Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 2
34 ÓÐINN var smekkmaður mikill á skáldskap, og þótti gotl um hann að tala. Allmikinn áhuga liafði hann á og afskifti nokkur af pólitík, og ljet aldrei sann- færing sína, enda kunni hann allra manna best, þeirra sem jeg hef þekt, að virða sannfœring annara. Arni Arnason (frá Höfðahólum). L.jóðmæli eftir Sigurjón Friðjónsson. Fyrstn vordagar. Enn skalt þú andstreymi kljúfa, yfltök hafa og sýna, renna til ljósgjafans ljúfa, lund mín, og sorgunum týna. Með óði og andvara þíðum enn koma sólin og vorið; ung gerist elfur í hlíðum; öllu er svifljett um sporið. Blánar um brekkur og móa; brum fer að þróast í lundum. Senn kemur syngjandi lóa; senn hoppa smálömb á grundum. — Ljómaðu lífgjafi! í skýjum, landið mitt vermdu og prýddu; með óði og andvara hlýjum ísinn úr sálunum þíddu. Renn þú til glitrandi grundar, glófagri ylstafa sjóður! af vetrarmörk lands mins og lundar leiddu fram sumarsins gróður. Ljómar dögg um liljuhvarm; leiftra grænir dalsins hagar. Hátt í lofti gaukur gellur; glóir foss í kletta þröng, óminn ber af elfar söng; úti’ í holtum spói vellur. Inn í lirauni hóar smalinn; huldulið og dvergaþjóð nema sveinsins litla ljóð og láta berast víða’ um dalinn. Dansar meyja fram að flæði, finnur sól og morgunslund ala von og ljóð í lund — lærir máske þetta kvæði. Suniarkvöld. Óma móar, hól og hró hlægir spóa kliður. Ljóma flóar, sól að sjó svifur glóbjört niður. Sólarlag. Vakir drós við draum og þrá; dagur rósvef tjaldar; lygnir ós og bára blá blæju Ijósri faldar. Döggvar hvarm á grænni grund, gras á barmi sefur. Aftanbjarmi lög og lund ljósum armi vefur. Góðviðri. Tíðin þánar; hæstur hlær hreimur skeiða þíður; hlíðin blánar; glæstur grær geimur heiða víður. Morgunstund. Sumardagar! sumardagar! Svella finn jeg þrótt í barm. Dagsetur. Blika engi, fjarar flóð; ílýgur yndisstundin. Kvika strengir hugans, hljóð hnígur lyndis undin. Blána rindar; skuggi skjótt skýst að öldu barmi. Frána tinda nöpur nótt nístir köldum armi.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.