Norðurland - 23.02.1918, Qupperneq 3

Norðurland - 23.02.1918, Qupperneq 3
«5 Nl. sig eins og hann er drengur til. En bæjarféiagið á ekki og má ekki skipa borgurunum í »sauði og hafra«, því fór tillaga Otto Tulinius í rétta átt. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögun- um og eiga kost á að sitja við sama borð hjá þvf opinbera. Sigurður dýralæknir hefir heríurinn af, að hafa gert þessi bjargráðastörf að blaðamáli. Harn byrjaði að ráðast á bæjarfulltrúa Otto Tulinius með rembingi eftir föngum, f 4 tbl. »ís- lendings*, þegar hann sá að Otto Tulinius lét ekki lenda við orðin tóm með hjálpina. — Allir íbúar Akureyr- ar vita vel, hvernig málinu er varið og hverjum er að þakka, það sem gert hefir verið í því, af hálfu bæj- arins, almenningi til bjargráða, svo þeirra vegna stendur á sama hvaða fréttir Sigurður lætur »íslending« flytja. Fjöldi manna befir setið á bæjarstjórn- arfundum og íylgt gangi máisins þar. En vegna annara ér rétt að skýra frá því, úr því Sigurður fór með þetta bæjarmál í blöðin, að það var Otto Tulinius er með sfnum alkunna verzlunardugnaði gat útvegað bæjar- búum um sjötíu smálestir af kolum, sem skift var milli manna og að það eru þau kol sem mikill meiri hluti bæjarbúa nýtur nú hitans af, en hefði annars orðið að sitja f kuldanum það sem eftir var vetrarins. Og það er óhætt að íullyrða, að ef Otto Tulinius hefði ekki skorist þarna f leik til framkvæmdar, mundi alt hafa setið enn í sama farinu, alt lent við orðin tóm hjá bæjarstjórninni, enginn kol verið útveguð og hver og einn setið skjáifandi í sínu horni. Almenningsálitið í bænum veit þetta vel, veit vel hverjum útvegun kolanna er að þakka. En um Þá bæjarfull- trúa sem stöðugt tala og fimbulfamba í tima og ótfma um hjálpfýsi sfna segir álit sama almennings: »Þeir gusa mest sem grynst vaða « I. J. X Dýrtíðarmálin. í blaðinu »íslendingur«, 6. tbl. þ. á., eru tvær greinar, sem eiga að vera svar upp á grein mfna f 3 tbl. »Norð- urlands« þ. á — Af þvf mest af því, sem þessir greinarhöfundar segja, eru persónulegar skammir, óviðkomandí málinu, og kjánalegir útúrsnúningar, þá get eg hreint ekki verið að eltast við, að svara þvf lið fyrir lið, en bendi aðeins á einstöku atriði. Bæjarfulltrúi Sig. Ein. byrjar grein sína með mikilli andagift um þann »fruntaskap og ætumeiðandi brigz!«, sem eg beri sér og Stefáni skólameist- ara á brýn í grein minni, og segir ennfremur, að ekki sitji á »bæjarbúa« að finna að gjörðum starfsbræðra sinna. Þetta er hlægilegt af tveim ástæðum. Fyrst og fremst vegna þess, að hann veit alls ekki, hvort greinin er skrif- uð af bæjarfulltrúa; en f öðru lagi og ekki sfzt vegna þess, að hann sjálíur, Sig. Ein., bæjarfulltrúinn, notaði sitt eigið blað, til að níða starfsbræður sfna í bæjarstjórn, og það áður en eg ritaði grein mfna f »Norðurland«. Þvínæst segir bann, að grein mína beri að skilja svo, að St. St. sé á móti dýrtíðarráðstöfunum bæjarstjórn- arinnar af eintómri mannvonzku Eins og oftar hefir sýnt sig, þá er Sig. E. gjarnara að misskilja en skilja. Aðrir lesendur »Norðurlands« munu sjálf- sagt