Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 3
ÓÐINN
67
um, leggjum og YÖlum, fyrir búfjenað sinn, og
ekki skorti hann hús eða hey á vetrum handa
fjenaðinum.
Það voru einkum tveir tímar úr árinu, sem
Sveinn hafði mjög miklar mætur á; það voru
jólin, og svo þegar ærnar voru að bera á vorin.
Aftur fundust lionum aðrir tímar erfiðir, t. d. á
veturna, þegar gott var veður og honum fanst
hann þurfa út til að sinna búfje sínu, en varð að
sitja inni, stauta í Nýjatestamentinu, prjóna, vinda
af snældu, eða eitthvað þess konar.
Eins var honum oft bannað að fara út í snjó-
inn, en af því hafði hann þó mjög gaman.
Af öllum þeim skepnum, sem liann þekti, þólti
lionum vænst um lömbin, en að vera bjá þeim
»fráfærnadaginn« fanstlionum átakanlegt, því þegar
hann lieyrði sorgarhljóðin i lömbunum og hugs-
aði til þess, að nú fengju þau aldrei að sjá mömmu
sína framar, fanst honurn liann verða að gráta
með þeim.
Það þótti honum mest gaman á jólunum, að
þá var hann frí írá lestri og prjónum, fjekk mikið
og gott að borða, fjekk að vera i »nýju fötunum«,
og eitt enn mat hann mikils, en það var »jólakertið«.
A þessum jólum, er nú skal segja frá Sveini,
var liann á tíunda ári, litill, ljósliærður, bláeygur
drengur. Það var nú komið mjög nærri jólum,
búið að gera laufabrauðið, en kertaformarnir, er
ætíð hengu á instu stoðinni í búrinu, voru enn
ósnertir, og móðir Sveins liafði sagt honum, að
hún ætti enga tólg og gæti því ekki gefið nein
kerti á jólunum. En Sveinn mundi, að hún hafði
sagt þetta fyr, en á öllum þeim jólum, sem hann
mundi eftir, liafði hann þó fengið kerti lijá mömmu
sinni. Honum var sagt, að kl. 5 á aðfangadags-
kvöld væri orðið heilagt, og þá færðisl yfir hann
stilling og blíða. Honum varð ekki að tala »Ijótt«
eftir það, og hann varð fullur af einhverjum innileik>
langaði til að gera eitthvað fyrir móður sína eða
einhverja, sem honum voru kærir. — — —
Á aðfangadagskvöld var veður stilt og lieiður
himinn; liafði verið hláka fyrir jólin, en nú var
aftur frosið. ísar lágu yfir vötnum og drögum,
en hjarnfannir í hlíðum og giljum; tungl var í
fyllingu, og það var eins og öll náttúran hefði
unnið að þvi, að þessi jól yrðu mönnum sem á-
nægjulegust.
Uppi í himninum var búið að kveykja á
jólaljósunum, en hinir síðuslu geislar dagsins sigu
með hægð frá dalnurn til vesturs. Það var eins
og þeir vildu draga sig í hlje á bak við dal-
brekkuna áður en máninn sendi sína birtu í áttina.
Höfuðskepnurnar hjeldu einnig lieilagt þetta
kvöld, og mátti heita að friður og kyrð hvíldi yfir
öllu í dalnum, nema hvað við og við heyrðust
brestir í ísnum, og einn og einn smali hóaði að
fje sínu. — — —
Bæjardyrnar stöðu opnar á Brekku. Tunglið
var komið upp og skein inn um þær. Þórður
bóndi var enn í fjárhúsum; liann var vanur að
gefa skepnum sínum vel þetta kvöld — þessum
fáu. — Hann var þó undarlega lengi í kvöld. — —
Við hlóðin í eldhúsinu stóð Guðfinna, konan,
og var eitthvað að matreiða. Það var eins og
hún hefði gleymt þvi, sem hún var að gera, þvi
hún starði hreyfingarlaus í ljósið á hlóðarsteininum.
Framar á gólfinu i eldliúsinu stóð Syeinn litli
og var sem hann í liugsunarleysi borfði í eldinn,
er teygði sig upp frá taðinu í hlóðunum og eins
og sleikti neðan pottsbotninn.
Nú kom aftur í huga hans, livað jólin yrðu
nú gleðilítil, þegar hann fengi ekkert kertj. Mamma
lians liafði sagt lionum að þegja og vera ekki
lengur að rellast um þetta; þegar hún ætti enga
tólg, gæfi hún lieldur engin kerti. En Sveinn gerði
sig ekki ánægðan með þetta. Honnm fanst, að
mamma sín hefði ljett öllum hans sorgum, og því
varð honum að hugsa, að enn hlyti hún að geta
bætt úr þessu. Hann gekk til hennar, faldi sig i
pilsunum hennar og grjet. — Hún sagði ekkert
við hann. — Eftir litla stund gekk hún yfir í búr;
Sveinn fylgdist með og hjelt báðum höndum i pils-
in hennar. »Elsku drengurinn minn! vertu ekki
svona sorgmæddur yfir þessu«, sagði hún, settist
á búrkistuna, tók Svein á knje sjer og hjelt báð-
um höndum utan um hann. — Þannig sat hún
um stund og sagði ekki neitt. — Sveinn liætti að
gráta, er hann fann að brjóst móður hans gekk
upp og niður og hann sá tárin, er hrundu niður
á treyjuna lians.
»Eg veit að þú verður vænn og duglegur, og
þegar þú ert orðinn stór, ætla jeg að vera hjá þjer«.
— — — Borðið í baðstofunni var dregið frá
þilinu og fram á gólfið, svo allir gætu setið þar
við að matast. Sveinn horfði upp í lampann.
Aldrei hafði honum sýnst ljósið eins dapurt og í
kvöld, og þó var það jafnstórt að sjá og vana-
lega. Hann athugaði »nýju treyjuna« sína, er far-
in var að slitna á börmunum og framan á erm-
unum, en samt þótti honum jafnmikið í hana