Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 4
20 ÓÐINN Ólafsdalur. við skuldir að stríða, byrjaði efnalaus, lagt í óum- ræðilega mikinn kostnað, og bújörðin fremur van- þakklát, er jeg hræddur um. Erfiðast taldi Torfi að þurfa að sækja alla kaupstaðarvöru annaðhvort til Uorðeyrar eða Stykkishólms, og verða það mikil og góð umskifti, er Gilsfjörður er mældur og uppsigldur til Sallhólmavíkur, og má þaðan, um eina viku sjávar, flytja með grunnskreiðu fari þungavöru í lúnfótinn. Torfa hefur það og verið efnalegt tjón, að hann vildi búa stærra en Ólafsdalur álti til, og hafði jarðir undir úti í Saurbæ og Iagði þar mjög inikið í kostnað til byggingar peningshúsa, sem svo varð lítið úr. Nú væri Olafsdalur mjög golt setur fyrir snotran búskap kostnaðarlítinn. Töðu- fallið nú 800 hestar, með gerðistúninu niður við sjóinn, þar sem slanda járnvarin fjárhús yfir 100 fjár, með hlöðum við. Auk töðunnar má nú afla c. 400 hesta af úlheyi, mestalt eða alt innan girð- inga, hygg jeg. Með nátthögum munu þar girtar um 130 dagsláttur, og um helmingur af því er tún. Sauðbeit er góð í hlíðuinim, að minsla kosli gera ærnar gott gagn á sumrin eftir því sem Torfi skrifar um fráfærurnar. Hlöður, meira og minna járnklæddar, eru yfir hey öll. Fjósið er alt úr steini með járnþaki, yfir 15 kýr, og haugshús úr steini við, sem tekur alla ársmykjuna. Myndin af bænum, í fjarsýn, — og virðist mjer hún vera nokkuð gömul, — lælur ráða í tún- aukana hjá Torfa, undir fjallshlíðinni, inn dalinn. Hin myndin, sein tekin er nærri, neðan úr tröð- unum, sýnir húsin heima við svo sem þau eru nú: Til vinstri handar er smiðjan með geymsluskúr við, og er húsið alt 12x12 álnir. IJá sjer á stafn- inn á lágu liúsi, milli smiðjunnar og skólahússins, og er steinhús, en það er mjólkurhús með kæli- tækjum, því að \atnsveita er um alt, þvottalnis og úti-eldhús. Aðalhúsið, sein reist var 1896, er 30 álna langt, og tæpar 12 álnir á breidd, al- járnvarið, steinlímdur kjallari undir. Vandað var mjög til viða og smíðar, og var húsið að sjá sem nýtt væri, er jeg kom þar fyrir 3 sumrum. Við suðurstafninn á skólahúsinu er og stæðilegt hús, þólt litið beri á því á myndinni, heitir það Suður- húsið, er tvílyft með steyptu gólfi, og stærðin 10x12 álnir. Væri þar gott íbúðarhús fyrir ábú- anda jarðarinnar, yrði meginhúsið aftur tekið til skólanota. I3á er til hægri handar skemma eða hjallur 12x6 áln., og yst til hægri handar sjest á norðurstafninn á fjósinu. Hlöður sjást engar á myndinni. Nú er það að muna að Torfi hefur mjög vandað til allra bygginga sinna, viljað hafa allar smíðar sínar traustar, og í annan stað mun óhætt að fullyrða, að engu minna fje liefur lagt verið i moldina í Ólafsdal en í húsin, og munu menn þá skilja, að fram hafi komið við Torfa það, sem liann ungur las út úr jörðinni á Skotlandi, að alt Jielta hefur lúð höndina, beygl bakið og læml vasann. Jeg get eigi stilt mig um að fara lijer ineð nokkur orð, sem Torfi hefur ritað mjer. Veit jeg að hann mundi banna mjer að hafa eftir, ef jeg spyrði leyfis. Orðin eru þau:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.