamínsson Reykjavík. fyrir Fiskifélag Islands. Erindrekastarfið innanhands er laust. yírs- Iaun 3000 ki*. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsókn- arfrestur tíl 20. desbr. næstk. Erindrekastarf fyrir Fiskifél. Islands fyrir Norðlendingafjórðung er laust. ^rslaun 500 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 30. desbr. næstk. Stjórn Fiskifélags Íslands. kápur eru öldungis gagnsiausari mikl- um rigningum. Við áðum aftur á Hveravöllum, tjölduðum þar og hvíldum oi kur urn stund. Héldum síðan norður að Blöndu en hún reyndist gersamlega ófær svo við urðum frá að hverfa og náttuðum okkur hjá Seyðisá, þar sem við hittum aftur álftirnar með ungum sfnum frá því á suðurleiðinni. NorðurKúluheiði .Viðvöknuðum meðkuldahrolli f tjaldinu hjáSeyðisá um leið og fór að birta og gáðum til veð- urs. Nú vorum við á Norðurlandi og nú var hætt að rigna, en þó var kalsa veður enn þá. Við tókum nú það ráð að fara norður Kúluheiði vestanmegin Blöndu niður f Blöndudal Við vorum nokkra stund að komast á rétta ieið, en fjárgötur leiðbeindu okkur eins og þær geta leiðbeint öllum sem ætla að villast í óbygðum Hinsvegar geta sumar hestagötur verið villandi ef þær eru troðnar af stóðhrossum og liggja aðeins til vatnsbóla. Þvf stóðhrossin fara í halatófu eftir vissum stefnum með skynsamlegu viti dag eítir dag meðan þau eru á útigangi og troðast þannig oft djúpar og glöggar götur. En sauðféð hefir ár eftir ár f margar aldir þrætt sínar sömu götur í rekstr- um vor og haust milli Ijalla og bygða. Skarnt fyrir norðan Arnarsæti hitt- um við þær réttu götur og nú skein só) í heiði eftir n-argra daga dimm- viðri og við fengum ágætisveður, sem aldrei gleður hugann meir en þegar það eins og í þetta skifti kemur eftir kólgu og hrakviðri. Og man eg hvað við nutum þess að fara úr regnlötun- um, lauga okkur f læk og fara í þurra sokka. Nú lyftist þokuhulan sem legið hafði yfir landinu og við sáum »blá- fjallageim með heiðjöklahring« og víð áttumikil heiðin breiddi sig langt, langt norður eftir. Hestarnir glöddust engu síður en við, nú sáust engar kollhúfur framar, heldur reistu þeir eyrun eða otuðu þeim fram á við — allir nema Malkus — og þeir urðu helmingi viljugri en áður og létu okk- ur í té allan sinn gang til skiftis, brokk, valhopp, skeið og tölf. Það er margskonar iand og ólíkt hvað öðru sem við á voru máli köll- um heiðar. Sumt eru bara blásin börð, melar og urðarholt eða mosa vaxnar hálendisbreiður, sumt eru Ijallhryggir með litlum gróðri og lftilli víðáttu, en sumt eru grösugar flatneskjur. Kúlu- heiði ber langt af öllum heiðum sem eg hefi kynst að landgæðum, og öf- unda eg Húnvetninga af svo ágætu afréttarlandi. Þar er kvistland og lyng- móar, grösugir hálsar, hlfðar og hvamm- ar með valllendi^grasi, mýraflákar með kafgresi og stararkeldum og þegar norðar dregur ágætis engjar. En til prýðis eru hingað og þangað geðsleg- ustu stöðuvötn með álftum og fjörugu fuglalífi — og ekki að gleyma — full af feitum silungi. Hér og þar sá- ust tryppastóð sem undu vel hag sín- um og hjarðir á beit með lagði sfð- um. En hér gæti margfait meiri fén aður þrifist og dafnað vel. Kúluheiði er framtfðarland. Járn brautin til Norðurlands ætti að hggja bftir heiðinni. Þá kæmi þa* smámsam- en blómleg bygð meðfram brautinni. Reyndar mun þar vera veðrasamt og snjóþungt á vetrum. En er það ekki líka viða í bygðum? Við héldum til Guðlaugstaða í Blöndudal. Þar býr Páll bróðir Guðm, Hannessonar og býr rausnarbúi. Og þar er faðir Guðmundar, víðþektur hagleiksmaður sem margir kannast við. Guðlaugstaðir eru eitt af þessum á- gætu sveitahmmilum þar sem unun er að gista. Þar er húsað vel upp á gamlan og góðan fslenzkan máta, jarða- bætur með afbrigðum, umgengni og þrifnaður í bezta lagi (kýrjúgrin sápu- þvegin við mjaltii) og gestrisni eins 9g þar sem bezt lætur. Til kaupenda »N o r ð u r 1 a n d s«. Fyrri hluta ársins var auglýst í blaðinu að I. júlf yrði hætt að senda það öilum er skulduðu því andvirði eldri árgnnga. En vegna þess að marg- ir kaupendur er þá skulduðu því sömdu þá um borgun og margir borg- uðu eldri skuldir, afréð útgefandi að senda það flestum kaupendum til ára- móta, í þeirri von að þeir gerðu því skil skulda sinna, áður en árganginum væri lokið. nú tiikynnist þeim kaupend- um blaðsins, Sfem aldrei ha