Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 1
OÐINN Stephán G. Stephánsson. Vestur-íslendingar hafa á síðustu áratugum lagt eigi lítinn skerf hlutfallslega til íslenskra bók- menta, og liöfuð-skáld þeirra er sá maður, sem hjer fylgir mynd af. Kvæðasafn hans hef- ur komið út hjer í Reykjavík í 3 bindum, tvö hin fyrri 1909, en hið þriðja í sumar. Það er gefið út af nokkrum Islendingum vestra og hefur hr. Skafti B. Brynjólfsson í Winnipeg, er dvaldi lijer heima um hríð, haft aðalumsjón með útgáfunni. Kvæðasafn- ið heitir »Andvökur« og kostar í kápu 6 kr„ en í skrautbandi 8 kr., öll bindin. Stephán G. Stepháns- . son er ættaður úr . Skagafirði, fæddur þar, á Kirkjuhóli, 3. okt. 1853 og ólst upp þar í Skagafirðinum, hjá for- eldrum sínum, til tví- tugsaldurs, en fór þá með þeim vestur til Ameríku og hefur eigi komið til íslands sið- an. Nú lengi hefur hann verið hóndi vest- ur undir Klettafjöllum, í Albertafylki í Canada. St. G. Stephánsson' varð fyrst kunnur fyrir kveðskap sinn á árunum eftir 1890, er Jón Ólafs- son var blaðamaður vestra. Hjelt Jón kvæðum hans mjög fram i blöðum sínum. Á þeim árum kom út eftir Stephán Htið kvæðakver vestra, »Úti á víðavangi«. Nokkrum árum síðar, um alda- mótin, gaf Jón Ólafsson út eftir hann hjer í Reykja- vík kvæðabálkinn »Á ferð og ílugi«. Á síðari ár- um, nú um langt skeið, liafa blöð og timarit Vestur-íslendinga flutt eftir hann fjölda kvæða. Öllu er þessu safnað saman í »Andvökum«, enda er það safn mik- ið að vöxtum, nær 900 bls. alls. I}að er orðinn siður eða venja, að hrósa öllu, sem kemur frá St. G. St. Þar vestra er það að líkindum af því, að hann hefur ort þar meira eða minna í öll blöð og öll tíma- rit. Hann er að þessu leyti Matthías Vestur- íslendinga. En hjer heima mun það vera af því, að hann er nógu langt í burtu. Því er líka svo var- ið, að margt er i kvæð- um St. G. St., sem hrós á skilið: hnittnar og smellnar stökur, falleg, skynsamleg og vel orð- uð kvæði. Hefði þetta verið valið úr og geíið út, en annað ekki, þá hefði verið betur sjeð fyrir skáldfrægð liöf- undarins en með þriggja binda útgáfunni. Því þar er svo margt, sem ekki á þennan vitnisburð skilinn, margt, sem að skaðlausu hefði mátt verða eftir heima.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.