Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 8
40 ÓÐINN gagnið frá 1. apríl í vor. Ljótt er, að ekki skuli vera til í Vestmannaeyjum lítið gufuskip, pá gætum við farið að versla við ykkur á Stokkseyri, pví að alt aí mætti skjótast frá ykkur í 1 dægurs leiði, setjavörurí land og svo út aftur. Fyrir utan hvað pað væri nauðsynlegt til að hjálpa aðdráttum Skaftfellinga. Blessaðir, undirbúið pið ykkur til næsta pings að knýja á landsjóðinn um styrk til að halda gufubát. A tiðina minnist jeg ekki: eilíflr umhleypingar, svo pó að jeg hefði farið að lofa sólskinið í upphafi brjefs- ins, pá getur verið kominn blindbylur áður en pað er búið. Satt var pað, að magurt var pingið. En pó er petta sök sjer, ef slefna pess væri bærileg. En pað er hún ekki í ýmsu tilliti. Lagaskólinn með öilum peim kostn- aði er vitleysa, margföld vitleysa. Jeg kemst æ betur á pá skoðun, að hjer á enginn háskóli að vera, og pað er svo langt frá, að jeg mæli lagaskólanum bót, að jeg segi: niður með presta- og lœkna-skólann! Og orsökin er: hjer getur ekki priflst neitt sjálfslœtt vísindalíf. f*ó skal jeg játa, að lagaskólinn ætti helst að vera af pessum premur, pví vjer höfum dálítið af pjóðlegri lagaselning, en samt vil jeg hann ekki. Eða erum vjer ekki nógu einangraðir (isóleraðir) af völdum náttúrunnar, pótt vjer gerum oss pað ekki einnig i andlegum efnum. Nei, tökum helming- inn — að eins helminginn — af pví, sem hver af pessum skólum kostar, og sendum efnilegustu stúdenta vora með pá peninga í vösunum út í heiminn, já, gerum út hvern einn með 500—1000 kr. á ári, og vjer munum, auk liins mikla fjársparnaðar, fá ólíku meiri mentun inn i landið. Að vilja reisa háskóla á nálega auðri ey og blásnauðri, par sem alt hið verklega vantar, par sem alt er í flagi, par sem flestir eru með svangan maga — hvílík enorm hugsunarvilla! En — mentun alpýðunnar: unglinga- skólar, gagnfr.skólar, búnaðarskólar, kvennaskólar etc., slíkt vil jeg láta auka með krafti. Eða var ekki einmitt fjörugast pjóðlífið forðum daga, pegar snillingar vorir sóttu mentunina til Europu og lærðu ýmist á Þjóðverja- landi, Frakklandi, Englandi eða par og par. Ef svo væri gert nú, mundum vjer á hverju ári fá menn með ferskum anda, óstirðnaða og óstaðnaða i sálunni. Kirkju- líf vort og alt andlegt líf mundi pá fyrst geta lifnað, en pú mátt lengi bíða, pangað til prestaskólinn bætir úr skák. Læknaskólann pekkir pú, að ervitt mun veita að kenna par spítalalaust, auk fleira, sem vantar. Pökk fyrir bendinguna um Harald Höffding, og mun jeg útvega mjer bókina. Bústu ekki við umbótum á kirkjuskipuninni, af peim ástæðum er jeg hef nefnt. Við erum eymdinni, andleysinu og framfaraleysinu seldir. Fræðsla prest- anna er lítt nýt, og svo eru flestallir peir steyptir í sama andl.móti. Jeg vildi lielst, að hver lærði viö sinn há- skóla og engir 2 við pann sama! — Hvað segirðu um pessar skoðanir? Mig ragar ekki um dogmatiskan heila- spuna, heldur um praktiskan sannleika. — Ástarkveðja til allra pinna. Gaulverjabæ, 28. apríl 1884. .... Nú, pú ert búinn að sjá og lesa nokkuð í Helgapostillu. Jeg sömuleiðis, og líkar hún vel, pó ekki ágætlega. Helgi er