Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 5
ÓÐINN 21 »Jeg hef lengst af hagað mjer eins og barn: Aldrei komið auga a torfærurnar fyrir því, sem jeg áleit þarft að fá framgengt, og aldrei munað eftir sjálfum mjer«. Þegar Torfi er fallinn i valinn, verður sögð saga hans, sem um leið verður búnaðarframfara- saga landsins um þrjátíu ára skeið. Maklegt lof tær hann þá í minning þjóðarinnar. Verður hon- um þá, er frá h'ður, eigi til ámælis, að hann var trúarsterka barnið, sem eigi mundi eftir sjálfum sjer. I Samfara þessari miklu vinnu Torfa, sem nú hefur að nokkru verið vikið að, vanst honum tími til allmikilla ritslarfa. Eru búnaðarmálarit- gerðir hans í Andvara, Rúnaðairilinu og Tímariti Rókmentafjelagsins og víðar í tímaritum og biöð- um, sem oflangt yrði upp að lelja. Sumar rit- gerðir hans eru frá kenslunni á skólanum, og hafa þá jafnframt verið notaðar við kenslu á hinum búnaðarskólunum. Jeg nefni, nokkuð af handahófi, til að geta nokkurra þýðingarmikilla ritgerða hans í timaritunum: um áburð —um búnaðarkenslu — um framræslu — um súrhey — um verslun sveita- bænda. Skilst manni við að lesa búnaðarmála- greinar hans, að verið hefur hann afbragðs góður kennari. Hann er svo Ijós og skj'r í máli. Það, sem Torfi ber mest fyrir brjósti nú á gamals aldri, er það, hvað hann telur framlíðar- horfur landbúnaðarins valtar, meðan búpeningur landsmanna er eigi trygður fyrir harðæri. Hefur Torfi fyrir skemstu rilað greinir i Búnaðarritið um heyásetning og fóðurforðabúr, og áframhald því efni til árjettingar bíður prcntunar sem stendur. Torfi mun hafa haft á hendi öll venjuleg slörf fyrir sitt sveitarfjelag og silt hjerað um lengri eða skemmri tíma, i hreppsnefnd, sýslunefnd og amls- ráði, en við stjórnmál hefur hann aldrei viljað fást. Hefur hann þó oftar en einu sinni átt kost á að verða kosinn á þing. Telur hann sig hvorki hafa haít tíma til þess að setja sig inn í stjórnmál, og eigi heldur treyst sjer til að kom þar fram til gagns. Torfi þakkar Guðlaugu konu sinni mest og best heimilisstjórn alla í Ólafsdal. Og eigi hefur hún síður þurft að taka til hendinni um dagana. Sjö árum er hún yngri en Torfi, sköruleg kona og gæðaleg. Gestkvæmt hefur verið í Olafsdal og heimilið lengst af mjög fjölment. Þau hjón eignuðust sam- an 12 börn. Þrjú dóu ung, flmm börnin hala andast uppkomin, 4 dætur og sonur kominn til náms á háskólann. Fjögur hörnin lifa, dælur tvær Aslaug og Ragnheiður, giftar konur, Ás- laug á Ljótsstöðum í Laxárdal í Suðurþingeyjar- sýslu og Ragnheiður á Skeljabrekku í Rorgarfirði, og synir tveir, Ásgeir efnafræðingur og Markús, yngstur barnanna, búfræðingur, sem er föður sín- um til aðstoðar í Olafsdal. P. B. Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Myndin, sem hjer fylgir, er af einum mcrk- asta bóndanum í Skagafirði, Jóni Jónssyni lucpp- stjóra og dbrm. á Hafsleinsstöðum. Hann er fæddur (i, jan. 1850, sonur Jóns hreppstj. á Hóli Jón á IlalsUíinsstöðimi. í Sæmundarhlíð, Jónssonar á Ressaslöðnm, er druknaði ungur í Hjeraðsvötnum, við selvciðar, 1824, en hann var Jónsson hreppstjóra á Ressa- stöðum. Er Jón eldri á Ressaslöðum í Skagafirði talinn launsonur Halldórs Jónssonar prófasls á Hólum. 1878 kvæntist Jón á Hafsteinsstöðum Stein- unni Árnadótlur frá Ystamói í Fljótum. Rræður hennar eru Sveinn hreppstj. í Felli og Páll hrepp- stj. á Ystamói. Rörn þeirra Jóns og Steinunnar eru: Valgerður, gift Rjarna Sigurðssyni í Glæsibæ; Árni Hafstað búfræðingur í Vik; Sigríður og Jón, ógift heima. Dáið hafa ung: Guðbjörg og Sveinn. Að Jóni hreppstjóra á Hafsteinsstöðum hefur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.