Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 4
68
ÓÐINN
varið og á jólunum næst áður. Honum fanst jól-
in vera öll í suðurenda baðstofunnar; þar var
fleira á borðum og börn Sígurðar mótbýlismanns
voru í fallegri fötum beldur en hann, og svo höfðu
þaujfengið jólakerti. Hann reyndi að fara þangað,
en það var hið sama; honum fanst hann ekki
finna jólin.
Sigurður bóndi hafði farið vestur yfir heiði
um daginn, og var ókominn heim. Hafði kona
hans orð á, að sjer þætti honum seinka, og talaði
um, hvað myndi hefta för hans. — Rjett í þeim
svifum vatt Sigurður sjer inn á pallinn, bauð gott
kvöld, lagði frá sjer liúfu og vetlinga, tók lítinn
böggul úr vasa sínum, rjetli að Sveini og sagði,
að Jón í Syðri-Brekku hefði beðið sig að færa
honum þetta. — Sveinn trúði ekki sínum eigin
augum. Hann stóð um stund án þess að taka á
móti því, er Sigurður rjetti að honum. Aldrei
hafði honum verið sent neitt, hvorki bijef nje
annað. — — —
í bögglinum voru sex vaxkerti, einn eldspýtna-
stokkur og lítill brjefmiði með þessum orðum á:
»Fyrir berin þau i sumar sendi jeg þjer þessi
kerti. Gleðileg jól!
Pinn einl.
Jón Guðmundsson«.
það varð löluverð breyting á andliti Sveins,
er hann hafði kynt sjer innihald böggulsins. Hann
átti fiinm systkini og gat nú gefið hverju þeirra
kerti. Gleðin skein út úr augunum, er hann liafði
kveykt á kertinu sínu. Hann fann að jólin voru
komin, og nú sá hann nokkuð það, er hann aldrei
hafði sjeð fyr, en það var Jjós á bláu kerti.
Jón II. Þorbergsson.
0
Sigfús Halldórsson
á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múlasýslu
andaðist á heimili sínu 5. maí 1909. Hann var
fæddur í Húsey í Hróarstungu 23. janúar 1860.
Þaðan flultist hann með foreldrum sínum 1869 að
Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, sem faðir hans
hafði þá keypt. Þar byrjaði Sigfús búskap 1894.
Hinn 19. júní 1896 giftist hann eftirlifandi ekkju
sinni, Jóhönnu S. Þorsteinsdóttur frá Höfn í Borg-
arfirði. Sambúð þeirra var hin ástúðlegasta er
hugsast gat. Þau eignuðust 5 efnileg börn. Sig-
fús var með bestu og framtakssömustu bændum
þessa hjeraðs. Framúrskarandi gestrisinn, eins og
hann átti kyn til. Hreppsnefndaroddviti varð hann
1895, og gegndi þeim starfa til dauðadags. Hann
var sýslunefndarmaður, sáttasemjari, formaður
búnaðarfjelags hrepps síns, og sat í stjórn búnað-
arskólans á Eiðum síðustu árin. Það mátti því
heita svo, að liann gegndi öllum opinberum störf-
Sigfús Halklórsson.
um í sinni sveit, og leysli þau öll af hendi með
frábærri snild og samviskusemi. Hann rjeði ná-
lega öllu í sveit sinni, án þess að vera ráðríkur.
Sveitungar hans treystu lionum best, og fóru til
hans með vandamál sín, og reyndist hann þeim
ávalt ráðhollur og ráðsnjall. Hann var ágælum
gáfum gæddur, og drengur hinn besti. Framúr-
skarandi hreinn í öllum viðskiftum og reiknings-
glöggur, svo sumir hjeldu hann fjefastan, en aldrei
hef jeg þekt mann fara samviskusamlegar með op-
inbert fje, og það, sem honum var trúað fyrir, og
slík var breytni hans við náungann í öllu: altaf
að gjöra rjett. Sveitin hans og sýslufjelagið liðu
hinn mesta skaða við fráfall hans, og tilfinnan-
legast heimilið hans, en sárast sakna hans nán-
ustu ástvinir.
Svo skrifar um Sigfús gagnkunnugur maður,
sem síðustu árin var nágranni hans.
S.