ekki hafa lagt þann skilning í orð mfn. — St. St. hefir margoft lýst því yfir, að hann væri á móti því, að bæjarfélagið nú sem stendur kostaði fé til hjálpiar bágstöddum, af því að hann liti svo á, að ekki væri nein neyð á ferðum, sem gæfi tileíni til þess. — Mikið að Sig. E , sem hefir heyrt þetta endurtekið hvað eftir ann- að, skyldi ekki skilja það, eða hvað gengur honum til þess að reyna að koma þessum mannvonzkuskilningi á Stefáni inn hjá lesendum biaðs síns? Að endingú s^gir Sig E., að eg hafi forðast að ræða miki.ð um efni grein- ar þeirrar, sem har.n skrifaði fyrst um þetta mál í blað sitt. Mér fanst vera óþarfi, að fara betur út í efni hennar en eg gerði, því allir geta séð, sem hana lesa, að efnið var ekki annað en reyna að vefengja, að meiri hluti bæj- arstjórnarinnar gæti úrskurðað í einu ákveðnu rnáli, og þar af leiðandi var ritstjórinn alveg guðhræddur yfir þvf, að bjargráðanefndin skyldi leyfa sér að kaupa rúgmjölið strax daginn eftir að bæjarstjórnarfundurinn hafði sam- þykt, með meiri hluta atkvæða, að kaupa það. Lfklega hefði það verið heppilegra, að bæjarfulltrúinn hefði al- drei birt slfka grein f biaði sfnu. í hinni greininni í »;íslending« er einhver, sem kallar sig »annan bæjar- búa«, að bera skjöld fyrir þá St. St. og Sig. E. útaf gerðum þeirra f bæj- arstjórninni, en ferst það fremur ófim- lega, sumpart af vanþekkingu á mál- inu og sumpart af vandræðum með að verja slæman málstað. — Fyrst byrjar byrjar hann á kolasamþyktinni, og kemst þar að þsirri niðurstöðu, að bærinn hljóti að tapa 17,000 kr. á kolasölunni. Það er nú ekki álitleg útkoma, en þá er að athuga, hvort hann muni hvergi reyna að fá þessa upphæð aítur. Jú, auðvitað verður hann að fá hana aftur, með því að leggja meira á gjaldendur bæjarins við næstu niðurjöfnun, og þá kemur sú hækkun mest niður á hinum hærri gjaldendum,—einmitt þeim, sem þessi greinarhöf. (á amt St. St. og Sig. E.) er svo mikið á móti að fái kolin undir innkaupsverði, en það er augljóst, að hinir efnaðri menn þessa bæjar verða að borga þá upphæð, sem þeir græða á þessum kolakaupum, þrefalt aftur í hærra útsvari. Þá segir greinarhöf., að eg sé að sverta þessa tvo bæjarfulltrúa, St. St. og Sig. E.) í augum fátæklinga bæj- arins; þar hefir hann gleymt að at- huga, hver fyrst gerði þetta að blaða máli, og reynir þannig að sverta þá bæjarfulitrúa, í augum almennings, sem voru með þessum dýrtiðarráðstöfunum. Ennfremur segir greinarhöf., að bjarg- ráðanefndin hafi flutt tillöguna um kolakaupin, »til þess að hún gæti sjálf náð f ódýr kol, undir yfirskyni guð- hræðslunnar«. Auðvitað á hann þar eins við alla bæjarfulltrúana, sem greiddu tillögunni atkvæði sitt, en með því er þeim öllum borið á brýn, að þeir misbrúki stöðu sína, sem bæjar- futltrúar, til eiginhagsmuna, og varð- ar slfkur áburður við lög; en það finst bæjarfulltrúa Sig. E. víst ekki »ærumeiðandi brigzl«, fyrst hann birtir það í blaði sfnu. Annars er greinin mest um gerðir bjargráðanefndar og »bruðlunarsemi« hennar, og fer eg ei meira út f það, því hún mun verja gerðir sínar sjálf, ef