Óðinn - 01.12.1916, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.12.1916, Blaðsíða 3
ÓÐINN 67 orð að flytja sig þangað alfarinn og njóta þar livíldar og næðis, það sem eftir væri æfinnar. Hann kvaðst altaf finna betur og belur að hann ætti ekki sam- leið með öðrum en íslendingum, og liann unni ættjörðinni einlæglega, þó hann kveddi hana ungur. Þórunn móðir Skafta dó árið 1891, en faðir hans er enn á lífi; hefur hann verið blindur um margra ára skeið, en kvað þó vera hress og ung- ur í anda. Hann er hjá dóttur sinni, Sigríði, konu Kristjáns Indriðasonar á Mountain í Norður- Dacota. Ekkja Skafta heitins bj'r enn lijer í bænum. Hún hefur verið heilsulasin um mörg ár; hefur hún mikils mist, því umhyggjusamari og betri eiginmann er ekki hægt að hugsa sjer, en Skafti var. Hjónaband þeirra var ætíð hið ástúðlegasta og sönn fyrirmynd. Winnipeg, í október 1916. H. G. # Ljóðmœli. Eftir Sigurjón Friðjónsson. Á Mýrarseli. Hált gnauðar sær á söndum; sígur á Vargsnes jel. Skarfur á llugi flaksast fram yíir Mýrarsel. Undan og eftir fara óveðra kyngimögn. — Svipur úr fornaldar fjarska fvlgir í trega-þögn. Snðrænan þíða. Suðrænan þíða! Sólskinið fríða! — Heyrirðu ekki ljúílingsljóð? Mig langar fram til hliða. Blánar ax um bala og tún; bæinn fíflar skríða. Yfir hárri heiðarbrún hláku skýin Hða. Suðrænan þíða! — Holtasóley hvít sem mjöll af hólnum starir á töðuvöll. En út á fit sjer unir rós við röðulglit. I hlíðum framini feimin stendur fjalldæla í hvamrni. Augnfró lítur upp í lágum mó. Hjá læknum, þei! við glóey brosir »Glejfm mjer ei«. En þrílit fjóla og feðmingur í garði halda skóla. Situr í túni sóley væn. — Sólin göngu hallar. — Felur mýrin fagurgræn fúa keldur allar. Ljósalíkja og elting eins eru þeirra frægð til meins. Við heiðarfót hefur smárinn hreppamót. En uppi á heiði fjalldrapanum bera völd í veiði. — Horli jeg ofan af heiðarbrún; horfi um engi og blágræn tún. Ut í dalnum bær við bæ blikar; reykir stíga. Ut á fjöllum, út að sæ eygló sje jeg hníga. Skuggar vaxa um vesturhlíð; varmainóða blá, fríð hjúpar alt, hlýtt og svalt, liálfgagnsæju skrúði. Lokkar sær nær og nær bjarta dagsins brúði. Lækkar æ og sígur sól; sigur hægt við tindastól. ltoðnar loft. Um laut og liól loka blómin augum. Yst í vestri sígur sól, sindrar geisla haugum. Óma heyri jeg elfar nið ofur lágt á vinstri hlið. Hátt liður fugl um loftið blátt Ijett á þönduin fjöðrum. Vorblá ský í vesturátt verða gylt á jöðrum. Blika á milli blá og rauð, blá og rauð,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.