Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 6
22 ÓÐINN mikið kveðið í afskiftuin af mörgum sökum þar nyrðra. Hann er málafylgjumaður mikill og mjög slunginn; hefur fengist við flest mál í Skagafirði og Húnavatnssýslu, er uppi hafa verið síðan liann komst á þroska-aldur. Hreppsljóri hefur hann verið í fjöldamörg ár, og sýslunefndarmaður sömu- leiðis. Hann er sjálfseignai bóndi á Hafsteinsstöð- um og á fleiri jarðir; liefur gert talsvert að jarða- bótum, sjerstaklega engjarækt. Jón er greindur maður vel, kappsamur og fylginn sjer. í sljórnmálaafskiftum þar nyrðra hcfur liann verið í fremstu röð, og eindreginn lieiinastjórnarmaður. Eitt sinn bauð liann sig fram til þingsetu og fjekk mikið fylgi, þólt eigi næði hann kosningu. Slcag/. Magnús Ben. Blöndal hreppstjóri. Myndin, sem lijer fylgir, er af M. B. Blön- dal í Stykkishólmi og er liann í einkennisbún- ingi hreppstjóra. Hann er fæddur 19. nóv. 1856 í Hvammi í Vatnsdal, sonur Benedikls um- boðsmanns og dbrm. Blöndals, er bjó i Hvammi yfir 50 ár en andaðist 2. mars 1911, og Mar- grjetar Sigvaldadóttur prests Snæbjörnssonar í Grímstungu, en hún var systir Olafs lieitins læknis í Bæ og Bjarna prófasts á Stað í Stein- grímsfirði. Magnús ólst upp lijá foreldrum sín- um fram yfir tvílugt. Eftir það var hann við kenslu á vetrum, en fylgdarmaður útlendinga á sumrum, þar lil hann kvæntist vorið 1883 Ragn- heiði Sigurðardóttur Jónassens, en hann var bróðir Þórðar heitins Jónassens dómstjóra. Bjuggu þau Magnús og Ragnheiður fyrst í Borg- arfirði og síðan í Holti í Ásum í Húnavatns- sýslu, og var þar þá einnig samtímis þeim Magnús faðir Guðmundar prófessors Magnús- sonar, er andaðist þar á 100. aldursári. Þar var Magnús 6 ár, en misti þar konuna árið 1888, og vorið efiir brá hann búi. Þau eign- uðust 4 börn, 2 syni og 2 dætur. Annar sonur þeirra er Benedikt búfræðiskennari við Eiðaskóla. Hinn lieitir Þórður Runeberg, hefur stundað bún- aðarnáin á Lálandi í Danmörku og er nú við bún- aðarstörf í Skagafirði. Dæturnar eru báðar dánar, en komust báðar á fullorðins ár og giflust. Þegar M. BI. brá búi, ílutlist hann aftur til föður síns og byrjaði á sama starfi og áður, var við kenslustörf á Sauðarkróki á vetrum, en með útlendingum á sumrum. Haustið 1897 misti faðir hans sjón, og stóð þá Magnús eftir það fyrir bú- inu og annaðist umboðsstörfin að öllu leyli, þang- að til hann ílultist til Stykkishólms árið 1904. Þar í Hólminum hafði lrann fvrst á hendi kenslu- störf, verslunarstörf hjá Grams verslun og skriftir hjá sýslumanni. En brátt færðust yfir á hann flest hin helstu trúnaðarslörf kaupstaðarbúa. Sum- arið 1907 var hann kosinn hreppsnefndaroddviti og 1909 hreppstjóri. Einnig er hann formaður sóknar- nefndar og fjárhaldsmaður kirkjunnar, umsjónar- maður bryggjunnar nýju og hafnargæslumaður, enda var hann mikið við riðinn hryggjubygging- una frá upphafi. Oft hefur sýslumaðurinn í Stykk- Magnús Hen. Blöndnl, ishólmi sell hann fyrir sig, í fjarveru, og nú í vetur og vor um tíma var liann af stjórnarráðinu settur sýslumaður, er Guðm. Eggerz flullist til Suðurmúlasýslu. Hefur G. E. geflð M. Bl. þann vitnisburð, að hann sje »ágætlega reglusamur í öllum peningasökum og störfum sem hreppstjóri og odd- viti« og, að liann hafi »með óvenjulegum dugnaði komið reglu á öll fjármál hreppsins«. St.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.