Óðinn - 01.07.1908, Qupperneq 1

Óðinn - 01.07.1908, Qupperneq 1
ÓÐINN 4. ltLAH J JLILÍ 1908. j IV. ÁR Konráð Gíslason. Herra ritstjóri! — Hvað á jeg að rita með mynd Ivonráðs Gíslasonar ? Dr. Björn Ólsen prófessor hefur ritað æfisögu hans svo vel, að jeg, sem var Iv. G. svo lítið kunnugur persónu- lega, hef þar engu við að bæta, og get ekki verið að taka upp ágrip úr því sem aðrir hafa vel sagt um efnið. Hvað Konráð hefur verið fyrir mig, það gæti jeg reynt að segja. Jeg lærði að þekkja stafina á gamalt Yiðeyjar-staí- rófskver og að kveða að og stafa. Kverið varmestaltmeðfrakt- úruletri, að eins staf- rófiðog lítið eittmeira með latínuletri. Þá íjekkjegnæstSturms- hugvekjur, og var látinn byi'ja á píslar- sögunni, sem er með stórri fraktúru. Mjer leiddist þetta frá- munalega, því að píslarsagan var mjer ekki ný; jeg hafði heyrt hana lesna á fóstunni veturinn áð- ur. Ekki þorði jeg samt að mögla við föður minn um píslarsöguna, en áður en jeg' kæmist hana á enda, hafði jeg einhver orð um það, að meira gaman væri að latínuletri. Og' jeg fjekk þá »Ungsmannsgamanið« og varð lluglæs á því. Þá fór jeg sjálfur að rusla í hókaskápum föður míns, og þar man jeg glögt, hverjar voru fyrstu bækurnar, sem jeg íór að lesa í af sjálfs dáðum, — þær voru háðar í ætt við Konráð Gíslason, að minsta kosti önnur áreiðanlega; það var nefnilega »Fjölnir«; þar komst jeg í »Egge_rt glóa«, »Rósaknút fíflið« og grjet fögrum tárum yfir »orði liins trúaða«, sem jeg skyldi þó vai’la til hálfs. Ferðahrjef síra Tómasar þótti mjer mesta góðgæti, og margt las jeg fleira í »Fjölni, margt tleira en jeg skildi; en margt hljóp jeg alveg yfir, og þar á meðal allar staf- setningarritgerðirnar hans Konráðs ; þær voru mjergaldur,sem jeg skildi ekkert í og leiddist því — hljóp undir eins yfir alt slíkt. Alt um það var það Konráðs verk sem jeg las, því að alt málið er hans verk, einnig á rit- gerðum annara í » Fj ölni«; e n þ a ð vissi jeg ekki þá, og hefði ekkert vit haft á, þótt vitað liefði. — Hin bókin, sem jeg fór að lesa af sjálfs- dáðum, var ljóðabók Jóns Porlákssonar, sem sagður er verið hafa afi Konráðs. Faðir minn sá mig með hókina og tók hana af mjer, og sagði það væri ekki bók fyrir mig. Það varð auðvitað til þess eins, að jeg stal bókinni við fyrsta færi og kirkjulyklinum með og fór með bókina út á kirkjuloft, og þar lærði jeg utanbókar öll skammakvæði Jóns; þvi að það voru þau ein, sem jeg las. Nokkuð löngu síðar - þá hafði faðir minn kent mjer nafnbeygingarnar í latínu — man jeg

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.