Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 7
ÓÐINN 71 allar tær af báðum fótuni og kól einnig mikið á úln- liðum og höndum«. Hjer fara á eftir stutt æfiágrip þeirra tveggja manna úr þessari för, sem enn eru á Iífi og myndir eru af hjer á undan: Guðmundur Pálsson er fæddur í Útey í Laug- arda^í í júnímánuði 1833. Voru foreldrar hans Páll Guðmundsson og Margrjet Sturludóttir. Hann var hjá foreldrum sínum þar til vorið 1856 að hann fluttist að Hjálmsstöðum og byrjaði þar bú- skap. Kvæntist hann þá Önnu dóttur Jóns Jóns- sonar, er bjó á Hjálmsstöðum lengi næstur á und- an Guðmundi. Var þetta vorið næsta áður en Guð- mundur varð fyrir því áfalli, sem áður er frá sagt. Á fyrsta eða öðru búskaparári hans geisaði fjárkláðinn. Varð hann þá að skera niður fjenað sinn allan. Það leit því alt annað en glæsilega út fyrir honum á fyrstu búskaparárunum. Vorið 1864 misti Guðmundur fyrri konu sína; höfðu þau þá verið 8 ár saman í hjónabandi og eignast 6 börn, en af þeim börnum eru nú að eins tvö á lífi. Nokkru siðar kvæntist Guðmundur í annað sinn og gekk þá að eiga Gróu Jónsdóttur yfirsetukonu. Var hún alsystir fyrri konu hans. Með henni eignaðist hann 11 börn og eru nú að eins fjögur þeirra á lífi; þar á meðal er Páll hrepps- nefndaroddviti á Hjálmsstöðum. Gróa andaðist haustið 1894, en húskap hjelt Guðmundur á- fram til vorsins 1901. Hafði hann þá búið á Hjálmsstöðum í 45 ár. Þá tók við jörðinni Páll sonur hans og hefur Guðmundur verið hjá honum síðan. Guðmundur er greindur maður og fróður um margt, hefur verið hneigður til bóka og lesið mikið, enda var lengi vel fram eftir árunum mestur bóka- forði lijá honum í Laugardalnum, og mestalt voru það fræðihækur, er hann átti. Guðmundur hefur fengist töluvert við skepnulækningar og lánast það vel. Hann hefur verið úrræðagóður og fljótur til hjálpar hver sem í hlut hefur átt. Fylgst hefur hann vel með tímanum og unnað mjög öllum framförum, enda gjörði hann miklar jarðabætur á bújörð sinni síðustu búskaparárin, þótt hann þá væri orðinn aldraður. Guðmundur er vel meðalmaður á liæð, þrek- legur og karlmannlegur; mun hann hafa þótt glæsi- menni á yngri árum. Hraustur hefur hann verið og harðfengur, enda oft komið í krappann dans og því þurft á karlmensku að halda. Hann hefur verið einbeittur og orðheppiun og óveill að láta sannleikann koma í ljós, jafnt við æðri sem lægri og ekki síst við þá, sem miklir þóttust. Honum þótti lengi góður sopinn og var þar ekki heiglum hent að drekka til jafns á móti honum fremur en Agli Skallagrímssyni, því ekki hallaðist karl af öllu fram eftir æfinni, og ekki verður honum enn þá neitt flökurt af að súpa á staupi, þótt hann gjöri nú reyndar orðið mjög lítið að því á seinni árum. Enn þá er hann allvel ern og furðanlega heilsu- góður. Fyrir löngu er hann orðinn hvítur fyrir hærum, en ólotinn er hann og allfrár á fæti; eru ekki nema rúm tvö ár síðan hann síðast gekk heiman frá sjer og suður í Reykjavík á tálausu fótunum og bar ekki á að honum yrði mikið um það. Myndin, sem hjer fylgir af Guðmundi, er tekin fyrir fjórum árum. Pjetur Einarsson er fæddur í Reykjavík 7. maí 1832; voru foreldrar hans Einar Jónasson versl- unarstjóri og Margrjet Höskuldsdóttir. Þriggja ára gamall misti hann föður sinn; giftist móðir hans þá aftur og fluttist með manni sínum að Ivolla- firði og síðar að Esjubergi. Var Pjetur hjá móðir sinni og stjúpa þar til hann var 10 ára gamall. Fluttist hann þá að Múla í Biskupstungum til Eg- -«= ils Pálssonar, er þar bjó lengi, og hjá honum var hann samfleytt í 16 ár, eða þar til hann var 26 ára gamall. Fórhann þá að Auðsholti í sömu sveit og kvæntist þar Helgu Eyjólfsdóttur; var það rúmu ári eftir að hann komst aftur á fætur úr kal-leg- unni miklu. Er hann hafði búið í Auðsholti eitt ár misti hann konu sína; mun sá missir hafa fengið mjög á hann, því sambúð þeirra hjóna liafði verið hín ástúðlegasta. Þrem árum síðar kvæntist hann í annað sinn’ og gekk þá að eiga Höllu Magnúsdóttur frá Bráð- ræði. Fluttist hann þá að Árhrauni á Skeiðuin og bjó þar í 6 ár, fluttist síðan að Felli í Biskup^hmg- um og bjó þar í 18' át. Árið 1886 seldi hann bú sitt á Felli og fór lil Ameríku ásamt konu sinni og börnum. Var hann í Ameríku undir 20 ár og undi hag sínum þar allvel. Síðasta árið, sem hann var þar vestra, misti liann seinni konu sína; festi hann þá ekki lengur þar yndi og kaus því lielst að hverfa heim aflur, vorið 1904, og hefur hann verið hjer í Reykjavík síðan. Pjetur eignaðist 12 börn og eru 5 þeirra á lííi, 2 synir og 3 dætur. Fjögur þeirra eru í Ameríku,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.