Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 5
ÓÐINN 77 barnlaus, á nú von á lieilli sveit andlegra sona, sem ætlast er til að vinni aðallega að því að fræða og glæða andlegt líf þjóðarinnar. Hefur hann þegar eignast tvo, sem báðir eru orðnir doktorar í lieimspeki og byrjaðir eru á fræðistarfi sínu. Síra Hannes var enginn andans skörungur. En hann var annað meira. Margir lijala um liug- sjónirnar og liafa þær að yfirvarpi. Síra Hannes var skrumlaus maður og ljet lílið á þeim bera; en hann fylgdi þeim fram í verki. Mikinn liluta æfi sinnar var bann að leggja aur við aur. Sumir bjeldu, að það væri af nísku og nirfilshætti, en svo var það til þess að koma hjartfólgnustu bug- sjónum sínum í framkvæmd. Þetta er fagurt og því nær einsdæmi með þjóð vorri. Og því ber oss að halda minning lians á lofti. Oss ber öll- um að lieiðra tninn’ngu þessa manns, er talaði svo fátt, en hugsaði því hærra og horfði svo langt fram í tímann. A deyjanda degi sýndi hann það í vcrkinu, að hann unni þjóð sinni, því aleigu sína gaf hann til þess að — leiða ljós yfir landið. Blessuð veri því minning hans! Á jólum 1912. Ágúst Bjarnason. X Prófessor dr. phil. Edvard Holm. Margir íslendingar, sem stundað liafa nám við Kaupmannaliafnar báskóla, kannast við liinn fríða, göfuga, aldraða mann, sem Oðinn flytur bjer mynd af. Þeir alþingismenn, sent koinu til Danmerkur 1906, rnuna einnig eftir lionum, því að hann hjelt móttökuræðuna á háskólanum, þar sem þeim var fyrst fagnað á samkomu í Kaupmannahöfn. Margir aðrir íslendingar kannast við bann; sumir þeirra liafa lesið Norðurlanda sögu hans í binni dönsku þýðingu af mannkynssögu Caesares Cantús, eða ein- liver önnur ril lians. Enn fremur ltafa ýmsir ís- lendingar, vísindamenn og rithöfundar, leitað lil bans bæði sem formanns Carlsbergs-sjóðsins og sem sljórnanda Hjelmstjerne-Rosenkrónsku stofnunar- innar; og enginn þeirra mun bafa gleymt þeirri góðvild og alúð, sem hann hefur mætt. Það fje, sem prófessor Edvard Holm og meðstjórnendur bans liafa veilt íslendingum til styrktar, skiftir mörgum tugum þúsunda. Nú er prófcssor Edvard Holm á álttugasla árinu, því að hann er fæddur 26. janúar 1833. í 34 ár (1865—1899) var bann kennari i sagnafræði við háskólann, og jeg man eftir því, er jeg kom lil háskól- ans, hve gaman mjer þótti að blýða á fyrirlestra bans. Hann var þá á sínu besla skeiði. Jeg gleymi því aldrei hve fall- ega liann talaði, skýrt og ljóst; á vörum hans og Juliusar Langes, kennara í lista- sögu, þótti mjer danskan fyrst fagurt mál. Fyrirlestrar prófessors Holms voru auðveldir og skipulegir. Hann talaði jafnan blaðalaust; notaði að eins bók eða blað, ef liann las upp orð einlivers merks sagnfræðings eða stjórnmálamanns. Síðar var mjer sagt, að hann skrifaði þó alla fyrirlestra sína og lærði þá utan að. Hann hefur eigi verið lengi að læra, því að liann liefur haldið ósköpin öll af fyrirlestrum. Alt æfistarf lianssýnir, að hann hefur frábæran vinnu- kraft. Bæði vandvirkni og mikilvirkni fylgist að lijá lionum. Þá er prófessor Holm hjelt fyrirlestra var jafn- an húsfyllir; þó talaði hann í stærslu kenslustof- unni á háskólanum. Tveir fremstu bekkirnir voru ætlaðir stúdentum, en á hinum bekkjunum sálu konur og karlar, ungir og gamlir. Framan af æfinni lagði prófessor Holm mesta stund á sögu fornaldarinnar. Hann ritaði þá tvö merk rit um efni úr menningarsögu Grikkja og Rómverja. Annað þeirra er um »Hina pólitisku stöðu grískra þegna undir rómversku keis- urunum fram til daga Garacalla«; en hitt um »Framkomu kennimanna gagnvart rikinu f r á r í k i s á r u m K o n s t a n t i n s m i k 1 a o g fram til loka hins vestlæga rómverska keis- araveldis«, mikið rit og merkilegt. Þá er Edv. Holm varð háskólakennari, var honum falið á hendur að halda fyrirlestra yfir nýju söguua fyrir þá, sem stunduðu stjórnfræði. Hann sneri sjer þá frá fornöldinni að hinum nýrri tíma, og jafnframt því sem liann stundaði almenna

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.