Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 8
24 ÓÐINN (f>ótt eigi vantaði tækifærið) og það litla selt með upp- sprengdu verði, cn sjálfu skipinu sökt á sjávarbotn, og alt petta fyrir handvömm, stjórnleysi, villuæði og vesal- mensku landa okkar, og par á ofan var — að sögn — stolið af skipherranum frakkneska 50 flöskum af fínu cognaki og veit engin liver gert hefur. — Mjer hefur lengi blöskrað, hvað pjóð okkar er siðlaus, formlaus og spilt, ekki síst lijerna megin á landinu, og kenni jeg pað afskekkingunni, uppfræðingarleysinu og yfir höfuð hin- um djúpa andlega doða, sem lijer hefur lagst yfir alt fjelagslíf og bókstaflega sett mannfólkið niður að tröppu- stigi skepnanna. Hin svonefnda kristindómskensla vor innsiglar svívirðinguna, par eð kirkjuvaldið er altaf að fá okkur nýtt og nýlt guðfræðislegt prugl og hugsar meira um að troða inn í börnin hverjum dauðum bókstaf lútlierskrar lærdómsbyggingar, cn að kenna peim eilthvað heilnæmt og ávaxtarsamt fyrir lífið; enda sýnir sig, hver árangurinn er orðinn, að al- pýða vor er í mörgum greinum aumari, úrræðaminni og próltlausari en h e i ð i n g j a r n i r forfeður vorir; og er jeg pegar alvailega kominn á pá skoöun, að trú á mátt sinn og megin sje ólíku affarasælli en só djöflavefur af hræsni og skynhelgi og vanatrú, sem eitr- að hefur pjóðina nálega að instu hjartataugum og drepið alla frjálsa hugsun og í annsókn sannleikans, og par af leiðandi einnig alla dáð og dug. Viltu nú kjósa mig?—• Já, eitt hið fyrsta, sem við puríum að syngja niður, er k v e r i ð, eða rjeltara sagt: öll 3 kverin, og fá í staðinn handa hörnum okkar einfaldar og sannar upplýsingar um himnaföðurinn og um manninn og á- kvörðun hans; meira parf ekki, og geta peir sannlega sparað sjer heilan hóp af »dogmata«, sem ekki miða til annars en að villa börnin, rígbinda anda peirra, kæla hjörtu pcirra, drepa frelsisást peirra og gera pau leið á öllu bóknámi og fáfróð um mark og mið lifsins. Kjóstu mig nú, ef pú porir! — — Annars hef jeg með alvöru að tala í hyggju að sækja í Eyjarnar, ef pær losna, og bið jeg pig agitera fyrir mig kröftulega og »bearbeiða« sóknarnefndina in favorem meum. Á brauðið annars ekki fyrir höndum að versna við næstu prestaskifti? Segðu mjer pað. Hræddur er jeg um, að Oddgeir minn breyti ekki til batnaðar, heldur flj'tji frá Heródesi til Pílatusar. En hvað átti hann að gera? Áin Klifandi hafði breytt far- vegi síuum og runnið heim að Felli og leggur jöröina í auðn. — Hvað virðist pjer annars um framtíð lands- ins? Mikill partur Rangárpings er af. Hungur fyrir dyrum; hross og fjenaður fallinn og jarðir eyddar. Hvað vcrður úr pessu? Aldrei held jeg íslendingar geti fylgst með sem siðað fólk í pessu landi; pví að náttúran er svo stiríin og aldrei að henda reiður á tiðinni. Að minsta kosti verða peir pá að afleggja gamla manninn og taka upp n ý j a búnaðarháttu. Það er »c o n d i- cio sine qua non«. — Jeg gleðst í voninni um gagnsemi unglingaskólans, sem byrja á í haust á Ebakka. Pað hímdi í, að sýslunefndin Ijeti hann lifa. Yíirkenn- arinn á að fá 1000—1200 kr. og