Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 6
54 ÓÐINN græða’ í blómsturlendur fína haga; viður fall hans fóstran aldna grætur, finst sem dimmi’ að horfnar þrautanætur. Svipul er þjer eignin afbrags sona, aldna móðir, þeirra er trúast vinna til að draga úr sviða sára þinna. Syrtir nú í heimi ljúfra vona. Grænu trjen að grundu dáin hníga, gráar kræklur þeim of höfuð stíga. Og nú er aska’ um arinn þann, sem áður logaði’ af kærleiks eldi. Svo nákalt ekkert jeg áður fann. Hve alt er magnlaust gegn dauðans veldi! Og lijálparleysið Iegst helþungt að, svo helauðn verður á hverjum stað. Og nú er fölnuð og freðin grund, og fóstran vefur þig köldum örmum; liún fær þjer með sinum blómum blund og bætur við öllum Iífs þins hörmum, en einnig faðma þig ást og þökk, því ótal hjörtu þín minnast klökk. I vor, er sól bræðir vetrarmjöll, þá vakna við lífsins sigurhljóma og opnast mörgþúsund augu’ um völl þinna’ ungu, vonhýru blóma, og ástarþakklætið af þeim skín til aldaföður, og svo til þín. Þá döggvast tárum hver blóma brá, því braut er hann, sem til Hfs þau vakti, og holtin gráu þau horfa á in hýru lönd, er hann braut og þakti; þar vanta höndur og vit þess manns, en víðar þó lilýja andan hans. Steingrimur Arason. K Mesta skáldið okkar. , Öll skúld vildu Lilju kveðið hafa' Gamalt orötak. He/urðu lesið Lilju? Jeg var barn að aldri þegar jeg heyrði fyrst talað um Lilju og orð haft á því, að »öll skáld vildu Lilju kveðið hafa«, en aldrei heyrði jeg kvæðið haft yfir og aldrei sá jeg það á prenti. Síðan hefur mjer oft komið til hugar að ná í þetta nafnkunna Ijóð og lesa það, en aldrei látið verða af því; og jeg hef spurt marga menn, bæði fjölmentaða og fámentaða, hvort þeir hafi lesið Lilju, en því hafa flestallir neitað, þeir sem jeg hef spurt. Nú hef jeg tekið mig til og lesið þetta kvæði, sem sagt var til forna að öll skáld vildu kveðið hafa. Og jeg get ekki orða bundist, svo mikil er undrun mín og aðdáun. Lesið þið Lilju; í öllum bænum lesið þið Lilju; mjer finst það ekki efamál, að hún er eitt- hvert mesta snildarverkið í íslenskri ljóðagerð frá elstu tímum og alt fram á þennan dag. Lilja er kaþólskt trúarljóð; en það skiftir minstu, hvort þið játið kaþólska trú, eða lúþerska, eða enga; listin er list, hvað sem hún leggur á gerva hönd; og Lilja er listaverk; hún er vafalaust eitt hið mesta listaverk í íslenskum bókmentum og ætti að vera til á hverju neimili og lesin í hverj- um unglingaskóla. Höfundur Lilju og /orlög hennar. Eysteinn Ásgrimsson er maður nefndur. Hann var uppi á 14. öld; er talið að hann hafi dáið 1361, en ekki vita menn hvenær hann fæddist. Fátl er kunnugt um æfiferil lians, en það er víst, að liann var munkur og gegndi ýmsum klerkastörfum. Hann var maður geðríkur og breysklundaður og ofsa- fenginn, en bljúgur og iðrunargjarn þá er af hon- um rann berserksgangurinn. Hans er að ýmsu getið í íslenskuin annálum, kirkjusögu Finns bisk- ups, árbókum Espólíns og bókmentasögu Finns Jónssonar; þó er frásaga Eiriks Magnússonar einna ítarlegust, að jeg held, og er hún framan við ágæta enska útgáfu að Lilju. Það er mælt að Lilja hafi verið liöfð í svo miklum hávegum alt fram að siðabót, að hver góður maður hafi talið sjer skylt að kunna hana og hafa hana yfir á hverjum degi, eða minsta kosti í hverri viku. Eftir siðabótina tóku prestar að amast við ýmsu i henni, en engu að síður mun hún hafa lifað á vörum þjóðarinnar fram á 19. öld. En nú má heita að hún sje gleymd; og kem- ur það vafalaust af því, að öll munnleg fræði hafa óðum týnst undanfarna mannsaldra. Hver gömul manneskja var áður eins og lifandi fræðibók fyrir unga fólkið. En hvað eru þær nú, gömlu mann-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.