Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 4
52 ÓÐINN Tveir merkisbændur í Borgarfjarðarsýslu. Jón Sigurðsson hreppstjóri í Kalastaðakoti er fædd- ur að Kiskilæk í Melasveit 15. ágúst 1852. Foreldrar hans voru Sigurður smiður Böðvarsson og kona hans Ilalldóra Jónsdóttir, stúdents og dbrm. Arnasonar á Leirá. Jón hreppstjóri byrjaði fyrst húskap að Melkoti í Leirár- sveit og bjó þar nokk- ur ár, og gerði þar talsverðar jarðabæt- ur, helst með vatns- veituskurðum á engj- Um. Síðan fluttist liann að Kalastaða- koti og keypti þá jörð; hefur hann búið þar milli 20 og 30 ár, og má með sanni segja, að þá jörð hafi hann reist úr rústum. t*ar hefur hann hygt vand- að íbúðarhús úr timbri, og bygt upp öll fjenaðarhús og reist lilöður við, og eru öll hús þar með járnþaki. Auk þess hefur hann sljettað mikið í túni, grætt það út og girt. í*á hefur hann og bætt engjar allmjög með viðáttumiklum vatns- veitingaskurðum. Hetur jörðin þannig tekið stórmikl- um bótum á búskaparárum hans. Iíreppstjórn hefur Jón haft á hendi í full 20 ár, og verið forgöngumaður sveitunga sinna í verslunarsökum og fl. Á fyrstu bú- skaparárum hans i hrepnum gekst hann fyrir stofnun búnaðarfjelags, er liann hefur verið íormaður fyrir síð- an. Par að auki hefur hann í mörg ár verið í sóknar- nefnd, hreppsnefnd og sýslunefnd, enn fremur sátta- nefndarmaður, og leyst öll þau störf vel af hendi. Jón er dugnaðarmaður hinn mesti, hygginn og úr- ræðagóður, búhöldur besti, enda hefur hann efnast vel á búskaparárum sínum, svo að hann má nú telja með efnuðustu bændum. Á hann um 50 -)f í fasteignum og 20 -|f í lausafje. Jön hreppstjóri er kvæntur Soffíu Pjetursdóttur og eiga þau 2 börn á lífl, bæði enn í æsku, er heita Sig- ríður og Stefán. Bjarni Bjarnason bóndi á Geitabergi er fæddur að Stórabotni í Botnsdal 4. jan. 1866. Voru foreldrar hans lijónin Bjarni Helgason og Jórunn Magnúsdóttir. Faðir iians dó áður en sonur hans fæddist (posthumus), en móðir hans giftist nokkru seinna Gísla Gíslasyni; bjuggu þau lengi á Stórabotni og áttu fjölda barna, sem nú eru öil upp komin. Voru þau því fátæk, erbörnin voru öil i ómegð. Olst Bjarni þar upp, þangað til að liann fór í vinnumensku. Síðan var hann einn vetur í Reykjavík að læra að spila á orgel og afla sjer mentunar, því að námslöngun hafði hann mikla, gerðist svo organleikari í Saurbæjarkyrkju og barnakennari í hrepnum. — Vorið 1894 fór hann að búa í Katanesi á Hvalfjarð- arströnd og kvæntist þá um haustið frændkonu sinni Sig- riði Einarsdóttur, bónda Ólafssonar frá Litlabotni; kom brátt i ljós, að þau hjón mundu verða dugandi og nýtir menn í búskapnum. Bjarni kom þegar á fáum árum upp töluverðu búi og bygði auk þess upp flest bæjar- og jarðarhús. Katanestjörnina nafnkunnu hugði Bjarni að gera að engí, og gerði úr henni skurð til sjávar til að þurka hana upp, en eftir nokkur ár flutti Bjarni bú- ferlum (vorið 1899) að Geitabergi í Svínadal og hefur búið þar siðan með mikilli rausn og framúrskarandi dugnaði. Parf naumast að lýsa aðgerðum hans, því að þær eru nú þegar þjóðkunnar og allir, sem um þjóð- veginn fara, hljótaaðsjá, að hjer muni búa framfara- og framkvæmdamaður, því að »verkin sýna merkin«. Við manni blasir allstórt vandað íbúðarhús úr timbri og margar aðrar stórar og reysulegar byggingar, allar járn- varðar, stórt og mikið tún, rennisljett, með traustri og vandaðri girðingu umhverfis. Pess skal getið t. d. að túnið gaf af sjer, er Bjarni kom að jörðinni, 200 hesta af töðu, en nú full 500 hesta; svo mikið hefur túnið verið bætt með sljeltun og úlgræðslu. Auk framantaldra stórfeldra jarðabóta, sem fram- kvæmdar hafa verið að mestu á síðastl. 10 árum, hefur Bjarni verið lengst áf, síðan hann byrjaði að búa, odd- viti hreppsins og oddviti sóknarnefndar, safnaðarfull- trúi, kirkjufjárhaldsmaður og organisti, eins og áður er sagt. Enn fremur sýslunefndarmaður í seinni tið. Öll þessi stör fhefur Bjarni þótt leysa prýðilega af hendi og hefur hann áunnið sjer traust og hylli sveitunga sinna; þykja eigi ráð ráðin í sveitinni, nema borin sjeu undir Bjarni, enda liafa tillögur hans jafnan gefist vel í ýmsum vandamálum. Auk þessara mörgu starfa, sem á Bjarna hvíla, hefur liann oftast á hverjum vetri kent fleiri cða færri börnum heima hjá sjer, um lengri eða skemmri tíma, og þótt liþur og lag- inn kennari, og oftast tekist ílestum betur að kenna lötum og tornæm- um börnum með góðurn árangri. Pótt Bjarni væri nær cfnalaus (og þau hjón), er hann byrjaði búskapinn, má nú orðið telja hann með efnaðri bændum; á hann nú ábýlisjörð sina, sem liefur niargfaldast að verðgildi við umbætur hans, og auk þess allstórt bú, eftir þvi sem hjer er talið. Eins og áður er getið, liggur Geitaberg rjett við þjóðveginn úr Reykjavík norður; koma þangað því mjög margir, því að húsráðandi er mjög gestrisinn og góður heim að sækja. Að öllu samantöldn má telja Bjarna Jón Sigurðsson, Bjarni Bjarnason,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.