Óðinn - 01.02.1911, Page 1

Óðinn - 01.02.1911, Page 1
OÐINN Agást Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði og alþingismaður er fædd- ur 17. apríl 1865, að Fiskilæk í Borgarfirði. For- eldrar hans voru þau Pórður Sigurðsson bóndi Fiskilæk og Sigríður . Runólfsdóttir kona . hans. — Þórður, faðir Á. Fl., lærði smíðar er- lendis, hjá manni þeim er Flygenring hjet; það- an er nafnið. Á. Fl. ólst upp hjá foreldrum sínum, þang- að til um fermingu; þá fór hann til sjós og . stundaði sjómensku . stöðugt til ársins 1899, eða í 20 ár; 12 síðari árin var hann skip- stjóri og stundaði fiski- veiðar hjer við land. Hann var framúrskar- andi ötull og duglegur sjómaður. Próf í bók- legri sjómannafræði tók hann í Noregi með á- gætiseinkunn. Meðan hann dvaldi utanlands lærði hann seglasaum, og var hann fyrstur manna lijer á Suður- landi, er rak þá iðn; kendi hann liana fjölda- mörgum, sem hafa þá atvinnu, einkum að vetrinum. Árið 1899 byrjaði Á. FI. að versla í Hafnar- flrði. Fjörðurinn var þá í megnri afturför. Flest- ar verslanir voru lagðar niður, er Á. Fl. byrjaði, og þilskipaútvegurinn, sem var annar aðalatvinnu- vegur fjarðarins, var alveg horfinn. Eitt árið mun aðeins eitt skip liafa gengið úr firðinum, en það var skip Á. Fl. Það leið ekki á löngu áður fleiri bættust við. Hann smájók skipastól sinn og versl- un og má óhætt fullyrða, að Á. FI. á mestan og bestan þátt í því, að Hafnarfjörður fór að rjetta við. Þegar Á. Fl. seldi verslun sína fyrir rúmum 2 árum, þeim Copland & Berrie Ltd. Edinhorg, átti hann 4 fiskiskip og eitt gufuskip. Auk þess hafði hann á sama tíma bygt upp öll versl- unarhús þau, er nú til- heyra versluninni Edin- . borg í Hafnarfirði. . Einnig stórt og vand- að íbúðarhús handa sjálfum sjer. ís- og . frystihús suður við . Flensborg liafði liann sömuleiðis látið byggja. Fiskverkunarstöð stóra hefur Á. Fl. látið gera á Langeyri; mun hún . vera ein af hinum . bestu þess konar stöðv- um hjer á landi. Fisk- verkun mun fráleitt víða á landinu betri. Öll umgengni og þrifn- aður á hæsta stigi, og á Runólfur bróðir Fl., sem er verkstjóri lians, sjálfsagtgóðan þáttíþvi. Á. Fl. hefur tekið ötulan þátt í öllum þeim málum, sem horft . liafa Hafnarfirði til . heilla. Hann hefur verið í hreppsnefnd mörg ár og oddviti hennar. Nú situr hann í bæjarstjórn. Kon- ungkjörinn þingmaður hefur Fl. verið síðastl. nál. 6 ár. Hann þykir góður þingmaður, samvinnu- þýður og tillögugóður. í stjórnmálum er hann heimastjórnarmaður. Á. Fl. er mjög vel gáfaður maður og vel mentaður, þó hann sje ekki skóla- genginn. Hann hefur sjálfur veitt sjer mentun á Ágúst Flygeming.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.