Norðurland - 23.02.1918, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri og útgefandi: JÓN^STEFANSSON.
5. blað.
Akureyri 23. febrúar 1918.
XVIII. árg.
Pjóðaruppeldið.
Ef spurt væri um það, hvert vaeri
mesta alvöru- og umtalsefni almenn-
ings hér á landi, annað en strfðið, þá
mundi naumast verða nema eitt svar
á hraðbergi við þeirri spurningu. Það
svar, að ekkert fylti eins hug lands
manna yfir höfuð eins og fjármálahlið
þjóðlífs vors, og þá helzt og frekast
ráðstafanir og framkoma þingmanna
vorra í þessu efni.
Og þetta er ekki með öllu ástæðu-
laust.
Það ér tæplega gefandi að sök, þó
alþýða manna, sem stendur álengdar
og horfir á þetta úr fjarlægð og heyr-
ir fregnirnar úr fjarska, detti í hug,
að hún sjái ofsjónir og beyri ein-
hverjar æfintýrasagnir, er henni berst
sagan um það, sem gerist á og f
sambandið við þingið, í öllu þvf, sem
snertir fjármálin. Það mundi engum
sanngjörnum og óvilhöllum manni
mikla það, þótt landslýðnum, hinum
mikla múg, sem ekkert hefir á að
treysta annað en hendur sínar, og til
einskis annars að flýja en stritvinn-
unnar, og hennar oft um megn, —
það mundi engan undra, þó hann
spyrði, og það í fullri alvöru, hvort
þetta þyrfti að vera svona og hvort
það væri rétt að þetta væri svona.
Og ástæðurnar eru augljósar og
daglegt umtalsefni.
Lýðnum blæðir f augum öll dýrtfð-
arfúlgan, sem embættismennirnir og
aðrir opinberir starfsmenn fá, þó víða
sé við það kannast að hún sé réttlát
gagnvart sumum hlutaðeigendum. Hon-
um ógnar, er þingmennirnir hafa enn
á ný aukið við dagkaup sitt, sem
margir hverjir njóta dýrtfðaruppbótar-
innar, og taka nú 13 f staðinn fyrir
10 kr. áður. Og það kemur hik á
bann, þvf líkt sem hann horfi yflr eitt-
hvert kviksyndi, þegar hann sér alla
þá féeyðslu, sem fer í það að koma
þingmönnum á þing og af því. Og
hann spyr og spyr hvernig jafnstutt-
ar leiðir eins og sumar þeirra, sem
þarna er til að dreifa, súpi upp ann*
að eins fé og þeir segja. En þó kast-
ar fyrst tólfunum, er hann heyrir, að
þeir eru jafnvel farnir að hafa það
fyrir alvinnu að eiga börn.
Við allsr þessar fregnir og upp-
talningar um fégræðgi þingmanna ber
fjöldi manna sér á brjóst og spyr f
örvæntingu: Eru íulltrúarnir að leika
einbvern gamanleik, eða er alvara f
þessum ráðstöfunum ölium og sam-
þyktum; eru þeir komnir á þing að-
eins til þess að ráða sínum eigin ráð-
' um, sínum eigin högum til farsællegra
lykta á þessum erfiðu tfmum en ekki
til þess að sjá þjóðmálunum farborða
og þjóðarhagnum fyrir einhverjum Kfs-
krafti og bolmagni? Og þegar hann
hugsar um þetta alt, þetta og margt
fleira f þessu sambandi, þá kemur
honum ósjálfrátt til hugar, hvort bú
ið sé að eitra loftið innan þingsins,
svo hver maður verði, sem þangað
kemur — þó áður hafi hann verið
laus við þá kvilla — sjúkur af þeirri
viðleitni að afla sjálfum sér nógu mik-
ils, án nokkurs tillits til lands og
þjóðar. — —
En — vaeri nú ekki réttast, þegar
öllu er á botninn hvolft, réttast fyrir
þjóðina, landslýðinn, að hafa sem lægst
um þau hermdarverk og þær misfell-
ur, sem henni finst vera á störfum
þingsins, lægst um þau á þann hátt
a$ vega ekki eingöngu að löggjöfun-
um?
