Norðurljósið - 26.02.1891, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 26.02.1891, Blaðsíða 2
14 NOUÐURLJÓSIÐ. 1891 væri eptir niargra ára reynslu, að semja viðunanlega hentuga póstferða-áætlun, ef lögð væri alúð við það verk, og ef þeir, sem að því vinna, leituðu ser upplýsingar um vegalengd og greiðfæri vega í þeim sveitum, er póstarnir ganga um, hjá þeim sem því eru kunnugastir. Einkum gætu póstarnir sjálfir gefið glöggar og góðar upplýsingar i því efni. I>að eru aðeins fá atriði, er vér viljuni minnast á í þetta skipti, en það eru atriði, sem ekki má láta ganga umtalslaust lengur. Laura fór frá Kaupmannahöfn í haust 8. nóv. siðusta feið á árinu til íslands. Til Reykjavikur átti hún að koma 20. sama mánaðar, náttúrlega með bréf og sendingar til ýmsra staða á landinu. Landpósturinn (norðanpóstur) fór frá Reykjav. 3. des.. hafa því bréfin er með Lauru komu. hafi hún komið á réttum tíma, dvalið fulla 12 daga í Reykja- vik. 17. desember komu þau siðan til Akureyrar. Yér Akureyringar fengum þannig bréf vor frá útlöndum ná- lægt mánuði siðar en Reykvíkingar. J>ó eru Múlsýslingar hálfu ver settir, því bréf sem send voru með Lauru frá Kaupm.höfn 8. nóv. komu t. a. m. á Seysisfjörð ekki fyr en 14. janúar, því eptir alla biðina í Reykjavik eru þau látin hvíla sig á Akurej'ri frá 17. des til 6. jan. (eða 19 daga). Hafa bréfin þannig verið á leiðinni frá Kaupmh. til Seyðisfjarðar fulla 68 daga eða hátt á 10. viku. Yér getum nú ekki betur séð en að þetta fyrirkomu- lag sé alveg óhafandi Póstgöngur hér hljóta ávallt að verða talsvert seinar og örðugar sökum vegleysu og illviðra, einkum á vetrardaginn, og því veitir ekki af að bréfin séu látin halda áfram svo fljótt sem unnt er, en séu ekki látin liggja vikum saman á póststöðvunum. Hefðu bréfin, er með Lauru komu í Reykjavík 20 nóv., verið send þaðan, setjum til dæmis 24. s. m., gátu þau komið til Akureyrar 9. des. Hefðu þau svo verið send frá Akureyri 11. des- gátu þau komið 19. s. m. á Seyðisfjörð, eða 26 dögum fyr en mögulegt var að þau kæmu eptir áætluninni. Alla þessa daga hafa þau legið alveg að óþörfu á pósthúsunum. Alveg er það og óþarít, að láta bréf, sem send eru með Lauru frá Höfn 16. jan. og nú komu til Rvíkur 26. sama mán., dvelja þar í 8—9 daga áður en þau eru send á stað, því ómögulegt er að póstmeistarinn þurfi allan þann tíma til að afgreiða póstana. J>að væri annars fróðlegt að fá að vita hvaða ástæðu póststjórnin hefir fyrír því að láta bréf og sendingar liggja þannig dögum og enda vikum saman á Reykjavikurpóststofunni. Vér álítum meira að segja, að hún sé skyldug til að gjöra almenningi grein fyrir því. J>á eru nú dagleiðir póstanna nokkuð kynlega ákveðn- ar. Yér' skulum aðeins minnast á dagleiðir póstsins milli Akureyrar og Staðar. Stundum er honum ætlaður einn dagur af Akureyri að Möðruvöllum, sem er tveggja til þriggja tíma ferð; en aptur er honum ætlað að fara á 1 degi frá Steinsstöðum að Viðimýri, sem er á vetrardag jafnaðar- legast fullar 2 dagleiðir. Ætti því aldrei að ætla póstin- um minna en 2 daga þá leið. Helzt ætti að vera bréf- hirðingastaður á Silfrastöðum, er optast getur verið hentugur gistingastaður fyrir póstinn. J>að mun láta nærri á vetrardag í meðalfæri (og útfrá því verður maður að ganga) að það sé 8 daga ferð frá Akureyri að Stað i flrútafirði. Mundi þá einna hentugast að skipta dagleið- um þannig: 1. dag frá Akureyri að Steinsstöðum 2. - — Steinsstöðum að Siifrastöðum 3. — — Silfrastöðum að Yíðimýri 4. — — Víðimýri að Botnastöðum 5. — — Botnastöðum að Sveinsstöðum 6. — — Sveinsstöðum