Óðinn - 01.07.1908, Side 6
30
Jeg elska’ ’ana eina af trjánum
þar uppi’ i Suðurmörk.
ÓÐINN
Hún geymir pað alt sem jeg elska
og alt mitt vonasafn;
á hana jeg hefl skorið
mitt hjarta’, og pess kærsta nafn.
Pólt heimurinn víða mig lireki,
er hún samt kyr, sú björk,
og geymir pað alt, sem jeg elska
par uppi’ i Suðurmörk.
Jónas Guðlangsson.
Í20 ár lög'i'eglujjjóno.
Þorvaldur Björnsson hefur nú verið 20 ár
lögregluþjónn hjer í Reykjavík, varð það 1. júlí
1888 og lók þá við af Jóni Borgfirðingi. Það er
ónæðissöm staða og hefur enginn enn eirt í henni
jafnlengi og Þorvaldur. Ekki eru launin heldur
há. Þorvaldur byrjaði með 48 kr. á mánuði.
Síðan var kaupið hækkað upp í 600 kr. á ári;
hefur því svo þokað smátt og smátt upp á við,
þar til það er nú síðustu árin orðið 1200 kr. á
ári. En dálitlar aukatekjur fyrir birtingar og vott-
anir bæta það nokkuð upp. Starfstíminn er lang-
ur. Lögregluþjónarnir taka við gæslunni af nætur-
vörðunum kl. 7 á morgnana og hafa hana til kl.
10 á kvöldin. Lengi voru þeir ekki nema 2, en
síðustu árin eru þeir orðnir 4. Þorvaldur er elstur
þeirra, bæði í stöðunni og líka að árum; hann
stendur nú á sextugu. En að útliti er liann eins
og miðaldra maður, snar í hreyfingum og hraust-
legur. Starfl sínu hefur liann altaf. gengt með
dugnaði.
Þorv. er fæddur 1848 á Stafafelli eystra, sonur
síra Björns Þorvaldssonar, er þá var þar prestur,
en síðan í Holti undir Eyjafjöllum, og fluttist Þor-
valdur þangað með honum 14 ára gamall og var
þar þangað til hann fór hingað suður 1882. Eitt
ár var hann í latínuskólanum, en hætti svo námi.
Hann var hjer fyrst við vegavinnu og ferðalög og
er annálaður hestamaður.
Kona Þorvaldar er Jórunn Sighvatsdóttir alþm.
Árnasonar frá Eyvindarholti og giftust þau 1872.
Nú í sumar sendu nokkrir kaupmenn hjer í
Reykjavík Þorvaldi skjal og dálitla peningagjöf,
sem þakklætisvott fyrir dugnað við lögreglustöríin.
fORVALDUH BJÖRNSSON.
Til Matthíasar Jochumístsouar.
Iívæðið á 32. bls. er tekið úr »Den 17de Mai« frá
19. mars síðastl. Höfundur pess var hjer á ferð í fyrra
og kyntist pá síra M. ,1. hjer í Rvík. Grein er einnig í
blaðinu eftir A. H. um M. J. Kvæðið er á nýnorsku og
munu flestir lesendur »Óðins« geta komist að hugsun-
inni i pvi án pýðingar.
A. Ilovden cr höfundur ljóðsögunnar »Bóndinn«,
sem D. Ostlund gaf hjer út í vetur sem leið í pýðingu
eftir sira M. J.