Óðinn - 01.02.1911, Blaðsíða 2
82
ÓÐINN
sína. Sjerstaklega hefur hann opið auga fyiir öllu
því »praktiska« í lííinu. Jeg þekki fáa menn, sem
eru jafn verkhyggnir og úrræðagóðir.
Það er mjög slcemtilegt að eiga tal við Á. Fl.,
hann er gleðimaður, skemtinn í orðum og orð-
heppinn, enda mælskur vel.
Hann segir mótstöðumönnum sínum liispurs-
laust meiningu sína og dregur ekki af, því mað-
urinn er hreinlyndur. En ávalt er hann samt
kurteis.
Gestrisni Á. Fl. er við brugðið; hús hans er
opið fyrir öllum, háum sem lágum, og ekki síst
þeim, sem eitthvað eiga örðugt í lífinu.
Ef hann veit að einhver á bágt, er liann
venjulega búinn að hjáipa, áður en aðrir vita,
enda er óspart til hans leitað, og hræddur er jeg
um, að mörgum Hafnfirðingum mundi bregða við,
ef hans nyti ekki.
Á. Fl. er einn af þessum fáu, ötulu og fram-
kvæmdarsömu dugnaðarmönnum, sem við íslend-
ingar eigum svo sorglega lítið af.
Á. Fl. giftist 20. okt. 1892 Þórunni Stefáns-
dóttur, uppeldisdóttur síra Þórarins heitins Böðv-
arssonar í Görðum. Þan eiga ellefu börn, öll hin
mannvænlegustu. Frú Þórunn er góð kona og
greind vel. Það er unun að koma á jafnstórt
barnaheimili og sjá svo kurteis og vel upp alin
börn sem þeirra, og á móðirin ekki minstan þátt
í því. Hún er manni sínum samlient í gestrisni
og góðsemi.við þá, sem erfitt eiga.
Jeg vildi óska að Hafnfirðingar mættu njóta
þessara hjóna sem lengst, því þar verður skarð
fyrir skildi, þegar þeirra missir við. P.
Sitt af hverju.
Ljóðmæli
eftir
Sigurjón Friðjónsson.
JELJADRÖG.
Föliiuð er lieiði, fokið af meiði;
falið hvert leiði í þöglum snæ.
Af náströnd um liafið nágustur stafar,
náhvítu trafi sveipar bæ.
Hjarn er í túni og hamarinn grár;
hanga í brúnunum gaddfreðin tár.
Byrsta sig vindar um brekkur og tinda;
blæs snjó af rindutn, en hyljast ár.
Vindurinn þýtur; vogur er hvítur;
veltist í grýti með drunum sær.
Dreifir frá helju dökkgráum jeljum,
dynur á seljum, er haglið slær.
Svo birtir í hljóði uns bláhvolfið sjer
— í bláhvítri móðu er stjarnanna her —
og gránar af nýju með gusti og fríju;
glittir í ský, sem að hagljel tier.
Ei skal jeg kvíða alt af þó hríði;
endir á striði’ er skýr og vís:
Hertu þig betur! hvað sem þú getur;
’hún hefur loks betur ’hin prúða dís.
Harðviðri! geysa um linjúka og dal,
þinn harðfjötur leysa þó vorblíðan skal.
— Brátt koma jólin; senn hækkar sólin,
signir hólinn og blómstra val.
SITT HVAÐ.
Jeg ætlaði’ að vera vinur stj'rkur,
viti i nótt og hriðarbyljum.
— Gáði’ ei þess, að grafarmyrkur
grúfði á eigin sálar hyljum.
Jeg ætlaði þig til Ijóss og leika
að leiða, móti sól og degi.
— Gáði’ ei þess, að veikur veika
á vegi grýttum styður eigi.
Jeg ætlaði’ að lyfta í æðra veldi
augans skygni og hjartans loga.
— Gáði’ ei þess, að ís með eldi
átti drjúgt í sálar-toga.
Jeg ætlaði’ að geyma geisla’ og hlýju,
gleðistraum, er hjartað bifði.
— Auðnu-kjarr mitt óx af nýju
— aðeins sorgin tímann lifði.
Ibúðarliús Ag. Flygenrings.