Eru ekki þingmennirnir kosnir úr
þjóðardjúpinu, af þjóðunni sjálfri, af
þeim, sem hæst hafa um ókosti þeirra,
og hljóta þeir því ekki altaf að verða
sýnishorn, nokkurskonar minkuð út-
gáfa af allri þjóðinni, sem hefir f sér
allar eigingirndir, hvatir og tilhneig-
ingar, sem eru ríkjandi í sál þjóðar-
innar? Það er ekkert áiitamál. Það er
sannleikur að þjóðin stjórnar sér sjálf
með því að velja það sem hún hygg-
ur vera kjarnann úr sjálfri sér, til
þess að ráða fram úr vandamálum
sfnum, finna nýja farvegi fyrir straum-
ana, sem brjotast fram úr þjóðardjúp-
inu og verja land og lýð fyrir utan
að komandi aðköstum og aðkreppu.
Öll vor óp og óhljóð urn þessa menn,,
er því ekkert annað en hryggileg lýs-
ing á okkur sem heild, sem þjóð, —
grátleg ásökun á ættjarðarást vora og
óeigingirni Því hverjum kemur til
hugar að halda fram, að þarna hafi
valist saman verri menn eða tilþrifa-
meiri um eigin hag en alment gerist
meðal vor? Verum vissir um að jaln-
vel þeir, sem nú standa fremstir í
flokki þeirra, sem kasta ókvaiðisorðum
að þinginu, þeir hefðu að öllum lík-
indum fylgst með og tekið tveim
höndum við dýrtíðaruppbót, hækkun á
dagkaupi, meðgjöf með börnum, sem
þeir kynnu að afla sér, ogNöðru því-
lfku góðgæti.
Nei. Hér er heimskulegt að hrópa:
Guð, eg þakka þér, að eg er ekki
eins og aðrir menn, — að eg er ekki
eins og löggjafarnir okkar! Við erum
eins og þeir og þeir eins og við, þvf
þeir eru teknir mitt á meðal vor.
Þing, sem skipað er þjóðkjörnum
mönnum, veiður altaf, hlýtur að vera
sýnishorn sinnar eigin þjóðar á þeim
og þeim tíma. í þvf speglast, eins og
í skuggsjá, helztu og sterkustu straum-
hvörfin, sem uppi eru meðal lands-
manna. Jafnvel þau öflin, sem minst
ber á og dýpst Kggja, iáta einatt á
sér bera, þegar þangað er komið, því
þar er svo einkar frjór jarðvegur fyr-
ir hvorttveggja: lífgrösin og illgresið.
Hér er því ráðlegra að beina ásök-
ununum að okkur sjálfum, heildinni,
þvf hún ber ábyrgð á verkum manna
sinna í raun réttri, hún hefir alið þá,
mótað þá og þroskað og lagt grund-
völlinn undir það, sem þeir telja eft-
irsóknarverðast Og mun eg koma að
þvf síðar.
En hér er annað, sem engu er þýð-
ingarminna í þessu sambandi og á-
stæða er til að fara um nokkrum orð-
um.
Það mundi vera talinn óathugull
maður, sem hefði ekki veitt því eftir-
tekt, að aldrei hefir verið meira af
umsóknum til þingsins um bitlinga og
fjárbeiðnir eins og einmitt nú. Oft
hefir þótt berast mikið að þinginu af
þessu tagi og margar raddir æpa f
t-yru þingmanna um nokkra tugi kr.
En aldrei hefir rignt yfir þingið öðr-
um eins feiknum af fjárbeiðnum eins
og nú sfðast, aldrei jafnmargir munn-
ar kvakað til þingsins um stýrk fyrir
sig og sína og léttir undir áhugamál
sín. Með öðrum orðum: þjóðin sjálf,
sem slöngvar hverjum áfellisdómnum
Matvöru- og
sykurtalning.
