Óðinn - 01.03.1910, Síða 4
92
Ó Ð I N N
líu; við fenguni sæti á hápallinum ekki langt frá
organinu; svo tröllaulmar eru undirraddirnar í
þessu regin-liljóðfæri, að þegar þeim var beitt,
fundum við bekkinn nötra undir okkur. En ekki
er þelta organ að því skapi fagurróma, sem það
er raddmikið, enda er því líkast, sem ginnunga-
gap hallarinnar svolgri í sig allan sönginn, bæði
raddsöng og hljóðfærasöng1.
í Lundúnum er önnur fræg sönghöll, sem
heitir Queen’s Hall; hún er minni, rúmar 3000
manns; en þar nýtur allur söngur sín miklu betur;
um þá höll hefur skáldið Einar Benediktsson orld
eitt af ágætustu kvæðum sínum (»í Dísarliöll«).
___________ G. B.
1) fó hefur geysimikil slæöa verið hengd upp neö-
an á þakhvelfinguna til hljónibætis; pessi slæöa vegur
1500 pund.
María prinsessa.
Myndin, sem hjer fylgir, er af
Maríu prinsessu, er andaðist í Kaup-
mannahöfn 4. des. síðastliðinn, konu
Valdemars prins, yngsla sonar
Kristjáns konungs IX.
María prinsessa hjet fullu nafni
Marie Amelie Franfoise Helene og
var fædd 13. januar 1865, af Or-
leansættinni frönsku, dóttir Róberts
hertoga af Chatres og Fran^oise prin-
sessu af Orleans, en Ilóbert hertogi
af Chatres var sonarsonur Loðviks
Filippusar konungs. Þau Valdemar
prins giftust 23. okt. 1885. María
prinsessa var kaþólsk, og var svo
áskilið, er þau giftust, að synir þeirra
skyldu alast upp í lútherskri trú,
en dætur þeirra i kaþólskri trú.
María prinsessa var mjög vel látin
í Danmörku. Hún lærði íljótt bæði
að tala og rita dönsku íullkomlega.
Mörg íyrirtæki liefur hún stuttí Dan-
mörku.bæði líknarfyrirtæki og fleira,
og aflaði það henni vinsælda. Hún
hafði lært málaralist ogstundaði hana
altaí mikið; voru málverk eftir hana
eigi sjaldan á opinberum sýningum í
Kaupmannahöfn.
Vífllstaðahellir. í Hafnarfjarðarhrauni, skamt frá
Vífdstöðum, eru hellar tveir, vel manngengir og all-
djúpur annar þeirra. Peir ganga báðir út úr einni kvos
í hrauninu og hafa Vífdstaðabændur jafnan liafl þá fyrir
beitarhús.
Pegar Thodd stiftamtmaður bjó á Bessastöðum, ljet
hann gera sáðreit þar sem heitir Sjóbúðarflöt, og hafði
til áburðar tað úr Vífdstaðahelli; ijet liann aka því á
sleðum á vetrum, þegar snjólög voru og ísar, og gaf 4
skildinga fyrir sleðann. Hann sáði byggi, baunum og
kúmeni í akur sinn, og er svo sagt, að hann hafi haft
með sjer bygg af akrinum til alþingis og gætt lögrjettu-
mönnum á íslenskum bygggraut.
Petta er sögn Páls Melstcðs, en honum sagði Ingi-
björg Jónsdóttir, systir Gríms amtmanns; hún var gift
Porgrimi gullsmið á Bessastöðum; þcirra sonur var
Grímur skáld Thomsen.
G. B. .
María prinsessa