Óðinn - 01.12.1916, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.12.1916, Blaðsíða 2
(56 OÐINN Dacota árið 1890; átli liann sæli í efri málstofu þingsins í fjögur ár, frá 1890 til 1894. Arið 1892 giftist hann Gróu Sigurðardóttur og lifir hún mann sinn. Hún er dóttir Sigurðar Jóhannessonar skálds frá Mánaskál í Vindhælishreppi í Eyjafjarðarsýslu. Keypti hann þá bújörð þar í nágrenni við föður sinn og bjó þar til þess er hann fluttist hingað norður til Winnipeg árið 1902, og álti hjer heima eftir það til dauðadags. Skafti heitinn dó á almenna sjúkrahúsinu hjer í bænum að kveldi hins 21. desember 1914. Hafði hann verið veikur um þriggja vikna tíma af graftarígerð í hlustinni á hægra eyra, en síðan komst í það spilling eða blóðeitran, var hann þá fluttur á sjúkrahús að morgni þess 21. des. og gerður uppskurður á meinsemdinni, en kl. 6 að kveldi var hann látinn. Við fráfall Skafta B. Brynjólfssonar er stórt skarð höggvið i hóp okkar íslendinga hjer í landi, því hvort sem litið er á hæfdeika eða mannkosti má óhætt telja hann meðal hinna merkustu og ágæt- ustu íslendinga, sem flutst hafa vestur um haf. Hann var hár vexti, fremur holdskarpur en svar- aði sjer þó vel, fríður sýnum, andlitsdrættirnir skarpir, svipurinn hreinn og drengilegur, ljós yfir- htum og bláeygur. Hann var manna alúðlegastur og síglaður í viðmóti, skemtinn í viðræðum og hinn prúðmannlegasti í allri framgöngu. Hann naut engrar skólamentunar, en fróðleiksfýsn og virðing þá fyrir mentun og lærdómi, sem svo vel hefur dafnað í fangi íslenskrar heimilisfræðslu, hafði hann í ríkum mæli. Aflaði hann sjer því víðtækrar þekkingar á mörgum sviðum og ruddi sjer snemma braut til álits og virðingar, svo að jafnan var til hans litið sem foringja, hvar sem hann tók þátt í málum, hvort heldur var meðal íslendinga eða annara þjóða manna. Má víst með sanni segja, að heimili þeirra feðga væri aflstöð þeirra frjálslyndishreyfinga, sem þá voru uppi ineðal Vestur-ísléndinga, bæði í fjelagsmálum og trúmálum. Sjer nú mjög á að foringjarnir eru fallnir eða ekki vopnfærir orðnir fyrir elli sakir. Þessar hreyíinggr liggja nú í rnóki og afturför. Þeir, sem helst eru taldir leiðandi menn vor á meðal, eru nú flestir fiæktir í flokkanetum eða bundnir á kreddnbása. Stefnan er því ekki lengur út á við, út í frelsið og víðsj'nið, heldur inn á við, þrengra og þrengra. Tíðarandinn hjúfrar sig niður í sinubing úreltra skoðana og andar að sjer liráslaga og myglu. Það, sem Skafti Brynjólfsson var kunnastur fyrir, var málsnilli. Hann flutti mál sitt afbrigða vel á ræðupalli. Málrómurinn var hreinn og skjrr, máls- atriði skýrð með glöggum og sinellnum líkingum, ályktanir rökrjettar og dómar ákveðnir, luigsun, orðaval og framsetning ramíslensk. Meðferð mál- efnisins var jafnan óhlutdræg og drengileg, svo andstæðingar fengu virðing fyrir honum, þó þá stundum sviði undan svörum hans. Meðan Skafti dvaldi í Dacota, gætti áhrifa hans mest bæði í hjeraðsmálum og þjóðmálum, hann fylgdi með áhuga og dugnaði hverju því máli, sem honum sýndist horfa til almennings heilla. Hann var ekki frjálslyndur eftir mælikvarða þeirra, sem einblína á athafnafrelsið en gleyma skyldunum. Hann var lögjafnaðarmaður. Sjálfur var hann hverjum inanni samviskusamari og á- reiðanlegri um það, sem hann tók að sjer að gera, og hann krafðist hins sama af öðrum. Eitt af hans heitustu áhugamálum var trúfrelsi. Hugur hans varð snemma snortinn af kenningum Inger- solls og annara frjálstrúarmanna; varð hann einn aðalbrautrj'ðjandi þeirrar stefnu meðal Vestur-ís- lendinga. Hann var einn af stofnendum Menningarfjelags- ins, sem fyrst starfaði nokkur ár í Dacota og síð- ar hjer í Winnipeg. Markmið þess var að halda uppi fyrirlestrum og umræðum um allskonar menningarmál, til fróðleiks og skemtunar fyrir al- menning. Það veilti öllum ókeypis aðgang að fund- um sínum. Gerði öllum flokkum og öllum skoð- unum jafnhátt undir höfði. Voru þar flutt mörg ágætis erindi, bæði fyr og síðar. Er það illa farið að fjelagið hefur nú eigi starfað síðastliðin 2 ár. Ahrif þess voru jafnan til góðs, gerðu þau bæði að glæða áhuga fyrir málum, og kendu mönnum, sem sundurleitar skoðanir höfðu, að bera þær saman og ræða með meiri stillingu og umburðar- lyndi en annarstaðar átti sjer stað, og þarf ekki að taka það fram, að Skafli var lifið og sálin í fjelaginu bæði fyrir sunnan og hjer. Meðan Skafti átti heima hjer í bænum, starfaði hann að ýinsum fjelagsmálum, var forseti Únitara- safnaðarins og Menningarfjelagsins, tók öflugan þátt í bindindismálum o. II. Arið 1909 fór Skafti með konu sína heim til ís- lands. Ferðuðust þau um landið um sumarið, en dvöldu í Reykjavík um veturinn. Annaðist hann þá um útgáfu á Ijóðasafni St. G. Stephánssonar. Leist honum mjög vel á sig heima og hafði við

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.