Óðinn - 01.03.1910, Qupperneq 2

Óðinn - 01.03.1910, Qupperneq 2
90 Ó Ð I N N John D. Rockefeller er talinn langauðugastur allia núlifandi raanna. En nýlega barst sú fregn um heirainn, að hann hefði gefið aleigu sína til menningar- fyrirtækja og líkn- arfyrirtækja. Ur stórauðnuni skal mynda sjóð, með líku fyrirkomulagi og Nóbelssjóðinn, til þess að styrkja mentir og listir og hjálpa sjúklingum og fátældingum. Allar þjóðir eiga að hafa rjett til verðlauna og styrktar úr sjóðn- um. Þetta er risa- vaxið fyrirtæki og mun lengur halda uppi nafni Rocke- fellers en »grafletur á grjóti«. Stórmikið hefur Rockefeller áður gefið til ým- islegra fyrirtækja. En samt hefur hann verið af- ar-óvinsæll í föðurlandi sínu úL af gróðabrallssam- tökum, sem hann hefur átt upptök að. Til marks um þetta er það, að stundum hafa menn neitað að taka við styrk frá honum til fyrirtækja af því, að slíkt hefur þótt kasta skugga á þau. Við síð- ustu kosningar í Bandaríkjunum liafði Rockefeller látið útbreiða þann kvitt um mótslöðumenn sína, er liann lagði mesta áherslu á að spilla fyrir, að þeir hefðu kosningarstyrk frá sjer, og hafði þetta bragð haft sjerlega mikil áhrif. Á þennan hátt notaði liann þá óvinsældir sínarsjer til hagsmuna. Frjettablöðin hafa skýrt frá afarmiklum málaferl- um, sem hann liefur átt í -við stjórn Bandaríkj- anna nú síðustu missiri. Svo voldugur var hann orðinn, að liann ógnaði og ögraði bæði stjórn og þingi. Staka. Illu’ að niæta illum lijá ekki’ er pungt að bera; en sárara’ er pað sumum frá, cr síst pað áttu’ að gera. ,7. Ól. Sú kemur stund—. Sú kemur stund, þá eg er ekki lengur, að allir mínir landar munu sjá, þótt breyskur væri’ eg, var jeg góður drengur og vildi reyna sannleik þeim að tjá. I5ótt lygum væri’ og aurkasti jeg eltur, þá auðnaðist ei fjandmönnum að sjá, að yrði jeg frá sannfæringu sveltur, þótt sveltur yrði’ eg hókmentunum frá. Sú raunar sárt mjer gremja að hjarta gengur, að gela ei lokið kærasl starf mitt við. Það síðar sjest, þá eg er ekki lengur, að í þvx var þó hókmentunum lið. Því það fer svo, þá lifi’ eg ekki lengur, og loksins hefx öðlast dauðans frið, þá vekst upp aftur einhver nýtur drengur, sem óska-starf mitt síðar lýkur við. Sem betur fer, þólt eg og' aðiúr deyi, sem unnum trútt, þótt marka sýndist lítt, vjer megum eiga víst, að út deyr eigi vort æfl-stai’f, ef það var einhvers nýtt. Sú kemur stund — það eyðir öllum hörmum að Island ratar loks sinn gæfu-veg; þá jeg er vafinn móður-moldar örmum, þá mun það sigra’, er fyrir barðist jeg. Jón Ólafsson. ^4 Jolm D. Rockcfeller. 20/3 1910.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.