Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 2
74 ÓÐINN kennilega fyrir og verið spjehræddur, svo að piltar ertust við hann og stríddu honum. Sneiddi hann sig heldur hjá leikum þeirra; en einu þótti honum gaman að, að dispúteral Stakk hann einatt sjálfur upp á umræðuefni; en piltur nokkur Skafti Timo- teus Stefánsson að nafni, bráðgáfaður maður, sem druknaði á Hafnarárum sínum, varð þá helst fyrir svörum, og urðu viðræður þeirra oft langar og strangar, svo að piltum þótti gaman að. Hannes útskrifaðist úr Bessastaðaskóla árið 1837 með góð- um vitnisburði (honesta dimissione). Sama árið og Hannes útskrifaðist sigldi liann til háskólans. Var hann utan 10 ár, áðurenhann tæki próí, enda varð hann fyrir fátældar sakir að hafa ofan af fyrir sjer ein 2 ár utan Kaupmanna- hafnar með barnafræðslu; og öll liin síðari árin, er hann var í Höfn, veitti hann stúdentum, er voru að búa sig undir próf í forspjallsvísindum, tilsögn í heimspeki. Hugur hans dróst einna helst að lieimspeki og náttúrufræði; en aðalnám hans var guðfræði og í henni tók liann próf árið 1847 með 2. einkunn. Um heimspekina segir hann í æfisög- unni, að hún jafnan liaíi verið silt mesta hugar- yndi (maxima animi delectatioj. Um vorið 1848 fjekk Hannes Árnason veitingu fyrir Slaðastað eftir Pjetur biskup, sem þá var orðinn forstöðumaður hins nýstofnaða prestaskóla. Kvæntist Hannes áður en liann fór heim danskri konu, Lovise Anthon, en prestvígðist í Reykjavík, IJá var það, að hann viltist upp í biskupssætið, er hann skyldi stíga í stólinn. Hannes var þá um liaustið settur kennari í náttúrusögu við lærða skólann, og heimspekiskenslunni var þá komið á fyrir hann við prestaskólann. Ekki varð prests- staðan langæ. Síra Hannes fór að vísu vestur um vorið 1849, og messaði einu sinni að Staða- stað. Lá honum þá svo lágt rómur, að messu- fólkið flyktist upp að stólnum. Því kuuni síra Hannes illa og sagði, er hann kom suður aftur, að »pöbullinn« hefði alveg ætlað ofan í sig! Hann afsalaði sjer kallinu, en fjekk veitingu fyrir kennarastöríunum 1850. Bæði störfm rækti hann þangað til 1876. Þá tók Benedikt Gröndal við kennarastarfi hans í latínuskólanum, en heimspek- ina kendi hann til æfiloka eða l'ram á hauslið 1879, er hann lagðist banaleguna. Alla þessa líð var hann búsettur í Reykjavík og átti hús það við Austurvöll, sem frú Herdís Benediktsen eignaðist síðar, og var það þá og lengi síðan eitl hið snotr- asta hús í bænnin. Ytri maður síra Hannesar var heldur óásjáleg- ur, þótt hann væri liinn mesti snyrtimaður í klæða- burði og kattþrifinn. Hversdagslega gekk hann á frakka, en á vetrum hafði hann loðhúfu á höfði, var í víðri kápu og loðstígvjelum utan yfir skón- um, er hann fór út. Hann var meðalmaður í lægra lagi, grannur og ofurlítið iboginn. Hann var kvikur á fæti og smátrítlaði, er hann þurfti að ílýta sjer. Nærsýnn var hann og bar því jafn- an gleraugu; hafði hann það til, er hann var á gangi, að skima í allar áttir undan gleraugunum; en er hann sat og var að tala, þá ýmist reri hann eða neri saman höndum og gat þá stundum iðað af ánægju og ákefð. Fátt var verulega frítt á manninum, nema augun, því að þau voru athugul og skír. Ekki var laust við, að menn við fyrstu kynni hentu gaman að sira Hannesi; en það sögðu vinir hans, að þeim hefði ekki getað komið það til hugar, er þeir kyntust honum nánar, því að mað- urinn var lireinn og falslaus og vildi í engn vamm sitt vita. Hversdagslega var síra Hannes stiltur maður og stjórnaði sje'r vel, þótt nokkuð væri hann hráðlyndur að upplagi. Hann var hinn ljúf- asti á lieimili og bar heilsuleysi konu sinnar með stakri alúð og þolinmæði; en hún var hálfveil á geðinu síðari árin. Fjell hið besta á með þeim bjónum og voru þau samtaka í því að gcra lieim- ilið sem vistlegast, enda var það fyrirmynd að umgengni og alt eins og spánnýtt hjá þeim. Til marks um hirtni síra Hannesar er það, að liann fór svo vel með bækur sínar, að hann ekki einasta hraut utan um hverja bók, er hann átti, heldur sneri hann þeim við og við upp og niður í skáp- unum, svo að þær skyldu ekki síga í bandinu. Heldur sparsöm þóttu þau hjón og áheldin. En þó miðluðu þau mörgum, svo lítið bar á, og þá helst þeim, sem ekki kunnu að biðja. Barnlaus voru þau, en einkar samr57md og nefndi síra Hannes konu sína jafnan bæði heima og heiman »min Venn. Einmanaleg hlýtur æfin að hafa ver- ið síra Hannesi þau 11 ár, er liann lifði þenna »vin sinn«, konuna; en hún dó haustið 1868 og harmaði liann hana mjög. Útifrá var síra Hannes fálátur og fáskiftinn og átti fáa vini, framan af einna helst þá Jens Sigurðsson, er síðar varð rektor, og H. Kr. Frið- riksson; en síðustu árin einkum Árna Thorsteins- son landfógeta. Oft var hann opinskár við þessa vini sína og þá ómildur í dómum sínum um menn

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.