liðlegur, tilfinninganæmur, eftirtekta- samur, »orginal« sumstaðar, en — tiltölulega lítið efni finst mjer í sumum peim löngu lestrum. Hann er forlíðarmaður, horfir ekki nóg fram, hefur lítið »reforma- toriskt element«, og er, eins og náttúrlega von er, bund- in við kirkjunnar authoriseruðu dogmatik. Eiginlega finst mjer, að við hefðum purft að fá eitthvað meira af andlegu nýnœmi í nýrri postillu. Hvor betur hefur, hann eða Pjetur, get jeg eigi um sagt, en — líklega sigr- ar pó heldur hinn síðarnefndi hjá alpýðu. Fjenaðarhöld eru góð og mjög góð. Sem fágæta og leiða nýlundu má nefna, að svo bar við fyrir skömmu í Oddagörðum, að pegar komið var einn morgun í lamb- húsið, par sem vera áttu 30 gemsar, aleign heimilisins af pví tægi, pá lágu 18 af peim í hnapp steindauðir. Enginn kveðst vita um orsökina, og ekki á pað að hafa verið fjárpestin. Menn vaða í reyk um pann atburð; enda er lijer enginn til að rannsaka neitt slíkt. Hlutir á Loftsstöðum munu vera um petta bil: 1000 —1540 (minst og mest), nokkru minna yfir höfuð á Stokkseyri og Ebakka. Porskur að tiltölu lítill, á Loftst. um 200 mest. Á Eyrarbakka standa til 2 nýjar byggingar, Bakarí, sem nú er nýkominn viðurinn í með skipi, tilhögginn, og Kyrkja, sem Bakkamenn ætla nú að reisa hjá sjer; ælla peir að skifta sókninni í tvent o: láta Stokkseyrar- kirkju standa, en reisa aðra hjá sjer; hefur á Ebakka verið nýlega haldin tombóla í pví skyni, sem gaf af sjer 400 kr. — Mjer liggur við að heimska sóknarmenn fyrir að peir koma sjer ekki saman um eitt stórt og veglegt guðshús á hentugum stað, en kjósa heldur að deila hinum litlu kröftum og setja 2 smáhús sitt á hvorum stað í sókn peirri, sem er hin auðveldasta yfirferðar! Tveir menn eru peir, sem enginn nefnir á nafn, en pað eru reiðarinn og faktorinn á Stokkseyri. Hvort pessir herrar eruvirkilega óskírðir enn, veit jeg eigi;en Einar borgari spáir, að engi skip muni fást »assúreruð« pangað. Par sannast, ef til vill, að mæla börn, hvað vilja. Peir, er kunnugir pykjast, segja skipaleguna sjálfa góða og einnig innsiglinguna, en að skip muni ekki geta lagst par fyrir utan, hvað sem á liggi, og pað sje óhag- ræðið lielsta. Komi enginn á Stokkseyri á 2—3 næstu árum, pá verð jeg efablandin úr pví, að nokkur muni koma. En — við erum svo passivir í peim efnum, eða gerum svo lítið sjálfir, að ekki verður að vænta, að steikt gæs fljúgi oss í munn sjálfkrafa. Ekkert erindi Thorgrímsens liefur verið gert upp- skátt, annað en að hann færi sjer og L. til gamans, og viðræðu um verslunarefni. Gufuskipshugmynd mín ætti að lifa, pví hún ætti einmitt að vera kaupmönnum, landsmönnum og allri verslun í hag. — Við austanfjallsnienn, sem erum svo afskektir, berum okkur alt of lítið fram fyrir alpingi. Guð hjálpi alpingi pann dag, sem pað fengi inn á sig allar okkar sanngjörnu kröfur móts við aðra landsmenn, móts við strandsiglingarnar, og samgöngur og mentun, sem verið er að ella annarstaðar! Um framfaralíf okkar segi jeg: Allan vind vantar í seglin, en ofurlítið berumst við áfram með fallinu. Og petta láta flestir sjer nægja ■ . . .____________ Prentsmiðjan ( utenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.