að Lækjamóti 7. — — Lækjamóti að Staðarbakka 8. — — Staðarbakka að Stað Sé færi vel gott má auðvitað vel fara þessa leið á 6—7 dögum, en að vetrarlagi er ekki til neins að ætla póstum lengstu dagleiðir. J>að er hálfu verra, að ætlá þeim svo stuttan tíma, að þeir undir flestum kringuinstæð- um geti ekki fylgt átetluninni, heldur en að ætla þeim svo marga daga til ferðar, að þeir optast geti komið á réttúm tíma á hverja póststöð; enda er þá fyrst hægt að heimta af þeiin, að þeir fylgi áætluninni, en annars ekkí Auðvitað má jetla póstum lengri dagleiðir á sumrin. Ekki getum vér séð að ástæða sé til þess að ætla póstinum færri daga frá Stað til Akureyrar heldur en frá Akureyrí að Stað. Jafnaðarlega niun póstflutningur vera talsvert rneiri að sunnan en suður, einkum þegar póst- flutningur kemur frá útlöndum, eins og t. a m. nú með síðustu ferð. En þá voru póstinum ætlaðir 6 dagar vestan frá Stað til Akureyrar, en næst á undan 8 daga frá Akureyri vestur. ]>ótt vér minnumst hér aðeins á áætlun póstgöngunn- ar milli Akureyrar og Staðar, þá rnundi full nauðsyn til að áthuga hana víðar. Ættu menn, einkum póstafgreíðslu- menn og póstar, að gjöra sér það að fastri reglu, að vekja athygli póstctjórnarinnar á hverju ári í blöðunum á þeim göllum, er á póstáætluninni kunna að verða framvegis. Yæri líklegt að póststjórnin tæki það til greina, svo menö gætu fijótlega fengið hentuga póstáætlun. Skýr sla yfir jarðabætur og húsagjörð búnaðarskólans á Eiðum sumarið 1890. a. 1. Sléttftðir í túni 75 fer. faðmar. 2. Stækkaður maturtagarður. Lengd veggjanna er 109’, breidd að neðan 5’ og að ofan 2’, hæðin er á'/is’ “ 1558 ten. fet. 3. Hlaðinn varnargarður, á lengd 190’, á bæð 5’, breidd nð neðun 5‘/2’ og að ofan 2’ =■ 3562’/2 ten. fet. 4. Hlaðin fjárrétt. Lengd veggjanna er 102’, breidd að neðan 5’, breidd að ofan 3’ og á hæð 5’ = 2040 ten. fet. 5. Sáð rótarávöxtum í sáðreiti, sem eruaðstærð c. 130 fer.faðm. b. 1. Byggt fjárhús sem tekur rúmlega 70 fjár. 2. Lagt ytra-þak á 4 hlöður. 3. Lagt spón-þak á íbúðarhúsið, gcrt að gluggum í þvi o. fl. 4. Tekinn upp svörður, sem er þur 125 hestsburðir. A skólanum voru í sumar 5 námssveinar. Tveir af þeim fóru heim í haust að afloknu námi og tveir bættust aptur við, svo nú eru í vetur 5 námssveinar, þó er einn þeirra sem undirbúnings piltur og ætlar að byrja nám við skólann a næstkomandi bausti. Útlit er fyrir að skólinn verði vel sóttur eptirleiðis, þar sem 6 nýsveinar hafa sótt um inntöku á næstkomandi vori. Ákveðið er að skólinn skuli eptirleiðis vera i tveimur deildum og taka árlega 5 pilta, þannig að það sé 5 f hvorri deild. Næstkomandi ár verða 4 námssveinar í eldri deild og tilvonandi 6 í þeirri yngri, því fleiri verða að líkinduro ekki teknir sökuin rúm- leysis á skólanuin, enda virðist 10 piltar bæfileg tala. meðan Múlasýslur eru einar um skólann, mætti kalla að skólínn væri þá vel sóttur ef sú nárassveinatala héldist við, sem vonandi er, því ekki er kostnaðarsamt að vera á skólanum þó efnalitlir piltar eigi 1 hlut, þegar því að líkindum verður slegið föstu, að piltar þurfi ekki að leggja með sér annað en vinnu sína. Síðan eg kom hingað vorið 1888 hafa piltar ekki þurft að leggja með sér. Skólastjórnin hefir ekki séð fært að ákveða neina meðgjöf, til þess að skólinn yrði betur sóttur. J>etta gengur næst þvl að kaupa menn til að ganga á skóla, en samt sem áður er það mín slcoðun, að piltaf þeir sem læra á búnaðarskóluin og vinna á þeim alla vinnu að sumrinu til, ættu ekki uð þurfa uð gefa með sér. Náms-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.