Óðinn - 01.02.1911, Síða 7

Óðinn - 01.02.1911, Síða 7
ÓÐINN 87 verðlaun, en Sigtyggur Eiríksson fyrstu verðlaun. Sundskálinn við Skerjafjörð var, sem kunnugt er, reistur af íje- laginu ,Grelti‘. Það fjelag á- kvað síðan, að hafa kapp- sund hvern nýársdag og gaf Guðjón . Sigurðsson . úrsmiður lijer í bænum fje- laginu verð- launagrip til jjess að keppa j)á um, falleg- an silfurbik- ar. Um liann var í fyrsta sinn kept á . nýársdag . 1910, ogkeptu 5, en Stefán Ólafsson vann bikarinn, og síðastl. nýárs- . dag, þegar . kept var um . bikarinn í . annað sinn, vann Stefán hann aftur. Annan verð- launagrip vann hann 14. ág. síðastl. sumar á kapp- sundi, sem U. M. F. R. gekst fyrir og fór fram lijá sundskálanum við Skerjafjörð. Sá bikar er stór og vandaður silfurbikar, og eiga að gilda um liann líkar reglur og um íslandsbelti glímukapp- anna. Skal kept um liann einu sinni ár hvert eftir reglum, sem U. M. F. R. hefur sett. Sá bik- ar heitir »Sundbikar íslands«. Á myndinni hjá Stefáni sjást báðir bikararnir. Hinn stærri er »Sundbikar íslands«, en hitt er »Grettir«. Ungmennafjelagið hjer hafði tvívegis kappsund í fyrra, auk þeirra, sem um er getið lijer á undan, og vann St. Ól. fyrstu verðlaun í bæði skiftin. Stefán kvað hafa æft sund frá því hann var 9 ára gamall. Hann er fæddur 1888 á Fúlutjörn, og hefur alist þar upp. Stefán Ólafsson. Afturelding'. (Sögubrot). Sverrir Olafsson er bóndasonur. Nýlega kominn frá útlöndum eftir 10 ára fjarveru. Hafði hætt námi í Rvík, er faðir hans vildi að hann gengi á búnaðarskóla til þess að búa sig undir að taka við jörðinni, — og farið til útlanda. Stundað verkfræðisnám, sjerstakl. raffræði og vjelfræði. — Fær loks heimþrá. Remur til Rvikur á ný — eftir 10 ár. Dvelur þar vetrarlangt. Trúlofast ungri Rvíkurstúlku. — Sólarlag frá Skólavörðu: Sverrir sjer bæinn lítinn og lágan, gráan og kuldalegan, en landið í sólroða fegurð og kvöldbláma. — Hann skrifar föður sín- um: »Jeg kem heim«. — Meinbugir: Unn- usta hans vill ekki íara með honum »upp í í sveit«. — Hann fer einn. — Miðsumar.— »í í s 1 e n s k u vornætur y n d i« — — Siðasti gististaðurinn. Sverrir kom þangað um mið- nætti og svaf fram undir hádegi. Þá var liðug dagleið heim til hans. En hann ætlaði að halda áfram um nóttina og koma heim um fótaferð morguninn eftir. Sjá morgunreykinn heilsa fjallablænum eins og í gamla daga, þegar hann vakti yfir túninu og sat uppi á bæj- arliólnum og Ijek sjer að hornum og skeljum eða las sögur, þangað til reykurinn strókaði sig upp úr stromp- inum. — Pá var mamma komin á fætur! — Hugsunin hitaði honum um lijartarætur og fylti brjóst hans með kvíðablöndnum fögnuði og eftirvænt- ingu. Og heimþráin óx eins og lækur í undirhlíðum. — Pegar hann var ferðbúinn og fór út til að líta eftir hestinum sínum, stóð hann bundinn á hlaðinu berbak- aður. En hnakkurinn hans var lagður á ljósgráan hest grannvaxinn og rennilegan, en þó sýnilega af besta skeiði, ef nánar var að gáð. Sverrir gekk að hestinum, tók í tauminn og leit fram- an í hann. Hesturinn hnykti upp höfði, opnaði augun og hnyklaði brýrnar. Leiftur dökkra, djúpra augna mætti augum Sverris og vakti löngu þagnað bergmál inst i huga lians. Hvar og hvenær hafði hann sjeð þessi augu áður! — Eflaust einhvern tima í æsku. Þegar hann var að reyna að lesa hugsanir dýra, sjerstaklega liesta og hunda, gegnum augun. Og var svo viss um, að fyrir innan þessi augu hlyti að búa sál með næmar tilfinningar. Sorg og gleði, hatur og ást, eins og hjá mönnunum. Ó- dauðleg sál. Aðeins á lægra stigi en mannssálin. En svo lík. Svo lík, að--------- Hann bafði svo oft sjeð þetta i æsku. Smalatikin lians grjet af hrygð, þegar hann skamm- aði hana, og hún gat eigi komist í sátt við hann. Hún hló yfir alt andlit, þegar hann fyrirgaf lienni og kjass- aði hana. Og hún grjet svo sárt, að tárin streymdu úr augunum, þegar hvolparnir voru teknir frá henni. — Hann hafði jafnvel sjeð lcýr gráta af sorg. Beljur! — Og aldrei gleymdi hann hryssunni, sem hló af gleði og móðurást, þegar folaldið hennar, styrbusinn litli tveggja nátta, var að vafra kringum hana á háleggjunum sinum

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.