Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 6
22 ÓÐI NN burði að þeirrar tíðarhætti. F*ví sagði Þorkell, er hann vissi afdrif hans, »að svona færu þessir hnappastrákar«. En fúlmannlega hafði verið að Gunnlaugi unnið, likið lemstrað mjög og flakandi í sárum. Þótti og sem hann hefði veitt frækilega vörn og vegandi eigi gengið heill af hólmi heldur, því blóðdrefjar fylgdu förum hans, er voru kringl- ótt (líklega eftir þrúgur), og lágu austur á heiði. Þá var Gunnlaugur trúlofaður Solveigu dóttur Þorkels. Var álitið, að annar maður, er og hafði lagt hug á Solveigu, hefði fengið sekan mann, Þorkel Böðvarsson, berserk mikinn og illmenni, bróður Árna skálds á Ökrum, 1713—1777, til þessa verks. Solveig liarmaði mjög Gunnlaug. Er það- an komið Gunnlaugsnafn í ættinni, því hún ljet son sinn heita Gunnlaug, Varð hann efnismaður með afbrigðum1 2), en dó ókvongaður á Skjöldólfs- stöðum úr bólunni 1786, 26 ára gamall. Þótti hann laukur ættar sinnar og varð mjög harmdauðh). 1) »Sjerdeilis atgjörfismaöur, 3'/4 al. fullkomnar á hæð«, segir síra Erlendur Guðmundsson, sem pá var prestur í Hofteigi (d. i Stöð 1803). 2) Brjef pað, sem ílutti Einari föður Gunnlaugs lát hans, er enn til, og er pað prentað hjer til að sýna stafsetning og stilsmáta sendibrjefa pá á Jökuldal. Brjef- ið er ritað bæði með fljótaskrift og settaskrift og hljóð- ar svo: »Virduglege Velforstanduge Heidurs Man Trigd- reinde Elskulege Vin. Drotteii gaf Drotteii Burttok hans blessada Nafn vil eg bera í brioste og Sleppa ej, Su hlyfd mun mier hollúst vera, hvort Sem eg lyfe edur Dei. Nú fyrer Lytellre Stúndu Hefúr ockar Himn- eska Födur Þocknast ad burtkalla Ydar Elskuleg- an Son fra Þessú tymafílega, til þess Eylyfa lyfs, Epter þad hafi hafde uppíilt mæling Jesú hörm- unga, og bored Þolinmódlega Hans Stridsmerke epter Honum, og ad Hans blessúdum Vilia, Hier í guds nadarrike, Hann Lyfer nu hia Synum Endurlausnara Jesú Ljomar ætyd Sem Skiæra Söl, Nú í þessú asigkomúlage giet eg valla Vændt ad t'ier edúr Nockúr Ydar, giete Vered Nálæger vid Jardarfór ockar blessada ástvinar /Þo mier aiiars Hefde Hugarhægd Vered/ En þar hier úm pláss er mióg bagdt til Manrads, Vil eg til mælast /ef Skie Kine/ ad Hrafnkiels Dals bændúr giætúd Ver- ed Lykmen, Eg Skrifa Nú Jone Minúm til ad Koma, og Smida Kistúna, Næsta Ekert Hefe eg af því Brene Vine Sem Verdt er ad brúka fyrer al- þydu, En þo Vil eg til Sia /Lofe gúd/ ad Lykmen- erner Verde avarpader, Drotten Jesús giefe oss óllúm ad Drecka Nytt gledenar Vin og mettast af Guds Húss nægdargiædúm, úm óll ár Eylyfdar- Þorkell bróðir Gunnlaugs bjó á Eiríksstöðum og dó þar 28. mars 1810. Hróðný Pálsdóttir kona hans Ijest 20. júlí 1833, 85 ára. Gunnlaugur son- ur þeirra bar nafn Gunnlaugs föðurbróður síns (f. 12. mai 1787, d. 4. maí 1851). Var hann merkur maður og bjó á Eiríksstöðum, móðurfaðir Gunnlaugs Snædals bónda á Eiríksstöðum (f. 18. júní 1845, d. 23. sept. 1888). Kristín dóttir Sol- veigar dó 17. júlí 1811, en Sigvaldi maður hennar andaðist 16. ágúst 1828. Faðir Sigvalda, Eiríkur Styrbjarnarson, síðast bóndi á Hauksstöðum, var afburðamaður að afli og hjálparhella mikil fátækl- ingum, svo mælt er liann liafi fóstrað 19 börn munaðarlaus; enda búið 54 ár (f. 1722, d. 8. des. 1809). Þau hjón Kristín og Sigvaldi bjuggu á Hafrafellstungu í Axarfirði, ljetu þau heita Gunn- laug. Hann var og merkur maður, bjó hann í Skógum í Axarfirði; (f. 28. nóv. 1801, d. 5. júlí 1884), faðir Sigurðar, er lengi bjó í Ærlækjai-seli, merkilegs manns (d. 28. des. 1899). Solveig and- aðist 10. okt. 1792, 64 ára. Maður hennar var Einar Jónsson, Högnasonar, Oddsonar, Árnasonar prests í Vallanesi 1602—1635, Þorvarðssonar. Þótti Einar mætur maður og svo var kveðið um hann í sveitarbrag: »Einar Jónsson Eiríksstöðum stýrir; æruprýddur er sá mann, allir lofa, er þekkja hann«. Einar Ijest 11. okt. 1811, 87 ára. Frá hon- um er komið Einars nafn í ættinni. Einar sonur hans bjó fyrst á Kjólsstöðum, og svo lengi á Brú; var hann fjörmaður og ljettleikamaður mikill til gangs alt fram á síðustu ár. Hann dó á Brú 19. april 1847, 81 árs. Sonur hans einn lijet Einar og var fæddur á Brú 21. maí 1802. Ólst hann þar upp og bjó þar til öskufallsins 1875 (d. 1881 á uppstign.dag). Hróðný dóttir hans fæddist 14. enar Eg Kved Ydúr med Nálægúm Ástvinúm fyrer mig og mina Ástsemdar Kvediú kosse Forblifande Ydar Heidúrsamur Elskande Vin T. Hiórleifsson Skióld: Dt. 13. Decembr 1786 [Pessi T. Hjörleifsson er Þórður bóndi á Skjöldólfs- stöðum, sonur Hjörleifs prófasts á Valpjófsstad (d. 1786). Þórður dó barnlaus 1814. Dánarbú hans hljóp 2545 rd. Þar í voru Skjöldólfsstaðir virtir 600 rd., 13 hndr. í Hnefilsdal virt 390 rd., Setberg virt 260 rd., hálfir Kols- staðir virtir 300 rd. og Dalir í Mjóafirði 240 rd.].

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.