Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.12.1910, Blaðsíða 6
70 ÓÐINN kyrru fyrir, því flestir voru þá orðnir að fram komnir af þreytu. Klakahúð var komin fyrir and- lit okkar svo augnanna naut ekki heldur við, og föt okkar einnig orðin stálfreðin. Ekki var neitt glæsilegt að hugsa til þess, að láta fyrir berast þarna um nóttina, ekkert afdrep, alt sljett af jökli, og það feikna-veður að ekki var stætt. Við fórum að pjakka með stöfunum niður í snjóinn til að reyna að tá eitthvert skýli, sem við gætum sest í; fyltist það jafnharðan af snjó; urðum við þó fegnir að fleygja okkur þar niður, því þreyta og kuldi gengu mjög nærri okkur. Eftir þetta kom nú dimman og hafði þá hver lítið af öðrum að segja, og mátti svo kalla, að hver einn berðist við dauðann. Jeg get ekki greini- lega sagt frá öðrum en sjálfum mjer þessa nólt; átti jeg, eins og flestir hinna, nóg með sjálfan mig og var lítt fær um að rjetta öðrum hjálparhönd. Jeg lá lítið niðri, gerði allar tilraunir til að halda á mjer hita; jeg lagðist á bakið og barði saman fótunum, og hafði yfir höfuð þá hreyfingu, sem jeg frekast gat. Litlu eftir dagsetur andaðist drengur 17 ára, Þorsteinn Guðmundsson frá Kjarvalsstöðum, og heyrði jeg til hans hljóð eða andvarp um leið og hann skildi við. Nálægt miðri nóttu heyrði jeg angistaróp til eins; fór jeg að huga frekar að því; var það Eg- ill Jónsson mágur minn, frá Hjálmsstöðum, og var hann fastur í fönninni, berhöfðaður, og berhentur á annari hendinni; hafði hann þá mist höfuðfatið og annan vetlinginn. Eftir mikla erfiðismuni náði jeg honum á fætur og batt tveimur vasaklútum um höfuð hans, en hendinni fór jeg að reyna að koma í buxnavasann; var hún þá stálgödduð og ósveigjanleg og sagðist hann ekkert finna til hennur. Jeg gat ekki yfirgefið Egil svo á sig kom- inn, enda gat hann furðanlega staðið uppi með því að hafa stuðning af mjer. Nokkru síðar heyrði jeg hrópað nálægt mjer, og fór jeg að gæta að þvi. Var það Þiðrik Þórðarson frá Utey; var hann einnig fastur í fönn- inni og sagðist hafa ákafan brjóstkrampa, sem hann áður átti vanda til að fá. Að lokum tókst mjer að ná honum á fætur, og studdi jeg þá svo báða, Egil og Þiðrik, lengi næturinnar. Eftir að jeg hætti að hafa sjálfráðar hreyfingar, fann jeg að mig kól ákaft bæði á höndum og fótum. Fram undir dögun vissi jeg ekkert hvað hin- um leið. Þeir voru vitanlega að hjálpa, sem eitt- hvað gátu, hinum, sem litla eða enga björg gátu veitt sjer. Undir dögunina slotaði veðrinu lítið eitt. Sást þá að eins rofa fyrir tungli, og komust þá allir á fætur, hver með annars hjálp, og voru þá allir lifandi nema áður nefndur drengur; töl- uðum við þá saman og mælti enginn æðru orð. Þegar var hálfbjart orðið af degi, rauk hanir aftur upp með þeim feikna-ofsa, að langt keyrði úr hófi fram yfir það, sem á undan var gengið. Fanst okkur þá sem við stæðum alveg berir fyrir heljarfrostinu og hrökluðumst af stað undan veðrinu; voru þá nokkrir, sem ekkert gátu komist, þar á meðal þeir Egill og Þiðrik, og skildist jeg þar við þá. Þessi hrina stóð á að giska eina klukkustund og er jeg þess alveg viss, að ef hún hefði staðið yfir aðra klukkustundina til, þá hefði enginn okkar komist lífs af. Veðrið dró niður um það leyti að albjart var orðið, og var þó enn hároksbylur. Sáum við þá höggva fyrir topnum á Grímmansfelli. Vorum við þá rjett fyrir neðan Leirvogsvatn, lieldur nær Star- dal en Bringunum, og höfðum við því lítið sem ekkert vilst Nálægt kl. 9 um morguninn komum við fjór- ir eða fimm niður að Bringunum (efsta bæ í Mosfellssveit); hinir þrír eða fjórir komu nokkuð seinna, höfðu þeir tafist eitthvað lengur við að hjálpa þeim, sem ósjálfbjarga voru. Þá bjó í Bringunum fátækur maður, Jóhann- es Lund; voru þar lítilfjörleg húsakynni og knapt um bjargræði og eldivið. Var okkur þó veitt þar hin besta aðhjúkrun, sem hægt var. Fengum við þegar kaffi og nýmjólk, en fórum síðan niður í vatnsílát með hendur og fætur, og vorum þannig niðri í þvi fram eftir deginum, og var það óskemti- legur dagur. Jóhannes bóndi í Bringunum fór þegar til næstu bæja og fjekk menn með sjer til að leita þeirra 6, sem vantaði. Er þeir komu upp i heið- ina, þar sem við vísuðum þeim til, fundu þeir þá þegar; voru þeir allir dauðir, að eins lífs- mark með einum; var hann fiuttur að Stardal og dó að vörmu spori. Lík hinna voru llutt að Mosfelli. Voru þau lögð í snjó og vakað yfir þeim nokkur dægur og voru engin lífsmörk sjáanleg. Hinir átta, sem eftir lifðu, voru allflestir mikið kalnir. Einn var þó mjög lítið eða ekkert skemd- ur, Sveinn heitinn á Vífilsstöðum. Vorum við svo fluttir til Rej'kjavíkur og gátum að eins riðið i söðlum. Þar lá jeg rúmfastur í 18 vikur, misti

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.