henni finst ástæða til. En nærri liggur, að draga megi þá ályktun út úr orðum greinarhöf., að engin neyð sé á ferðinni, engin þörf á dýrtíðarráöstöfunum, og hreint ekki ástæða til að taka það trúanlegt, þó Pétur eða Páll komi og segi, að þeir hafi ekkert að borða og þurfi að fá dýrtíðarlán. — Þegar greinarhöf. kemur að rúgmjölskaupunum, þá virð- ist hann ekki geta fundið neitt til að víta þær ráðstafanir, nema heizt fljót- færni. En svo verður hann klökkur yfir því, að jeg haldi fram f grein minni, »að ekktrt fé þurfi til rúg mjölskaupa fyrir bæinn«.—Ef greínar- höf. er grátgjarnt, þá væri bezt viá eigandi, að hann gréti yfir því, að hann skuli ekki vera læs, því það virð- ist svo, að hann hafi ekki getað lesið orðið »/járhagsáœtiun<, enda er það nokkuð langt orð; en í grein minni stendur, »að ekkert fé þurfi að standa á fjárhagsáætlun til dýrtíðarráðstafana«. Að endingu lætur greinarhöf. það ó- tvfrætt f ljósi, að bjargráðanefnd og þeir bæjarfulltrúar, sem staðið hafa með henni í þessum málum, séu allir augnaþjónar, sem séu með gerðum sínum að afla sér vina, roeð annara fé. — Jafn svfvirðilegur áburður og þetta er, getur varla komið frá öðrum en þeim, sem fa.ið hefir f sinn eigin barm og íundið þar þessa góðu hæfifeika.— Að öðru leyti ætla jeg að láta lesend- urna dæma um það, hve mikil sann girni sé f þessu skrifi »annars bæjar- búa« og hve miklum vinsældum það muni afla ritstjóra »íslendings«, að birta slíka. skammir f blaði sfnu um flesta íulltrúa þessa bæjarfélags.---- Þá er í 4 tbl. »Norðurlands« grein frá Stefáni Stafánssyni, sem á einnsg að vera svar upp á grein mfna. Fyrsti hluti greinar hans eru ærumeiðandi skammir út af því, að jeg skyldi dirf- ast að segja honum sannleikann, svona opinberlega, en þær skammir eru að eins ámátlegt vindhögg út í loftið. Honum þykir það auðsjáanlega mjög leitt, að geta ekki snúið sér persónu- lega að mér — hinum ímyndaða óvin sínum, sem hefi þó ekki einu orði móðgað hann persónulega, heldur að- eins rætt um hina opinberu framkomu hans sem bæjarfulitrúa. O4 ef hann vildi nú athuga vel, hvort ekki mætti finna eitthvað að hans opinberu fram- komu, þá vil eg t. d. benda honum á að le3a niðurlag greinar sinnar, sem birtist f vetur í »Norðurlandi«, 2. tbl., með yfirskriftinni »Þorri«. Á hvað bendir þar ? Og hversu mikið samræmi er í' því, sem þar er sagt, og í upp- hafi greinar hans f »Norðurl.« sfðast? Eins og eg hefi þegar tekið fram, þá álít eg að það sé alls ekki af illvilja, að St. St. er á móti því, að bærinn hjáipi þeim, sem bágstaddir eru, held- ur sé það einungis af þekkingarleysi um hag almennings; þekkingarleysi, sem á þessum tímum og undir svona kringumstæðum er að vísu mjög ó- heppilegt, og væri því þess vert, að hann verði einhverju af frístundum sínum til þess að reikna út, hvort ein fjölskylda getur nú komist af með 1000 króna árstekjur; en mjög marg- ir verkamenn hafa sfðastliðið ár ekki haft meiri tekjur, vegna aflaleysis og annara örðugleika. — Að halda því fram, að það sé svo siðspillandi að þiggja hjálp, en segja bara þeim, sem bjargarlausir ‘eru, acS þeir geti unnið fyrir sér, þar sem enga vinnu er að fá, er nokkuð saroa og að kalla til manns, sem er að drukna, og segja honum að synda til lands, þó hann hafi aldrei iært að synda Það er ó- mögulegt að fyrirbyggja það, að ein- staka menn, sem fá dýrtfðarlán, mis- brúki ef til vill eitthvað af því, en það er undantekning, og hún réttlætir ekki það, að hætta öltum ráðstöfunum til hjálpar bágstöddum. — Hvernig heldur St. St. að færi í stórborgum heimsins, ef sú mikla hjálp, sem þar er látin f tje, væri alveg lögð niður, af því sumt af hjálpinni væri misbrúk- að. — St. St, viðurkennir að mestu leyti orð mfn um það, að hann hafi verið á móti dýrtíðarráðstöfunum bæj- arstjórnarinnar og er það því undar- legt að honum skyldi sárna svo mjög, þó eg segði að hann gerði það af »Princip«. . Bœjarbúi REGLUGERÐ um sölu og úthlutun kornvöru, sykurs o. fl. Samkvæmt lögum 1. febrúar 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norð- urálfuófriðnum, eru hjer með sett eftirfarandi á- kvæði: 1. gr. Frá 1. mars 1918 er bannað að selja rúg, rúg- mjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrísgrjón, baunir, haframjöl, hafragrjón og sykur nema gegn seðlum, sem út verða gefnir að tilhlutun lands- verslunarinnar. 2. gr. Landsverslunin sendir öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum kornvöru- og sykurseðla eftir mann- fjölda í hlutaðeigandi sveitum og bæjum, og skulu þær úthluta seðlunum til allra heimila þannig, að hverjum heimilismanni sje ætlaður sinn seðill. Seðlaúthlutunin fer fram í fyrsta sinn 28. febr. n. k., annað hvort með hraðboða eða með því að kveðja saman móttakendur, eða heimilisfeður í þeirra stað, og fer það eftir áliti hlutaðeigandi hreppsnefnda og bæjarstjórna hvað hentugast þyktr. Kostnaðinn við útgáfu og útsendingu seðlanna til hreppsnefnda og bæjarstjórna ber landssjóður, en hreppa- og bæjarfjelög kostnaðinn við útþlutunina. 3. gr. Um leið og úthlutað er seðlum í fyrsta sinn skulu viðtakendur undirrita drengskaparvottorð um hve mikinn forða þeir eigi af kornvöru og sykri á eyðublöð, er send verða hreppsnefndum og bæjar- stjórnum. Skai forðinn dreginn frá við seðlaúthlut- unina með því að klippa af seðlunum það, sem forðanum nemur. 4. gr. Hreppsnefndir og bæjarstjórnir skulu tafarlaust síma landsverslun heildarskýrslu um vörubirgðir samkvæmt vottorðunum og hve mörgum kílógr. seðlaafgangur og afklippingar nemi, en geyma frum- skýrslur með áritun vottorðanna til athugunar við næstu seðlaúthlutun. Afgang seðlanna og afklipp- inga skal senda landsverslun með fyrstu ferð. Pó geta hreppsnefndir og bæjarstjórnir með leyfi lands- verslunar haldið eftir í vörslum sínum nökkrum hluta af afgangi seðlanna tit aukaúthlutunar ef nauð- syn krefur, t. d. á fjölförnum póstleiðum og til gistihúsa í kaupstöðum og kauptúnum, svo og til brauðgerðarhúsa, sbr. 9. gr. 5. gr. f Hinn 26. febr. n. k. skulu hreppsnefndir og bæj- arstjórnir láta alla þá, sem hafa í vörslum sínum kornvöru og sykur, sem verslað er með, undirrita

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.