Óðinn - 01.07.1905, Síða 4

Óðinn - 01.07.1905, Síða 4
28 ÓÐINN. Bjarni Þorkelsson er fæddnr 1858 í Ásum í Skaftártúngum, en fluttist þaðan á öðru ári að Borg á Mýrum og ólst þar upp. Ilann er son- ur síra Þorkels Eyjólfssonar, er prestur var á Borg og síðar á Staðastað á Snæfellsnesi. Bjarni lærði úngur söðlasmíði í Beykjavík, fór svo vest- ur á Snæfellsnes og var verslunarmaður í Ólafs- vík nokkur ár, en fjekkst þó alltaf við smíð- ar öðru hvoru. Bátasmíðar hefur hann nú stundað i 16 ár samfleytt, fyrst í Ólafsvík vestra og þar i grend, en siðan í Beykjavík. Híngað flutti hann fyrir 2 árum. Hann hefur fundið upp nýtt lag á bátum og reynt þar að sam- eina það tvennt, að bátarnir sjeu örskreiðir og' verji sig' vel fyrir sjó. Hann hefur leingi verið að breyta lil og l>æta lagið, þar lil nú, að hann er orðinn ánægður með það, og hefur liann ekkert breytt því siðustu áriu. Ekki kveðst Bjarni vita, hve marga báta hann hafi hyggt, en hyggur þá vara er hann ýmist hefur smiðað að nýju, eða hyggt upp úr eldri bátum. Hafa hátar hans nú feingið orð á sig' meðal sjómanna. Vjelabátar voru fyrst not- aðir á Ísafirði fyrir hjer um bil 4 árum. Þá komu upp þángað báta-hreyfivjelar frá C. Möll- erups verksmiðju í Khöfn og voru settar í gamla fiskibáta sexróna, og gafst furðanlega. En vjel- arnar og bátarnir áttu ekki saman. Vjelarátakið kemur allt á einn stað og' þurfa því vjelabátar að vera byggðir úr traustu efni og með öðru lagi en seglhátar og róðrarbátar. Bjarni tók |)á upp nýtt lag á vjelabátunum og hefur á síðustu árum smiðað þá marga, því notkun vjelabáta fer stórum vaxandi með hverju ári. Nú hefur Bjarni 10 menn við smíðar hjer i Beykjavik og hefur þó ekki undan að sinna pöntunum manna. Nú siðastliðinn vetur hefur hann feingið verk- smiðjuna til þess að breyta gerðinni á vjelum til notkunar í báta, svo að þær eru auðveldari í meðferð en áður var, hjer um bil V3 ljettari og x/4 ódýrari en áður. Nýlega hefur útlendur mað- ur, eigandi stórrar bátasmíðaverkstofu, feingið hjá honum bátsliki, 5 feta lángt, til þess að sjá lag og' verk. Vjelarbáturinn, sem myndin s^'nir, er 28 feta lángur milli skuta að ofan, en 22 fet í kjöl og 8 feta breiður um miðju að ofan, byggður úr eik og furu. í hátnum er steinolíuhreyfi- vjel með 4 hesta afli og veg- ur lnin, með öllu, sem henni fýlgir, 850 pd. Vjelin eyðir á hröðustu ferð l8/*—2 pt. af stei-noliu á klukkustund. Verð á þessari vjel er 1100 kr. auk flutníngskostnaðar frá Khöfn til íslands. Bát- urinn l)er 20 tunna þúnga auk vjelarinnar. Skriðhrað- inn var mældur 28. apríl í vor og reyndist svo, að hát- urinn fór þrautalaust 2 míl- ur danskar á kl.st. Snún- íngshraði vjelarinnar var þá 130 snúníngar á mínútu, en hæsti snúníngshraði, sem hún getur náð, á að vera 500 snúníngar á mínútu. Báturinn er smíðaður af Bjarna Þorkelssyni ogereign Björns Gislasonar útvegsm. ®r- Ka.i*l Kiioliler, íslandsvinurinn þýski, sem margt hefur skrifaö unl ísl. bókmenntir og þýtt úr þeim á þýska túngu, er nýlega kominn híngað til Reykjavikur og ætlar aö feröast hjer um land í sumar. Sigfús Einarsson tónskftld er nú nýkom- inn híngað til bæjarins frá Khöfn. Meö honum er dönsk saungkona, Valborg Hellemann, og hafa þau boðað hjer til saungskemtunar. Á þessari saungskemtun ætlar frk. V. H. að sýngja lög eftir Sigfús við íslenska texta og kvað liún sýngja vel og bera vel fram íslensku. En saung Sigfúsar þekkja menn hjer áður.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.