Óðinn - 01.05.1917, Side 2
10
ÓÐINN
fullkomnar, að fullnaðarályklanir væru fengnar
um þau efni, sem rannsóknunum var ætlað að
leysa iir. — Ásgeir heitinn var einkar vinsæll og
vel látinn af skólabræðrum sínum og öðrum þeim,
sem kyntust honuin. Róleg glaðværð var yfir höf-
uð sá eiginleiki, sem mest bar á hjá honum. Er
mikil eftirsjá að fráfalli hans á svo ungum
aldri. . . . «
Ýmsar rilgerðir eru eftir Ásgeir heitinn í Rún-
aðarritinu og Ársriti Verkfr.fjel. ísl.
1907 kvæntist hann Önnu Louise Ásmundsdótt-
ur, cand. phil. Sveinssonar, og lifir hún mann
sinn ásamt þrem hörnum.
H
Sumardagur,
Um gróin tún og grænan mó
með gleðisöngum leika börn.
í svörtu gljúfri sest á tó
við silungsána sterkur örn.
| : Úr lofti háu sjer lieiðló slingur
i hraunið lága og glaðvært syngur.
En spóinn vellur í kringum kot,
og kjóinn gellur um engi vot : |
Úr fjallasölum fossalög
í fjarska heyrast óma þungt.
Og ylurinn um daladrög
af dvala vekur blómið ungt.
| : En jöklar háir til himins stara
svo hjelugráir sem vetrarmara,
því geislaöldur frá sumarsól
þeir sviítu völdum um jökulstól. : |
Af hafi andar hlíður blær.
Og broshýr sól í austri rís.
Við íslands strendur syngur sær:
Nú sumar er í Paradís.
| : Það blika logar á brúnatindum,
og bláir vogarnir ná þeim myndum,
er sumardrotningin sigurfríð
með silfurböndunum leggur hlíð. : |
Hallgr. Jónsson.
Sl
t Frú Póra Thoroddsen.
Hinn 22. mars andaðist frú Póra Tlioroddsen
hjer í Kaupmannahöfn. Hún var mesta merk-
iskona og er skylt að minnast liennar. Væri leitl
ef færi nú eins og farið hefur áður, er íslenskar
merkiskonur hafa andast hjer við Eyrarsund. ís-
lensku blöðin hafa stuttlega getið um fráfall þeirra
og lofað meiru siðar, en ekkert hefur orðið af
því. Hefur því miður líka farið oft á þá leið, er
merkismenn, konur sem karlar, hafa fallið frá á
íslandi, eins og blöð vor bera vitni um bæði fyr
og síðar.
Frú Þóra var af góðu bergi brotin, dóttir Pjet-
nrs biskups Pjeturssonar, er var merkastur allra
biskupa á íslandi síðan þeir feðgar Finnur Jóns-
son og Hannes sonur hans fjellu frá. Móðir henn-
ar var Sigríðnr Bogadóttir Benediklssonar á Stað-
arfelli, mesta dugnaðarkona, híbýlaprúð og ágæt
liúsmóðir og móðir. Þóra var fædd 10. október
1847 að Staðarstað á Snæfellsnesi, þar sem faðir
hennar var prestur. Hann hafði þá fengið for-
slöðumannsembætlið fyrir prestaskólanum, sem þá
var verið að koma á stofn, og fór hann því uin
haustið til Reykjavíkur og selli þar prestaskólann
2. október. Sumarið eftir llutti dr. Pjetur fjölskyldu
sína til Reykjavíkur.
Frú Þóra ólst upp hjá foreldrum sínurn og fekk
þegar á unga aldri óvenjulega mikla mentun, eftir
því sem þá gerðist. Móðir hennar ljet hana læra
alt, sem hússljórn snerli, bæði tóvinnu og matar-
gerð, eigi siður en saumaskap og hannyrðir, eða
bóklega mentun, tungumál og hljóðfæraslátt. Þegar
faðir hennar varð biskup og fór utan til að sækja
biskupsvígslu 1866, sigldi hún með foreldrum sín-
um og kyntist þá fjölskyldu Martensens Sjálands-
biskups og mörgu öðru heldra fólki í Kaup-
mannahöfn; hjelt hún vinfengi við sumt af því
jafnan síðan.
Nokkrum árum síðar (um 1872) fór frú Þóra
aftur til Hafnar og dvaldi þar nálega tvö ár. Þá
lærði hún að mála hjá hinurn fræga málara
Vilhelm Kghn. Hún var frá æsku hneigð fyrir
teiknun og málverk, og eru til eftir hana margar
myndir, meðal annars stór mynd af Þingvöllum,
sem var á Kvennasýningunni í Kaupmannahöfn
1895, og vakti þar almenna athygli, þar á meðal
Kristjáns konungs níunda. Hún kendi eflir heim-
komu sína frá Kaupmannahöfn mörgum teiknun