a gert því nein skil, sfðan núverandi útgef- andi þess tók við þvf, að um næstu áramót verður hætt að senda þeim blaðið og jafnframt verða skuldirnar afhentar málaflutningsmönnum til inn- heimtu. Leiðarþingsómynd. (Sjá síðasta blað.) — Niðurlag. á það var ráðist af vitibornum mönn- um, heldur lofað fulltrúa höfuðstaðar- ins, að verða sér með vörn sinni til framhaldandi minkunar. Það var raun- ar ekki við því að búast, að þingmað- urinn hefði kynt sér það, að í flest- um menningarlöndum hafa á sfðari ár- um hegningarákvæði fyrir lagayfirtroðsl- ur frekar verið mýkt en hert, en hinu var bægt að búast við, að þingmaður- inn hefði ráðfært sig við kjósendur sfna heima í héraði áður en hann flan- aði út í að flytja slfkt frumvarpsen- demi er hér um ræðir og mundi það hafa orðið þingnianninum hollara, en að verða fyrir áhriíum af einhverjum bindindisofstækismanni í höfuðstaðn- um. Þetta flan þingmannsins, sem á- samt fleiru varð til þess að lengja þetta auma þing og auka kostnað þess, hefir eyðilagt með öilu, hið litla traust, sem eg hingað til hefi haít á þingmanninum, sem þingmanni fyrir þetta kjördæmi. , .. . . I Stefán Stefánsson Letigarðurinn. I skýrði frá því, að “““mjög ágerðist nú öll eyðsla til Alþingis, t. d. helði nú í vet- ur sem leið verið, uppi á lofti í al- þingishúsínu, sett herbergi, með prýði- legum húsgögnum, legubekkjum, svæfl- um og öðrum hægindum sem hefði kostað mikið lé. Sagði hann að Guð- mundur landiæknir Björnsson mundi haía staðið fyrir .þessum íraniförum. En jafnvel þó að tilætlunin hefði ver- ið sú, að þingmenn gætu leitað sér þarna hvíldar og þæginda að loknu dagsverki, þá hefði þó sumum þing- mönnum þótt þetta óþarfi, þar sem enginn skortur hefði áður verið á her- bergjum til ueíndarstarfa, en enginn þörf fyrir þingmenn, að leggjast tll svefns í þinghúsinu Skaut þá sessu- nautur minn að mér: »Nema þá fyrir ölvaða menn, eða þá, er einhver æs- ingalyf nota«. Þetta legubekkjaherbergi sagði þingmaðurinn að nefnt hefði ver- ið »Letigarðurinn« en sfðar á þinginu hefði það verið nefnt »Hlaðbúð«. Þessi »Letigarður« hefði haft fremur litla aðsókn framán af þingi, en er á ieið hefðu ein eða fleiri þingneíndir tekið sér þar bólfestu til nefndarstarfa. Ekki af því, að þær vantaði pláss, heldur fyrir það, að þarna hefði verið miklu notalegra að vera, en annarstaðar. Er líklegt að þessi skýrsla Stefáris verði til þess, að þeir eyfirzkir bændur og aðrir, sem ferðast til höfuðstaðarins, til þess að sjá þar söfnin, dómkirkj- una, þinghúsið o. fl. sem markvert er, láti eigi undir höfuð leggjast, að skoða um leið, þenna fræga »Letigarð« Al- þingis, stolnsettan af forseta Eírideild- ar á þvf herrans ári 1917. Áheyrandi. „Hótel Akureyri" tekur menn í fæði og húsnæði yfir lengri tíma með sanngjörnum kjör- um. Theodor Johnson. Kjebenhavns Margarinefabrik framleiðir hið vandaðasta smérlfki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, og litar alis ekki marga- rfnið, en selur það hvítt eins og á sauðastnér, svo allir geti fuilvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað f það. Margarínið fæst f 1 og 2 punda skök- um, 5 og 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sfn hið ódýrasta smérlfki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- læggerstræde 9 Köbenhavn, eða ^Jóns Stefánssonar Akureyri M Zadig5 þvottaduff með fjóluilm er ómissandi hverri húsmóður. Hin gamla aðferð að nudda þvottinn upp úrsápuvatni er orðin úrelt, allir vita að fatnaður og dúkar slitna óhæfilega með þeirri þvotta aðferð og eru því að hætta við hana, en taka upp þvotta- aðferð með M. Zadigs þvottadufti ( staðinn. Duftið er leyst upp í vatni þvotturinn svo lagður í þann lög og þegar hann hefir legið þar hæfilega lengi, er aðeins skolað úr honum, ÁN þess hann sé nuddaður. ZADIGS ÞVOTTADUFT SPARAR því mikið erviði og tlma; SPARAR sápu og sóda og slítur ekki þvottinum. Biðjið því kaupmenn yðar um ZADIGS ÞVOTTA DUFT Það fæst í öllurn vel birgum verzlunum og ryður sér hvetvetna til rúms. Þvf það er margfalt ódýrara og betra en sápa og sódi. Sápur ogilmvötn.tannmeðalið »Oral«, Lanolie Hudcréme, raksápuna Barbe- rin, og gólfþvottaduftið fræga frá M. Zadig konungl. hirðverksmiðju í Malmö ættu allir yngri og eldri, að kaupa.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.