vildi jeg óska að okkur hepnaðist að fá hann góðan. Heldurðu ekki að loftið jeti með tímanum mógrjóts- skólann ykkar? .... Gaulverjabæ 10. ágúst 1882. . . . Ótíð er að frjetta og hefur jafnt og pjctt hver hörmungin aðra rekið. Vorliarðindin enduðu með mis- lingum, en mislingunum hefur fjdgt örg ópurkatíð! Jeg á 2/3 af töðu minni á túninu og sumt yfir ’/s mánaðar gamalt, hefi fengið inn 80—90 kapla. í nótt meig ókjör- um úr loftinu, svo að jeg er enda hræddur um skemdir á pví heyi, sem í garðinn er komið. — Mislingarnir hafa í mínu prestakalli drepið yfir 20 manns, börn og unglinga, og enn er ekki útsjeð um pá, par eð nokkrir liggja í afleiðingum eða fylgisóttum peirra, »hverra tala er legioff. . . . Mjer pykir verst, að Vestmannaeyjabrauðið skuli eiga að versna svo mikið. Ella mundi jeg, ef pað losn- aði, sækja um pað upp á kraft og biðja pig að agi- tera mín vegna á Eyjunum. En bæði er, að pað mun eigi Iosna brátt (og síst svo að ckki verði par uppgjafa- prestur í brauði; pað verður nfl. yfir 1200 kr.), enda vcit jeg eigi, hvort par yrði lílvænlegt fyrir mig. Par væri óhætt að mæla með mjer upp á pað, að jeg er, vona jeg, laus við allar guðfræðiskreddur, og álít meira að segja prjedikunaranda presta vorra sálar- drepandi svívirðing, og oss, cf til vill, heldur ver farna en pá er vjer trúðum & Pór. Þessi andlega, kirkjulega pest, ósamt einokun valdsins í kirkjunni, hefur cinmitt bakað söfnuðunum pann aumingjaskap, undirlægjuskap, rænuleysi og dugleysi, sem er orðinn einkunn íslend- inga og hefur gert pá að viðundri. Fyrst ykkur líkaði hin ræðan bærilega, mætti jeg pá ekki senda pjer aðra ræðu við tækifæri (ef jeg skyldi nenna að afskrifa hana), svo pú sjáir kenningarstefnu mína betur? Samt kemur mjer ekki fordild til pessa, heldur liitt, að mjer leikur hugur á ykkur, ef pið vilduð mig, og annað pað, að kenning mín er kölluð einkennileg, og ekki misskilin af öðrum en fáeinum fíflum hjer, sem vilja hafa sína gömlu kirkjuguðfræði og geta ekkcrt lært. Að öðru leyti er svo ástatt fyrir mjer, að efnahagur minn er að versna, bæði af árfcrðinu hjer og af pví að sveit pessi er rassambaga andleg og líkamleg og fólkið niðurnitt, liugsunar- og framtakslaust, fjelaust og framtiðarlaust. Geta Eyjakaupmenn ekki gert pessum landshlutum ómetanlegt gagn, ef peir eignast dálítinn gufubát til að fiytja og sækja vörur til sveitamanna? Pá rnætti pó umflýja brimin, og báturinn gæti skotist á milli lands og eyja, hvenær sem færi gæfi. . . . Mcira. mii Sfgr. Tliorsteiiis- son ssliiílci er nýlega komið út á pýsku, eftir J. C. Poestion, og eru par meðal annars pýðingar af 60 kvæð- um lians. Tilill bókarinnar er á pýsku: »Steingrimur Thorsteinsson, ein islandischer Dichter und Kultur- bringer«. Ilr. J. C. Poestion ritaði bókina í fyrra, er Stgr. Th. varð áttræður. 8igurðnr Breiðl jöi*d. »Ljóðasmámunir« hans báðir og »Grænlandsför« hafa nýlega komið út á kostnað Sig. Erlendssonar bóksala. Einnig stutt æfisaga Sigurðar eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing. Picntsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.