Samkvæmt reglugerð stjórnarráðsins 23. f. m. er fyrirskipað, að
pann 26. p. m. skuli telja matvöru- og sykurbyrgðir allra verzl-
ana, brauðgerðahúsa og annara, er vörur pessar hafa til sölu.
Verður skýrslunnar vitjað, og eru allir peir sem vörur pessar hafa
til sölu aðvaraðir um að telja pær rétt fram að viðlögðum drengskap.
Ennfremur verður dagana 25, 26. og 27. p. m. tekið manntal*
í bænum og hver húsráðandi krafinn um drengskaparvottorð um
pað, hve mikið hann hafi í sínum vörzlum af kornmat og sykri.
Tilgreina ber, hve mörg kíió séu til af hverri korntegund.- Sér-
hver húsráðandi verður að vera undirbúinn að gefa vottorðið við-
stöðulaust pegar krafist verður.
Eftir 28. p. m. getur enginn fengið kornmat eða sykur nema
samkvæmt seðli. Kornvöru- og sykurseðlar verða afhentir 28. p.
*m. í húsi S. Fanndal og byrjar afhendingin kl. 10 f. h. — Herra
yfirdómslögmaður Júl. Havsteen stendur fyrir seðlaúthlutun og ber
mönnum að leita til hans um sérhvað eina pessu viðvíkjandi.
Hver brauðseðill hljóðar á nafn og verður pví hver húsráðandi að
tilgreina nafn hvers heimilismanns síns um leið og hann telur
seðlana. Enginn fær seðil afhentan nema hann áður hafi gefið
skriflegt drengskaparvottorð um matvöru- og sykurforða sinn.
Brauðseðlar í stað kornvöruseðla verða síðar afhentir.
!Ef nokkur telur byrgðir sínar rangt fram eða neitar að telja
pær fram varðar pað sektum alt að 10,000 krónum.
Þetta birtist til eftirbreytni.
Bæjarfógeti Akureyrar 20. febr. 1918.
Páll Einarsson.
öðrum þyngri yfir þingmennina fyrir
fégræðgi og eiginhagsmunasemi í fjár-
málum, hún gerir sig seka f sömu
viðleitninni, sömu fjörráðunum gagn-
vart sjálfri sér. Hún hleður lestrarsal
Alþingis fullan mpð styrkbeiðnir, styrk-
beiðnir, sem margar hverjar eru þess
eðlis, að svo lítur út, sem engin minsta
á tæða auk heldur knýjandi nauðsyn
hafi borið til þess, að hlutaðeígendur
létu sér koma til hugar að knýja á
dyr landssjóðs með þesskonar, og
aðrar aftur þannig úr garði gerðar að
umsækjendum er tæpa3t mikill vegs-
auki að þeim. Um alt þetta er hægt
að sannfærast með því að líta í þing-
tíðindin og sumt af þvf fyllir dálka
dagblaðanna.
Enginn skal halda, að hér séu á
ferðinni persónulegir kveinstafir yfir
því, að einstöku mönnum hlotnast tvö
til þrjú hundruð krónur úr landsjóði,
að eg sé að telja eftir, þó slett sé
fáeinum krónum í einhvern, sem get-
ur látið svo Ktið að hrópa á hjálp
landssjóðs til þess að að lifa. Það er
ekki meiningin. Gott væri, að lands-
búið hefði svo fullar hendur íjár, að
það gæti miðlað sam flestum, lyft
undir sem flesta framtakssama og við-
sýna anda, sein vert er að styrkja og
hlúa að. Og eg, fyrir mitt leyti, er
sannfærður um það. að það út af fyr-
ir sig hefir engin áhrif á vöxt og við-
gang okkar sem þjóðar, hvort lands-
sjóður úthlutar í bitlingum og styrk-
um þrem til fjórum þúsundum meira
Munið eftir samkomum
Hjálprœðishersins.
Fri aOiranzur.